Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 72
Áskell Löve, fil. dr.:
Samt olli hann því.
Þa.ð voru tveir menn ísfirzkir, sem vöktu áhuga minn fyrir
náttúrunni og ollu þvi óbeint, að ég nam náttúrufræði. Annar
þeirra kenndi mér og mörgum ykkar hinna íslenzkt mál með
ágætum, vísaði á bækur og rit um náttúruna í kring um okkur
og kenndi okkur að lesa þurrar náttúrulýsingar, svo að þær
yrðu lifandi. Hinn þekkti
varla blýant frá birkibríslu,
tæplega fífil frá stör, alls
ekki sóley frá gullmuru.
Hann sér varla mun á bun-
angsflugu og randaflugu, og
hinar mörgu köngulóateg-
undir í Tunguskógi eru að-
eins berjapöddur í hans
augum. Hann þekkir ekki
múrstein frá grjóti, og
finndi hann brotinn alumin-
iumpott uppi á fjöllum,
væri hann vís til að halda
því til streitu, að pott-
urinn hlyti að hafa dottið úr næsta fjalli, sem vafalaust
væri troðfullt af aluminiumpottum. En þrátt fyrir allt kann
hann fleiri sögur en nokkur annar um illkvikindi, sem hoppa
yfir afríkönsk fljót og koma niður á hinum bakkanum svert-
ingjar, um Indverja, sem troða eld eða eru grafnir lifandi, um
hýenur og önnur villidýr, sem spangóla kringum tjöld þeirra,
sem eru svo heimskir að hætta sér inn í myrkviði Afríku-
landa. Eitt kvöldið lét liann okkur fylgjast með sér í svefn-
pokunum í einhvern dal inni í frumskógum Afríku, þar sem
1 Spí'-.i
. 'isÁ- A
.?..
, . :V
' ■ '
Eftir skátamessu
sumardaginn fyrsta
70
AFMÆLISRIT EINHERJA