Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 98
Okkar tímar nú eru einkum sérkennilegir fyrir breytinga-
gimina — festuleysið — svo að við á nú fyllilega það, sem
einn hinna fomu spekinga hefir sagt : „Ekkert er varanlegt
nema breytingin.“! — Fjölmargir unglingar hafa við veru
sína í góðum félagsskap, eða að öðru leyti við gott uppeldi,
eignast ýms góð áform og göfugar hugsjónir og orðið hrifnir
af, enda heitið þeim liði sínu og starfskröftum. -— En svo
þykjast þeir koma auga á aðrar nýrri hugsjónir, sem þeim
finnast eftirsóknarverðari, og ef til vill léttari, til að fram-
fylgja. Og svo kasta þeir frá sér sínum fyrri góða ásetningi
og lífsvenjum — sínu andlega veganesti — en ferst þá ávið-
líka óhyggilega og ungmenninu forðum daga, er sóaði öllum
arfinum í fánýtum lifnaði.
Við hvern ungan skáta — og ungmenni yfirleitt — vildi
ég segja : Vertu staðfastur og trúr, því að bæði í veraldlegum
efnum og andlegum gildir fyrirheitið : „Sá, sem er trúr yfir
litlu, verður settur yfir meira.“
Guðmundur Jónsson frá Mosdal.
Elías J. Pálsson, kaupmaður:
Það er hressandi og ánægjuleg sjón að sjá ísfirzku skát-
ana, prúðbúna pilta og stúlkur, langt á annað hundrað tals-
ins, fara um bæinn í hina árlegu sla*úðgöngu sína á sumar-
daginn fyrsta, eða skátadaginn, eins og hann verður í þess-
ari merkingu. En þann dag halda skátar fylktu liði til kirkju,
til þess að hlýða á messu, fá kirkjulegá blessun yfir störfin
á komandi sumri, til þess að endumýja skátaheit sitt og
síðast, en máske ekki sízt, til þess að hylla fána fósturj arðar-
innar fríðu, frelsismerki hinnar íslenzku þjóðar, tákn þess
frelsis, sem þjóðin fór á mis við i svo mai-gar, ltaldar,
dimmar og dapi'ar aldir.
En þegar frelsið var fengið, fyrir langa og sti'anga baráttu
96
AFMÆLISRIT EINHERJA