Tónlistin - 01.10.1941, Page 15
TÓNLISTIN
11
Árni Thorsteinson sjötugur.
Frh. af bls. 7.
hrint honum af stað; en orsökin lil
þess liggur í því, að hann myndar
sjálfur sin eig'in upptök, markar vísi
að vaknandi framþróun og leiðir í
ljós nauðsyn ó þjóðlegum, íslenzk-
um slil.
í raun réttri er Árni Thorstein-
son, ásamt Jónasi llelgasvni, faðir
íslenzkrar sönglagagerðar. Hann
byrjar fyrstur íslenzkra manna að
semja lög, er tákna munu sögulegt
upphaf íslenzkra tónlistarhók-
mennta. Hann gat ekki fetað í fót-
spor landa sinna, því að þeir höfðu
enn enga rækt lagt við þessa grein
skáldskaparins, stílfræðilegar fyrir-
myndir voru alls ekki til í landinu,
°a enn var ekki farið að saína is-
lenzkum þjóðlögum. Því var ekki
lil að dreifa, að Árni gæti sökkt sér
niður i rannsóknir á eðlisháttum
þjóðlaganna, því að þjóðlayasafn
séra Bjarna Þorsteinssonar er ekki
prentað fyrr en um 1907, sama ár og
fvrsta sönglagahefti Árna. Þetta ár
er því mjög þýðingarmikið í is-
lenzkri tónlistarsögu, það veldur
straumlivörfum í þróun tónlistar-
innar á Islandi; það hirtir fagnað-
arhoðskap rómantísku stefnunnar
með sönglagahefti Árna og leggur
drög að þjóðlegri stefnuskrá með
þjóðlagasafni séra Bjarna.
Önnur stefnan var fulhnótuð og
hafði á sér yfirbragð óþekktra töfra,
en hin stefnan var aðeins hálfkveð-
in visa, fonfáleg og' frumstæð og þar
að auki mjög svo óskáldleg. Það var
því ekki nema eðlilegt, að fvrri
stefmumi yxi mikið fylgi; allir, sem
skyn báru á, flykktust undir merki
hennar og drukku í sig hin nýju á-
hrif. Jafnvel gömlu sálmalögin voru
færð úr stellingum og klædd i róm-
antískan nýtízku-húning, sem vafa-
laust hæfði þeim mjög illa. Önnur
tónskáld, sem nú fóru að koma
fram, héldu sig á söinu brautum og
hafa sýnt þeim tryggð allt til þessa
dags. — Aftur á móti átti hin stefn-
an fáa formælendur og var lengi
litin liornauga. Menn skildu ekki
hin þungbúnu stef og einrænings-
legu lög og lagstúfa, sem þjóðin
hafði alið með sér í gegn um alla
sina þjáningasögu; en blundaði þó
ekki einmitt sál þjóðarinnar i þess-
um þjóðlögum? Hjá hvaða þjóð sem
er, er almennt talið, að svo sé, og
íslendingar eru þar vissulega engin
undantekning. Engin þjóð getur um-
flúið sitt eigið eðli, og að því hlýt-
ur að reka, að í stað afneitun þjóð-
lagsins komi virðing og ást ó þvi.
Þegar svo er komið, munu hinar
tvær stefnur, sem enn standa á önd-
verðum meiði, taka höndum saman
og sýna glæsilegan árangur í ís-
lenzku tónlistarlífi.
Árna Thorsteinsyni er þetla fylli-
lega ljóst, og hann tekur jiátt i og
gleðst yfir hverri tilaun, sem mið-
ar að jiví að varðveita jiað, sem ís-
lenzkt er. Það vill svo til, að jirjú
sönglög, útgefin 1913, úr sjónleikn-
um „Lénharður fógeli“ eftir Einar
Hjörleifsson, sem allt of lilið eru
sungin, benda ósjálfrált í óttina til
jjjóðlagsins. 1921 komu svo út 10
karlakórslög, sem flest hafa verið
tekin upp á söngskrá kóranna, en