Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 24

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 24
TÓNLISTIN 36 er hin kanóniska raddfærsla siSasta kafl- ans einskonar formbætandi friiSþæging- arvottur fyrir formgalla þá, senr á und- an eru geugnir. — Ööru máli gegnir uni Kreutzer-sónötuna. Hin markvissu, fórmþrungnu vinnubrögö höfundarins greypa verkiS í óhagganlegt mót óhjá- kvæmileikans, — hver liöur, hver takt- ur, hver einasti tónn er aSeins ofurlítill þáttur í einni samfelldri örlagakeöju. Þeir félagar léku verk þessi með list- rænni kostgæfni og vandvirknislegum samleik, sem miöaSist viS einstök atriöi frekar en heildræna rás; stakræn túlkun lánast jafnaöarlega bezt í skannnþættum viöfangsefnum, sem hreyfast ekki á víö- feSmum atvikaferli; þar á umhyggju- samleg myndun hins einstaka tóns full- an rétt á sér, án þess þó aö hún hefti um of flug tónsetninganna. í stærri formum veröur hætt við, aö of mikil alúð viö tónmyndunina eina saman skeröi áhrif hinnar háu framvindu. Kemur þetta ekki livaö sízt fram á fiölunni, sem er ein- hver viökvæmasti, tónræni tjáningarmiö- i 11 allra hljóðfæra. Karlakórinn „Fóstbræður" er nú einn af elztu karlakórum landsins. í nóvem- ber gat þetta söngfélag litið yfir 25 ára starfstímabil, og var þaS gert meö sér- stökum hátíSahljómleikum. Efnisskráin hófst á átta íslenzkum þjóölögum, sem Emil Thoroddsen hefir skeytt saman meö smekkvíslegum millispilum og styöjandi undirleik. Leyfuin vér oss að óska kórn- um hjartanlega til hamingju meö þessa fágætu og þjóðræknislegu afmælisgjöf. Var þessi inngangur samsöngsins injög ákjósanlegur, og gaf hann afmælis- skemmtuninni þjóðlegan og virðulegan svip. Eiga söngstjóri og höfundur sér- stakar þakkir skiliö fyrir ræktarsemi sina við þessa dýrindis gimsteina ís- lenzkrar þjóSfylgju. Hin lögin voru öll erlend og misjöfn aö gæöum. Bezt voru „Ett bondbröllopp" eftir Södermann og „Slaa ring om Norig" eftir Haarklou. Einsöngvarar voru Einar B. Sigurösson, Sveinn Þorkelsson og Garöar Þorsteins- son. — Jón Halldórsson er nákvæmur stjórnandi og vandvirkur, sem sundur- liöar raddir kórsins vel, eins og heyra máfti í norska þjóðdansinum „Ólafur reiö með björgum fram“. Aö öllu sam- anlögðu var þetta ánægjuleg söng- skenuntun, sem ber vott um þjóðlegan framfarahug, og þá er vel. Dr. Urbantschitsch stjórnaöi kvöld- söng í Landakotskirkju í desember, sem síðar var endurtekinn meö nokkrum viöbæti í janúar. Aðalviðfangsefniö var 112. sálmur Hándels fyrir blandaðan kór, sópransóló og hljómsveit. Meö íá- mennu liði tókst að flytja þetta verk furöanlega vel, þegar þess er gætt, aö æíingatími fyrir slika hljómleika er af mjög skornum skammti. Davina Sigurðs- son söng hlutverk sitt meö kunnáttu og leikni, sem sjaldgæft er að heyra i is- lenzkum kvensöng. Aðrir einsöngvarar voru Kjartan Sigurjónsson og Björg Guðnadóttir, sem sungu aríur eftir Bach. Þórir Jónsson og Þorvaldur Steingríms- son léku tvíleik (miökaflann) í konsert Bachs fyrir tvær fiölur og fórst það vel. Dr. Urbantschitsch stjórnaöi uppfærsl- unni af alúö og kostgæfni, þótt ekki væri hann þess um kominn að hylja smáinis- fellur, sem ekki er tiltökumál þótt komi í ljós lijá svo fámennum og þó sundur- leitum hóp. Hljómsveit Reykjavíkur hefir veriö heldur kyrrlát það sem af er þessum vetri, og er það skaði fyrir tónlistarlíf bæjarins, þvi aö góö „orkestermúsik" er einhver sú hollasta, sem um getur. Góð hljómsveit er hinn fullkomnasti tjáning- armiðill á sviði tónlistar, máttríkur og áhrifadjúpur i senn. — Það er tæplega hægt að gera þær kröfur til Hljómsveit- ar Reykjavíkur, að hún vinni mikið menningarstarf við þau skilyröi, sem þar ríkja; til þess starfar hún á alltof van- traustum grundvelli. En í þau fáu skipti, er til hennar heyrist, má þó finna það, aö viðleitnin hnígur.í rétta átt, þótt hvorki sé hljómsveitin enn fullskipuð né full- mótuö. Til minningar um 150. dánardæg- ur þýzka tónskáldsins W. A. Mozarts hélt Tónlistarfélagið hljómleika fyrir

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.