Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Qupperneq 88
vinsson og Haraldur Ólafsson. Fyrsti foringi sveitarinnar var
Halldór Magnússon.
Flokkurinn var ekki fjölmennur í fyrstu, en mjór er mikils
vísir, og flokknum óx fljótt ásmegin, svo að hann varð brátt
sterkur þáttur í starfi félagsins. Má óhikað segja, að hann
hafi, allt frá því að hann hóf starfsemi sína, mótað að miklu
leyti starfsemi félagsins og verið sá máttarstólpi, sem félagið
hefur hvílt á.
Flokkurinn hefur heitt sér fyrir ýmsum nytsömum málum
og hverju því máli, sem liann hefur talið að mætti verða
starfsemi félagsins til heilla. Meðan félagið sendi keppendur á
sldðamót, stóð flokkurinn ávallt fyrir þeim ferðum og átti
með því sinn þátt í því að færa nýtt líf inn í starfsemina, auka
hróður félagsins út á við, og hefja það til vegs og virðingar
meðal landsmanna allra.
Hitt er þó ekki síður mikilvægt, að hann hefur fengið eldri
skátunum, sem komnir eru af sokkabandsárunum, verkefni
við þeirra hæfi, svo að þeir hafa fest betur rætur í félaginu og
tekið síðar meir við ýmsum leiðandi störfum innan þess.
1 þau fjórtán ár, sem Rekkasveitin hefur starfað, hefur
hún haft 8 foringja, en þeir eru: Halldór Magnússon (1934),
Sigurður Baldvinsson (1935—1936), Tryggvi Þorsteinsson
(1937—1939), Ágúst Leós. (1940—1941). Árið 1942 starfaði
sveitin ekkert. Sveinn Elíasson (1943 og 1946), Magnús
Konráðsson (1944), Jónas Helgason (1945) og Magnús Bald-
vinsson (1947—1948).
Starfsemi Rekkasveitarinnar hefur orðið til ómetanlegs
gagns fyi’ir félagið, og hún liefur áorkað miklu, til hagsbóta
og heilla fyrir stai'fsemi félagsins, í þau rúm 14 ár, senx hún
hefur starfað.
Rekkasveitin er og mun vei'ða sá bakhjallui’, sem félagið
byggir framtíð sína á.
8G
AFMÆLISRIT EINHERJA