Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 76
í útileguna. — Alla vikuna var ég að hlakka til þess að leggj a
af stað, og þegar bakjjokinn var orðinn úttroðinn, skíðin kom-
in á öxlina, og hópurinn saman kominn, til þess að leggja af
stað, þá sló hjartað ákafar af tilhlökkun. — Hugurinn var
þegar hrifinn inn í Valhöll, þar sem áin niðaði og fossinn
söng. — — Þar,
„. .. . fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó.“
Valhöll verður í minningu okkar gömlu skátanna allt að því
heilagur helgistaður, — staður, þar sem við teyguðum hið
hreina loft og gátum iðkað okkar hollu og heilsugefandi
íþróttir, jafnframt því sem við stæltum okkar innri mann, til
fegurra lífernis og fullkomnara. —
1 öðru lagi er ég glaður yfir þvi að geta sent ykkur kveðju
og árnaðarorð, vegna þess að skátinn lifir æ í mér, enda þótt
búningurinn sé nú löngu slitinn og úr sér genginn. — Og
þótt það sé gott og gleðilegt að hafa. átt góðum stundum og
skennntilegum að mæta í skátabúningnum, þá er hitt þó
meira virði, að geta ennþá íklæðst þeim huga, sem hver skáti
skyldi bera hið innra með sjálfum sér. — Ég er næstum því
viss um, að það, sem mest vann á móti því, að ég bragðaði
hvorki áfengi né tóbak, var það, að mér fannst það ekki sæma
neinum skáta, að láta neitt slíkt sér um munn fara. Og glaður
er ég yfir, að þessi áhrif haldast enn og munu sjálfsagt gera.
Mér fannst tóbak og áfengi aldrei geta samrýmst þeirri
hreysti, sem skátunum væri ætlað að keppa að. — Þegar ég
því horfi yfir liinn liðna tíma og athuga, hvað það er, sem
ég er Einherjum mest þakklátur fyrir, þá er það einmitt
þetta, að ég vildi ekki hætta að vera skáti í hugsun og gjörð-
um eftir að ég varð að hverfa úr hópnum og kveðja Isafjörð.
— Ég held þvi, að það sé hið allra þýðingarmesta fyrir hvern
skáta, að hann ræki svo hlutverk sitt í félagsskapnum, að
hann vilji aldrei hætta við að sinna þeim störfum, sem skátan-
74
AFMÆLISRIT EINHERJA