Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 14
26
TÓNLISTIN
hugsanir forfeðra sinna, móðurmálið
og hræringar þess. Allt þetta stuðlar
að því að móta skapgerðina og festa
liana. Þjóðlagið hefir þvi sömu þýð-
ingu fyrir skapgerð mannsins og nær-
ingin fvrir vöxt barnsins.Barnið verð-
ur veiklað, óbragðlegt og úrkynjað,
ef það fær ekki holla, kraflmikla og
einfalda næringu, og maður, sem vex
upp án þess að njóla sins eigin þjóð-
Jags, verður áttliagalaus alheimsborg-
ari, skapfestulaust sníkjudýr i faðmi
framandi menningar.
Og nú dylst okkur ekki lengur,
liversu mikið við eigum Sigvalda
Kaldalóns að þakka. Þjóðlög okkar,
eða fæst þeirra, voru lýðum kunn, er
fvrsta sönglagahefti Sigvalda kemur
út árið 1916, 7 sönglög, tileinkuð
konu lians, gefin út af Sigurði Þórð-
arsyni á Laugabóli, sem til þess liafði
varið sumarhýru sinni. Af þessum 7
lögum lærði svo að segja hvert
mannsharn fjögur þeirra strax, „Þú,
eina bjartans vndið mitt“, „Sofðu,
sofðu, góði“, „Á Sprengisandi“ og
„Draumur hjarðsveinsins“, og hafa
þau siðan öil verið alþjóðareign. Nær
öll tónlistariðkun hér á landi hafði
fram til þessa verið tengd heimilun-
um, við arin þeirra liafði söngurinn
dafnað og lifað sinni fábrotnu til-
veru, en nú var sem færðist nýtl líf í
hann. Þrjú ár í röð sendi Sigvaldi frá
sér sönglagahefti, þrjú sönglög 1917
og 10 sönglög 1918, og stöðugt óx
tala þeirra söngva Iians, sem fólkið
tevgaði í sig. Og nú í dag er það slað-
reynd, að hann er einliver mest
sungni höfundur landsins, og íslenzk-
ur söngvari setur tæplega saman efn-
isskrá, án þess að taka tillil til Sig-
valda Kaldalóns. Eggert Stefánsson,
bróðir hans, mun hafa átt drjúgan
þátt i því að gera lög hans landfleyg,
og hafa þeir bræður oft haldið sam-
eiginlega hljómleika.
StíII Sigvalda Kaldalóns er yfirleitt
mjög aðgengilegur og alþýðlegur,
undir greinilegum rómantískum
áhrifum. Lög hans hvelfast ekki í
stórum stefjabogum að dramatísk-
um kjarna en lúta hverri smábend-
ingu textans í auðsveipni. Hann hefir
lileinkað sér mikið af rómantík
lands síns, og hún hefir verið honum
sú lind, sem aldrei hefir þornað. Nú á
tímum heyrast margir hallmæla róm-
antíkinni og bannfæra hana; en við
verðum að viðurkenna tilverurétt
liennar að vissum takmörkum, því að
án hennar liefðu mörg af beztu verk-
uni mannsins aldrei orðið til, og enn
lifir hún í vitundarlífi hans sem fegr-
andi kraftur. Rómantík lands okkar
er hrjúfari en í þeim löndum, þar sem
gróður er með öðrum hætti og rækt-
un öll lengra á veg komin; og eins
eru verk þau, er hér skapast. Þau
hafa ekki til að bera jafnglitrandi á-
ferð og fullkomið samræmi, eins og
oft gerist annarsstaðar, þar sem for-
saga verkanna á sér dýpri rætur. En
menningarleg fyrirbæri verða aldrei
skilin til fulls, nema þau séu skoðuð
sem þáttur í lengri eða skemmri
framþróun, liður í andlegri viðreisn.
Sem viðreisnarmaður stendur Sig-
valdi í fylkingarbrjósti islenzkrar
söngmenningar, hann liefir alltaf lif-
að í þeirri óbifanlegu trú, að íslenzk
tónlist ætti merkilega framtíð fyrir
höndum, og liann hefir vissulega lagt
hönd á plóginn til að svo gæti orðið.