Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 8
20
TÓNLISTIN
söngur — kvintsöngurinn — var víöa
sunginn, sumstaðar jafnvel fram-
undir aldamót. Með Magnúsi Step-
hensen1) hefst nýtt tímahil í hinni
óskráðu söngsögu okkar íslendinga.
Hann var hoðberi fræðslustefnunnar,
sem Pétur Guðjolmsen síðar leiddi
til sigurs á sviði söngmála.2).
Þegar leið nokkuð fram á öldina,
tóku útlend liljóðfæri að flytjast inn
í landið og nótnabækur í sambandi
við þau, en þó mun það lengi fram-
eftir hafa verið i smáum stil. Hvenær
fíólin kom fyrst til landsins er mér
ekki ljóst, en talið er, að þau hafi
þekkst hér á dögum Horrebows (um
1750). Um og eftir miðja 19. öld
voru þau útbreidd, einkum í Evja-
firði. Um 1890 seldi Thomsens-
verzlun í Revkjavík mikið af þeim
fyrir 6—12 krónur.
Hvenær gítarinn fluttist fyrst til
landsins, er mér heldur ekki ljóst,
en eftir miðja öldina var liann orðinn
allmikið útbreiddur, einkum í hæj-
um og kauptúnum.
Með báðum þessum smáhljóðfær-
um komu kennsluhækur með nótum,
einkum með gítarnum, sem inni-
héldu, auk æfinganna, mörg fögur
og vel valin lög, sem, í það minnsta
sum, urðu svo vinsæl með þjóðinni,
að þau lifa á vörum hennar enn þann
dag i dag, þótt bæluirnar, sem þau
1) Magnús lék sjálfur á flautu, langspil
og orgel. Hann er ni. a. talinn hafa kent
Sveinbirni rektor Egilssyni söng.
2) í sambandi við grein þessa skal þess
getið, að í ráði er, að smákomi út stutt
greinargerð um nótnasöfn nokkurra is-
lenzkra tónlistarmanna frá 19. öld í riti
þessu.
voru i, séu horfnar, meira að segja
sumar svo gjörsamlega þurrkaðar út
af hirðuleysi og eyðileggingu, að
vart mun unnt að bjarga þeim liéðan
af. Það versta er þó, að margt af lög-
um, er {æssi liefti innihéldu, finnst
ekki i prentuðum bókum frá seinni
árum. Því eru lögin liorfin hér -—
dóu út með eldri kynslóðinni.
Dæmi eru til, að sum af þessum
góðu, gömlu lögum er farið að prenta
upp og kalla þau íslenzk þjóðlög, t. d.
Bára hlá, Unaður kæti, Heim er
ég kominn, Allt eins og blómstrið
eina, að ógleymdu laginu Stéið ég úti
í tunglsljósi. Það lag lærði ég í æsku
af lírukassaplötu.
í sambandi við smáhljóðfærin má
nefna liarmónikuna, sem fyrir og
um 18'90 var víða til, að heita mátti
á öðrum hverjum hæ. Með harmónik-
unni fluttust hingað nótnabækur;
náði ég á þeim tíma í eina allstóra,
4—500 bls. í 4to, gefna út í Kaup-
mannahöfn. Hún er öll með tölunót-
um og inniheldur danzlög, þjóðlög,
ættjarðarlög o. fl. o. fl. Um svipað
leyti flúttust inn í landið spiladósir
og lirukassar, sem náðu talsverðri út-
breiðslu meðal almennings, einkum í
kaupstöðum.
Árið 1840 kom fyrsta orgelið1) í
dómkirkjuna í Reykjavík og með
því Weysehandritið2), fyrsta kóral-
bók íslenzku kirkjunnar.
Hvenær fyrsta píanóið fluttist
hingað, veit ég ekki, en i æfisögu
1) Leifar þes’sa bljóðfœris eru varð-
veittar í ÞjóSminjasafninu, gefnar af Odd-
fellowum.
2) Afrit af Weysebandritinu er í Lbs.
og í eigu þess, sem þetta ritar.