Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 7
TÓNLISTIN 19 sér nokkra tónlistarmenntun. Hvort heldur er ríkjandi innan mennta- stéttarinnar andi þröngsýni, yfir- borðsmennsku og kotborgara- Iiáttar eða andi víðsýni, gjörliygli og höfðingslundar, þá er það samt alltaf hún, sem mestu ræður um and- lega og menningarlega velferð þjóð- arinnar. Skólarnir eru orðnir slikt stórveldi, að jjeir hljóta að móta þjóð- ina á hverskonar menningarlegum veltvangi sem er. Þessvegna ber að gagnrýna þá hlífðarlaust, hvenær sem þess virðist þörf. Sem stendur eru þeir, beinlínis og óbeinlínis, ein hin mesta torfæra á vegi tónmenn- ingar þjóðarinnar í stað þess að vera hið gagnstæða. Og viðhorf þeirra brevtist ekki fyrr en menntastéttin kemst til skilnings ó því, að nótna- og tónlestrar-kunnátta gefur innsýn i engu ómerkilegri né ógöfugri menn- ingarverðmæti en lestrar- og lungu- mála-kunnátta. Sem meðlimur Félags íslenzkra tónlistarmanna og í nafni þjóðrækni og menningar, legg ég því eindregið til, að F. í. T. beiti sér þegar í stað fyrir því við Menntamálaráð, að lag- færð verði þau missmíði, sem hér er um að ræða, svo fljótt sem auðið er. Enda þótl hér kunni að virðast deilt, máske allharðlega, á sérstaka stétt þjóðfélagsins, þá er það ekki af illvilja gert, heldur af því, að nauð- svn ber til. Eg hefi livorki löngun né tíma til að deila á menn eða málefni að þarflausu. En þegar einstrengings- háttur og stærilæti einstakra stétta eða manna gengur svo úr hömlum, að það hnekkir menningu þjóðarinn- ar, þá er það skykla hvers, sem þess Þorsteinn Konráðsson: Söngbókmenntir og hljóðfæri íslendinga á 19. öld. Fram til Ioka 18. aldar fara litlar sögur uin, að útlendar nótnabækur hafi flutzt inn í landið, annað en lik- ur eru til, að jafnvel löngu áður hafi borizt hingað Nils Jespersþns Gradua- le, prentaður 1573, sálmabók Hans Thomiss0ns, prentuð 1569 og Ivin- gos Graduale, prentaður 1699. Má telja fullvíst, að Jespersþns Graduale og sálmabök H.Thomiss0ns hafi verið stuðningsrit Guðhrands biskups Þor- lákssonar við útgáfu grallarans (sbr. bréfabók hans). Um 18 10 getur Pétur Guðjohnsen þess, að Jesperspns Gra- duale liafi verið lil í stiftsbókasafn- inu en verið seldur á uppboði. Þetta sýnir, hve útlendar nótnabækur voru lítils metnar i landinu allt fram á daga P. Guðjohnsens, en hann keypti mikið af útlendum nótnabók- um (sbr. skýringar hans aftan við messusöngbók hans 1861). A hinn bóginn er vitanlegt, að fjöldi söng- laga befir borizl liingað til lands, gengið frá manni til manns og tekið ýmsum breytingum. Langt fram á 19. öld var sunginn grallarasöngur í kirkjunum. — Tví- er umkominn, að deila á slíkt en- demi lilífðarlaust. Akureyri, 7. janúar 1942.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.