Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 34
fyrstur og Bolli nr. 2. Veður var gott og færi sæmilegt, en
þó ekki eins gott og við Fossavatnshlaupið.
Lokaþáttur Riddarabikarskeppninnar fór fram þann 13.
maí og lauk henni með sigri Þrasta, en afar litlu munaði á
þeim og örnum. Fl. for. Þrasta var Jónas Magnússon.
1 júnímánuði fóru Roverskátar ásamt skáturn út í Skálavík.
Farið var yfir Þjófaskarð út eftir, en með sjó, með viðkomu í
Bolungarvík, til baka.
1 hyrjun júní fór fram knattspyrnukeppni milli Einherja
og ísfirzkra sjómanna, og lauk henni með sigri Einherja.
Seinni part mánaðarins var
fjölmenn útilega í Reykja-
nesi. Sömu helgi gengu fjórir
skátar ásamt fleira fólki á
Drangajökul. Farið var á bát
norður í Kjós. Haldið upp
skriðj ökulinn í Leirufirði alla
leið upp á jökulbungu og
Hrolleifsborg, en siðan var
haldið niður að Skjaldfönn.
„Veður var guðdómlegt og út-
sýni stórfenglegt.“
Þann 27. júlí fóru allmargir
skátar til Flateyrar. 1 júlí og
ágúst unnu skátar talsvert við
lagningu Skíðavegarins. Snemma í október fóru 20 Einherjar
til Flateyrar og héldu skemmtun fyrir Framherja.
Fyrsta skátamót fyrir Vestfirði var háð í Vatnsdal í Súg-
andafirði dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þátttakendur voru 46
alls, 17 frá Einherjum, 14 frá Glaðherjum, 8 frá Framherjum
og 7 frá tJtherjum. Gengu Einherjarnir vestur í Botn í Súg-
andafirði, en þar beið þeirra bátur, sem flutti þá út i Vatna-
dal. Á laugardaginn 1. ágúst var mótið sett og farið í jTTisa
leiki og ferðir, en á sunnudag var farið til kirkju út að Stað.
32
AFMÆLISRIT EINHERJA