Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 28
þar eð Sindri var á leið norður. „Var tekið á móti Norðmönn-
unum með hrópum og fagnaðarlátum, og leizt okkur strax
vel á Guttana,“ segir Gunnar Andrew. Um kvöldið var haldið
með Norðmennina inn í Valhöll, en þar sváfu þeir, meðan
þeir dvöldu á Isafirði.
Daginn eftir var
farið með Varðbátn-
um inn í Kaldalón,
en þar var ætlunin
að halda viku- úti-
legu með hinum
norsku skátahræðr-
um. Votlent var í
Lóninu og varð því
að tj alda á mel und-
ir neðstu jökulöldunni. Fyrsti dagurinn fór í að koma sér
fyrir og tjalda. Einnig var farið i gönguför upp á .jökulinn.
Næsta dag var gengið á sjálfan jökulinn og tóku tíu skátar
þátt í þeirri för. Veður var dimmt og slæmt skyggni og gengu
allir í reipi. Farið var upp á Hrolleifsborg og sett þar tinda-
bók. Á sunnudaginn messaði foringi norsku skátanna, séra Ole
Eger, og komu þá nokkrir Djúpmenn i heimsókn. Var messan
iialdin i undurfagurri laut, í öldunni. Er laut sú kennd við
Kaldalóns, tónskáldið, sem sagt er að hafi samið þar mörg af
sínum ljúfustu lögum. Meðan á mótinu stóð var keppt í ýms-
um íþróttum, m.a. knattspyrnu og „baseball.“ Eftir að fán-
arnir höfðu verið dregnir niður í síðasta sinn með mikilli við-
höfn, var haldin samkoma í lautinni fögru. Þar töluðu þeir
Gunnar Andrew, Ole Eger og Knut Korsvold, og sæmdi séra
Ole Eger df. Einherja, Gunnar Andrew, rauðu liljunni fyrir
hönd norska bandalagsins. Á þriðjudagsmorguninn voru
tjöldin tekin niður og gengið að Ármúla og síðan að Melgras-
eyri, en þar dvöldu skátarnir í hezta yfirlæti fram á næsta
dag. Var nú haldið á varðbátnum yfir í Reykjanes „þar syntu
Tjaldbúðin í Kaldalóni
26
AFMÆLISRIT EINHERJA