Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 6

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 6
18 TÓNLISTIN var þeim samtíða, að þeir skreyttu grafir spámannanna); — það er þá lielzt við slík tækifæri, að þeim þykir lienta að hafa einhvern söng um hönd til að prýða ræðuhöldin. En þá þykir oft og einatt tilhlýðilegt, að sungin séu algjörlega ósönghæf ljóð, sem máske ekkert lag er til við. Ef svo sé, þá hljóti að finnast eitthvert lag, sem sjóða megi við ljóðið, að öðrum kosti verði að húa það lil sem fvrst. það sé víst ekki lengi g'ert, segja þeir. Við getum sem sénokkurnveginn hók- að það, að innan okkar menntastéttar eigum við að líkindum furðulegra samsafn af sönglegum fáfræðingum en nokkur önnur þjóð undir sólinni, og er það raunar ekki nema rökrétt og eðlileg afleiðing þeirrar afstöðu, sem skólarnir hafa tekið gagnvart tónlistinni sem námsgrein. Það er síður en svo liklegt, að menntastofn- un hespi af sér skörunga í námsgrein, sem hún hornrekur og fvrirlítur. Og ])að er þessvegna engin áslæða lil að ímvnda sér, að viðhorfið til þessara mála breylist í náinni framtið, eigi forkólfar menntámálanna að vera þar jafneinráðir hér eftir sem liingað til. Verða þvi aðrir að taka í taum- ana, menn, sem hetur skynja og skilja livað hér er nm að ræða, livað liér er í húfi. Nú hefir verið stofnað Félag is- lenzkra tónlislarmanna. Hversu at- hafnasamt það verður, er að vísu ó- reynt enn, þar eð það er svo lil ný- stofnað og þá um leið nógu ungt til að sjá ennþá markmið sitl gleraugna- laust. Nú er það oftast eilt af þrennu, sem einkennir flesta félagsslarfsemi. í fyrsta og versta lagi: Að vera hara félag og gera ekki neitt annað en halda fundi og kíta um skeggið á páf- anum. / öðru og betra lagi: Að gæta hagsmuna sinna. / þriðja og bezta lagi: Að gæta sóma síns og' áhuga- mála. Og þess vil eg heitast óska, að þetta síðasta atriði verði driffjöðrin í athöfnnm ])essa nýstofnaða lista- manna félags. I stað ])ess að þrátta um stefnur og „isma“, í því skyni helzt að múlhinda öll lónskáld ])jóð- arinnar á sama „isma“-klafann, ætti ]>essi félagsskapur að láta annað þarf- ara til sin taka. Við skulum lofa tón- skáldunum að syngja með sínu nefi. Því að hvort sem nú heldur nefið dregur andann gegnum íslenzk 17. og 18. aldar rímna- og grallara-lög eða 17. og 18. aldar heims-„klassik“, hlýtur það að miða i sömu átt, ef sannur íslendingur á lilut að máli, og ætti því hvorttveggja að eiga jafn- an rétt á sér. Verði hlúð að því, að tónskáld geti þrifizt hér og þá fyrst og fremst með því að notfæra þjóð- inni verk þeirra eftir föngum, þá er ég ekki í neinum vafa um affarasæl- an og eðlilegan þroska íslenzkrar tónmenningar. Fyrsta og brýnasta hlutverk Eélags íslenzkra tónlistarmanna tel eg hik- laust það að afla tónlistinni skyldugr- ar og sjálfsagðrar virðingar hjá þjóð- inni. Og fyrsta, nauðsynlegasta og stærsta sporið i þá átt er að hreyta viðhorfi menntastéttarinnar lil ])ess- arar listgreinar. Meðal menntastétt- arinnar má ekki ríkja fullkominn þekkingarslcortur og bjálfalegl tómlæti í þessum efnum, sem vart er sæmandi menntuðu fólki; því að gagnger menntun felur í

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.