Tónlistin - 01.03.1942, Page 12

Tónlistin - 01.03.1942, Page 12
24 TÓNLISTIN verður nokkurt lilé á afskiptum lians af tónlistinni, og óraði liann þá eklci fyrir því, að hann ætti eftir að vinna henni það gagn, sem raun hefir orðið á. Ytri atvik munu hafa átt sinn þátt i þvi, að hann fer aftur að sinna tón- listarstörfum sínum. Árið 1911 fer Eggerl Stefánsson söngvari, hróðir Sigvalda, utan til söngnáms. Höfðu þcir bræður allir jafnan iðkað söng á heimilinu og stemmt raddir sinar saman, svo að unun var á að hlýða. Og einmitt þessi lállausa heimilstón- list átli eftir að breiða um sig og marka vísi að nýjum þælti í þró- unarsögu íslendinga. — Þegar Sig- valdi fer utan til náms i læknisfræði, gefst lionum að sjálfsögðu kostur á að kynnast ýmsum meiri háttar verk- um tónlistarinnar, án þess að þau hefðu þó gagnger áhrif á þroskaferil Iians frá æskuáriinum í Reykjavík. Braut hans virðist liggja bein og ó- slitin frá því fyrsta, og lög þau, sem lil urðu á skólaárunum í Reykjavik, koma sum seinna fram á sjónarsvið- ið eftir margra ára legu í kistuhand- raðanum, ýmist rétt og slétt, eins og þau höfðu alltaf verið, eða endur- prýdd nýjuin skrúða. Þegar Sigvaldi kemur heim sem fullnuma læknir, fær hann veitingu fyrir læknisumdæmi Nauteyrarhér- aðs og silur þar i 11 ár. Hann hafði lcynnzt konu sinni, Ivaren Margrethe Mengel Thomsen, sem er dönsk að ætt, á námsárum sínum í Danmörku. Giftust þau 1909, og fluttist hún nú með manni sínum vestur að ísafjarð- ardjúpi. Þetla fyrsta erfiða ferðalag var henni, eins og æ síðar, ljúft að leggja á sig til að gela fylgt Sigvalda, og hefir hún ætíð verið honum styrlc sloð i margþættu starfi lians og skilið hann manna hezt. Er Sigvaldi hafði gegnt héraðs- læknisembættinu veslra um 10 ára skeið, færðu nokkrir vinir hans hon- um vandaðan konsertflygil að gjöf. Dvöl hans við ísafjarðardjúp verður lionum því alltaf minnisstæð og kær, af mörgum ástæðum. Heimili hans í Ármúla við Kaldalón lá í tignarlegu umhverfi; hrikalegur fjallgarðurinn og himinblátt hafið héldust í hendur og slógu Iiring um heimkynni hans, og ættarnafn hans, Kaldalóns, er tengt þessum slað. Hér skópust mörg af heztu lögum hans á frjóasta límabili ævi hans. Fyrsta lagið, sem Sigvaldi fullsamdi, var „Við sundið“, við texta eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti — „Ég sit í kvöld og sat í gær við sundið fram á nætur“. Var liann að koma heim úr læknisferð um hásumar, er honum datt lag þetta í hug. Báturinn vaggaðisl léltilega í hægri undiröldunni við geisla upp- rennandi sólar, og háttbundin hreyf- ing lians rann saman við vm vélar- iimar; á báðar hendur risu fjöllin himinliá og spegluðust í krystaltær- um haffletinum, og allt í ki;ing rikti þögnin ein. Augnablikum sem þess- um verður aldrei með orðum lýst, svo óumræðilega eftirminnileg og tilkomumikil eru þau; um leið og áhrifin vakna, læsa þau sig um liverja laug og opna hugann fyrir hinu skynjaða fyrirhæri; næmleikinn þús- undfaldast og tekur jafnvel á móti hinu litihnótlegasta smáatriði sem yfirnátlúrieg'ri opinberun. Á slíkum stundum hirtist dýrð og fegurð

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.