Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 13
þar í einni sæng og minnast þess, hversu kalt þeim var á
nóttunni, ekki sízt vegna þess, að yfirsængin var ekki beint
sniðin fyrir tvo, og olli því ýmsiun vandræðum í sambúð
þeirra, þótt ekki drægi þó til alvarlegra átaka.
En þótt þeir félagar muni kuldann, þá er þó hitt miklu
ofar í huga þeirra, hversu mikinn áhuga og eldmóð nemendur
þeirra sýndu og hversu vel þeim sóttist námið, enda voru þeir
allþroskaðir, 14 til 16 ára að aldri.
Og er þeir höfðu dvalið á Isafirði nokkurn tíma, líklega
10 til 12 daga, höfðu þeir kennt nýliðaprófið og 2. flokks
próf að mestu.
Voru piltarnir svo látnir vinna skátaheitið og félagið stofn-
að á hlaupársdaginn, 29. febrúar 1928.
Já, þetta var nú allt og sumt, sem skeði, þegar Einherjar
komu í þennan heim, fyrir 20 árum.
Fjöllin umhverfis Isafjörð tóku enga léttasótt, hvorki Ernir
né Eyrarfjall.
Ónei, fæðingin var ósköp hljóðlaus. Og famiiði frá Eimskip
var fæðingartöngin.
En króinn þroslcaðist furðulega.
Og ekki er ég viss um nema að þetta litla félag liafi rist
alldj úpar rúnir í sálu ísfirzkrar æsku, hafi átt ótrúlegan mik-
inn þátt í skapgerðarþjálfun hennar og verið henni veganesti,
sem drýgst hefir reynzt á göngu hennar um lífsins Tungudal,
Og eigi eftir að verða um ókomin ár og aldir.
Gunnar Andrew.
AFMÆLISRIT EINHERJA
11