Tónlistin - 01.03.1942, Page 19

Tónlistin - 01.03.1942, Page 19
TÓXLISTIN 31 SIGVALDI KALDALÓNS, TÓNSKÁLD. Frh. af bls. 27. lexta Þorsteins Gíslasonar niá skipa í flokk með „Sofðu, unga ástin mín“. Bæði þessi lög gefa góða hugmynd uin þjóðlega tónlistarlmeigð höfund- arins, þau eru hæverskan sjálf og láta lítið yfir sér; umtak þeirra er tak- markað og staðbundið, en þrátt fyrir það hirtist í þeim meira en oft á sér stað um stórar óperuaríur með hljómsveitaraðstoð. Þau segja frá ástinni, sem brennur i okkur, — hún er ekki ástríðufull að suðrænum hætti en dul og innileg, hún blossar ekki skvndilega upp og slokknar en lifir innst í liugskoti okkar sem lieil- ög minning til liinztu ævidaga. — „Leiðsla“ er sönnun þess, hve höf- undurinn er samrunninn íslenzkum þjóðsögum, hinu rómantíska hug- myndalífi þjóðarinnar. Með einföldu stefi, sem nálgasl sönglestur, lýsir hann þvi, hvernig umhorfs er í álf- heimum; stefið stígur hægt með ''eglulegum tónbilum og minnir "íjög á fornt kvæðalag með þrálátri en nauðsynknúðri endurtekningu á löngum orgelpunkti, sem hvílir á tóninum „e“. Þegar við virðum þetta lag fyrir okkur, undrumst við, með hve einföldum ráðum höfundinum hefir auðnazt að I)regða upp ljóslif- andi mynd islenzkrar þjóðfylgju. Stílrænan sameiginleika með þcssu sönglagi er að finna í laginu „Una“ við kvæði Davíðs Stefánssonar. Þýzka tónskáldið Franz Schubert hefir samið lag um svipað efni, „Gretchen am Spinnrade“ (Greta við spunarokk- inn) eftir Goethe. Rokkhljóðið í und- irspili beggja laganna er með líkum hætti, en laglínurnar eru þó mjög ó- líkar. Greta syngur undurþýtt lag mansöngvaranna og meistarasöngv- aranna, en Una kveður forneskju- legt viðkvæði íslenzka afdalabónd- ans, og háðar eru þó fulltrúar sinnar eigin menningar og segja í raun- inni báðar hið sama, þótt blæbrigði orðanna séu með tvennu móti og bakgrunnurinn gjörólíkur. Söngstef Unu hvílir aðeins á tveimur hljómum, og því lýkur i af- dráttarlausum hálfendi, sem eins og gerir ráð fvrir eilífri endurtekningu, „perpetuum móbile", rokkhjólinu, sem alltaf heldur áfram að snúast. Öll þessi lög og mörg fleiri -— heild- artala þeirra mun vera um eitt lnmdrað - hefir Sigvaldi gefið okk- ur. Með þeim hefir hann glætt söng- vitund þjóðar sinnar og stuðlað að þvi, að hún yrði syngjandi þjóð og hamingjusöm þjóð. Á hættutímum eins og nú er brýn nauðsyn á því, að þjóðlegur söngur sé iðkaður og Iionum veitt verðskulduð athygli. Sigvaldi Kaldalóns hefir lagt niikið af mörkum til að svo geti oi’ðið. Að þvi leyti er hann læknir í tvennum skilningi. Fyrr á timum var fullyrt, að tónlistin gæti ráðið nokkru um heilhrigðisástand mannsins, og hafa læknar nútímans tekið það til ræki- legrar íhugunar og gert það að fyrsta hoðorði stórra heilsuhæla, að hafa góða og uppbyggilega tónlist á hoðstólum fyrir sjúklinga sína. Það er þá máske engin tilviljun, að lækn- ar eru öðrum fremur yfirleitt mjög söngelskir (bezti vinur þýzka tón-

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.