Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 97
skátar iðulega kvaddir til. Sama gegnir, ef gæta þarf reglu
eða hafa. viðbúnað nokkurn, þar sem mannsamkvæmi fara
fram, ellegar vörð þarf að hafa á vissum stöðum, þá þykir og
ákjósanlegt að geta falið skátum það.
m.
Hér í Isafjarðarkaupstað hefir skátareglan nú starfað um
tuttugu ára skeið og gefið góða raun. Er mér sjálfum gerla
kunnugt um starfsemi þeirra hér, einkum á byrjunarárunum,
og einnig allt til þessa dags. Velflestir þeirra félaga hafa verið
mér næsta handgengnir, sem drengur, um lengra eða
skemmra skeið, sumir allt til fullorðins ára. Margir þeirra
drengja eru nú hin mætustu mannsefni og sumir þeirra þegar
komnir í mikilsverðar stöður, eða hafa öðrum ábýrgðarstörf-
um að gegna. — Sama er og um stúlkurnar að segja og þeirra
félagsgrein hér. —
Fyrr á árum, meðan ég hafði nokkur forráð hér í ýmsri fé-
lagsstarfsemi, bæði tilheyrandi íþróttum og öðrum mannsam-
kvæmum, naut ég oftlega aðstoðar skátanna, eftir að sá fé-
lagsskapur komst hér á fót. Reyndust mér skátarnir jafnan
hinir ábyggilegustu, og sem fyllilega mætti treysta í hverju,
sem þeim væri falið. Ætla ég, að jafn ábyggilega menn og
ósérplægna, sem skátana, sé nú vart að finna, síðan starfsemi
eldri ungmenna var hér um garð gengin. Og hafi ég enn
nokkuð af almennu starfi til umsjónar, kýs ég skáta öðrum
fremur mér til fulltingis.
IV.
Vera og starfsemi i góðum félagsskap þroskar margskonar
félagslegar dyggðir, en þær eru aftur undirstaða almennra
manndáða. Og sá, sem þær stundar, verður þjóðfélagsþegn
að nýtari. Gamallt máltæki segir: „Ekki er minna vert að
gæta fengins fjár, en afla.“ Og eins geta menn eytt efnum sín-
um, með óhófi, í það, sem einskisvert er eða jafnvel skaðlegt,
svo geta menn einnig hent frá sér sínum andlegu verðmætum.
AFMÆLISRIT EINHERJA
95