Tónlistin - 01.03.1942, Page 10

Tónlistin - 01.03.1942, Page 10
22 TÓNLISTIN Hallgrímur Helgason: Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld. Það er tæplega ofsagt, að hver ein- asti Islendingur, sem kominn er til vits og ára, hafi hevrt Sigvalda Kalda- lóns gelið. Menn þekkja hann sem tónskáld fyrst og fremst. Hinir eru miklu færri, sem vita, að hann hefir verið starfandi héraðslæknir um 25 ára slceið og er enn. En hér verður minnzt tónskáldsins, listamannsins, en læknirinn, embættismaðurinn, lát- inn tiggja i láginni, þótt margt sé sameiginlegt með listamanninum og lækninum, sem háðir vilja láta gott eitt af sér leiða, bæta og fegra heim- inn í kringum okkur og sefa þjáning- ar okkar, hvort sem þær eru andlegs eða líkamlegs eðlis. Slikir menn eru velunnarar, hvar sem þeir fara, og aufúsugestir, livar sem þeir koma. Til þeirra liggja gagnvegir. Fremst- ur í liópi þessara manna stendur Sigvaldi Kaldalóns. Sigvaldi er fæddur í Reykjavík 13. janúar 1881. Foreldrar lians voru Stefán múrari Egilsson og kona hans, Sesselja Sigvaldadóttir, sem hæði kepptust við að veila sonum sínum staðgott uppeldi, en þeir bræður voru fjórir. Móðir þeirra var ljóðelsk og fór með mikið af fallegum kvæðum fvrir drengina sína, en faðir þeirra var raddmaður góður og kunni fjölda af gömlum kvæðalögum eða stemmuin, sem sérstaklega munu liafa vakið athygli Sigvalda meðan hann var í æsku. Oft mun móðirin hafa fengið tækifæri lil að vekja harn sitt til söngrænnar meðvitundar, er hún raulaði við vöggu þess; og dreng- urinn lygndi aftur augunum og lét sem hann svæfi, þótl hann í rauninni langaði til að vaka og lilusta á rödd móður sinnar, sem loksins söng hann í svefn með þýðum lögum sínum. Lög föður hans voru hinsvegar af allt öðrum toga spunnin, þau eins og vöktu hann á morgnana, ómur þeirra var örvandi og hvetjandi, þrált fyrir lmökróttan seminginn, og' þau voru svo skemmtilega óregluleg saman- borið við vöggulögin. Ilversvegna var svo lítið sameiginlegt með lögum for-

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.