Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 11
TÓNLISTIN
23
eldranna? Fyrst þegar drengurinn
komst á legg, fékk hann svarað þess-
ari sþurningu, en hann átti eftir að
gera upp við sjálfan sig, hvort liann
kysi lieldur að hverfa í blíðan faðm
móður sinnar eða semja sig að
strangari háttum föður síns.
Meðan Sigvaldi gekk í barnaskóla
var liann svo lánsamur að fá notið
handleiðslu Jónasar Helgasonar, org-
anista, i söng og söngfræði; en liann
kenndi honum að syngja eflir nótum.
Þótti drengnum mikils um vert að
geta sungið lög, sem hann sá í fyrsta
sinn, nokkurnveginn frá blaðinu, og
vár honum nú greiður gangur að
tónrænum nýjungum, sem urðu á
vegi lians. Eftir að Sigvaldi settist í
Latínuskólann jukust afskipti hans
af söng, og átlu söngkennslustund-
irnar hjá Steingrimi Jolmsen mikinn
þátt í því, en hann var þá söngkenn-
ari við Latínuskólann. Við fráfall
hans tók Brynjólfur Þorláksson að
sér söngkennsluna, stofnaði hann þá
þrefaldan karlmannakvartett, og var
Sigvaldi éhugasamur þátttakandi í
þ.essu smáa söngfélagi. Árið 1902 tók
Sigvaldi stúdentspróf og hóf að nema
læknisfræði, sem hann lauk við'1908,
en tónlistina hafði hann þó aldrei
lagl alveg á hilluna. Hann hafði tekið
tíma í organleik hjá Brynjólfi, en
enda þótt þessir tímar yrðu aldrei
margir, komu þeir að miklu gagni
og háru meiri árangur en ætla hefði
mátt eftir tölu þeirra að dæma.
Þegar Sigfús Einarsson kom lieim
frá Ivaupmannahöfn að loknu námi
þar, tókst strax mikil vinótta með
honum og Sigvalda. Voru þeir sam-
an öllum stundum og ræddu áhuga-
mál sín; mun Sigfús hafa dýpkað
skilning Sigvalda á flestu því, er að
tónlist laut og gefið lionum ýmsar
hollar leiðheiningar um raddfærslu,
enda fannst Sigvalda mikið til um
húning þann, er Sigfús klæddi ís-
lenzku þjóðlögin í. Er Sigfús tók að
æfa blandaðan kór til þess að auka
tónlistarlíf höfuðstaðarins, féklc
Iiann Sigvalda lil þess að aðstoða sig
með undirleik á harmónium ásamt
öðrum undirleikara, er lék á píanó.
Þessi hlandaði kór efndi til samsöngs
og flutti kafla úr mörgum stórverk-
um tónlistarinnar, meðal annars úr
„Sköpun“ Havdns og „Mattháus
Passion" Bachs. Þessi aukastörf Sig-
válda voru honum mjög kærkomin,
enda þótt ]jau væru tímafrek og vllu
nokkurri truflun við námið, og vildi
þá stundum koma fyrir, að tímarnir
væru ekki sóttir sem skvldi. Er ekki
að efa það, að blómlegt tónlistarlíf
hefði hér ráðið úrslitum, og því hefði
hælzt nýr liðsmaður, sem ekki hefði
hikað við að helga því alla krafta sína
óskipla. En lil slikra ákvarðana þarf
sterk persónuleg átök og ekki síður
menningarlega hvatningu, sem
þrungin er óbifanlegum sannfæring-
arþunga. Þýzka tónskáldið Max Re-
ger háði harða haráttu við sjálfan sig
áður en hann ákvað að gerast tónlist-
armaður, og það er alls ekki víst, að
hann hefði verið megnugur þess að
stíga svo örlagaríkt spor án ihlutun-
ar. Fyrst þegar hann hafði farið píla-
grímsför lil Bayreuth og kynnzt þar
einu af verkum Wagners, hafði hon-
um safnazt innri kraftur og kjarkur
til að velja ævistarf sitt.
Eftir að Sigvaldi lýkur læknisprófi,