Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 15

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 15
TÓNLISTIN Fyrsta lagið í fvrsta hefti Sigvalda er „Þú, eina hjartans jrndið mitt“, við texta eftir Guðmund Geirdal. Lag þetta er hreinrómantískt að allri gerð og ekki með öllu óskylt lagi Sigfúsar Einarssonar, „Draumaland- ið“. Einkennandi fyrir byggingu þess er sexundarstökkið strax í byrj- un á orðinu „eina“, sem er endurtek- ið hvað eftir annað og sýnir vel ein- lægni og innileik höfundarins, sem verður að fá útrás. Stígandin í mið- kafla lagsins sprettur sjálfkrafa og vindur sig áfram þrep af þrepi eftir orðunum „þinni“, „fagrar“ og nær hámarki sinu á orðin „seiða“ við uudirspil kliðmjúks hörpusláttar í uppáhaldstóntegund Sigvalda, Des- dúr. Næsta lag i-þessu liefti er „Sam- tal fuglanna“, við texta eflir Höllu Eyjólfsdóttur (en við texta eftir þessa skáldkonu hefir Sigvaldi skrifað mörg af vinsælustu lögum sinum, eins og „Svanurinn minn syngur“, „Ég lít í anda liðna tíð“, „Ég gleymi því aldrei“ o. fl.). „Samtal fuglanna“ er merkilegt lag vegna þess, að í því kemur fvrst fram sú tilhneiging liöf- undarins, sem síðar bólar oft á, að fara úr bjartri dúr-tóntegund yfir í drungalegan moll, án þess naumast að ])reyta afstöðu tónanna innbyrðis. Þetta skeður t. d. í hinu munarblíða lagi „Mamma ætlar að sofna“, við kvæði Davíðs Stefánssonar. Lagið nær hugblæ textans mætavel, það er bkt og það væri raulað undurlágt, djúpt innan úr rökkri hinna löngu vetrarkvölda, þegar skammdegis- myrkrið grúfir vfir snæviþaktri jörð- inni og kyrrðin ríkir í ahnætti sínu. Það hefst með látlausum frásögu- 27 tón en sveigist að alvöru orðanna um leið og litlu systkinin fara að hugsa um sorgir móður sinnar. Endir þess og uppbaf fallast siðan í faðma. Ilið góðkunna lag Sigvalda „Heim- ir“ stendur eitt i flokki þeirrar lag- tegundar, sem nefna mætti „Ballade“ eða söguljóð. Textinn er eftir Grím Tliomsen, sem höfundurinn Iiefir miklar mætur á, og fjallar urn Ás- laugu dóttur Sigurðar fáfnishana, sem giftist Ragnari loðbrók. Lagið byrjar á dimmum moll-hljóm, sem strax boðar eitthvað ólieillavænlegt, og fetar sig áfram eftir tónum byrj- unarhljómsins í þríundarstigi. Heim- ir befur síðan sögu sina uin leið og undirleikurinn örvast, en hættir sem snöggvast, eins og bann sé að sækja í sig veðrið: „Hún grætur harm og heiftarorð“ er framflutt af ákafa og eldmóði, og yfir því stendur „sempre crescendo et agitato“; tríóluhreyfing- in heldur áfram þangað til allar radd- irnar renna saman i kröftugan, ein- raddaðan straurn á undan niðurlag- inu og stíga að siðustu upp í eftir- minnilegri hæð, sem stendur eftir- spilinu framar. Lagið er einkar söng- legt, ])að gefur röddinni gott svigrúm til að breiða vængi sina til flugs, og það er gustur í framsetningunni. Má- ske einblínir höfundurinn þó um of á hina sönghæfu línu og skeytir minna um heildræn tengsl milli ein- söngs og undirleiks, en gerð þessa lags þolir hinsvegar nokkurt lausræði, sem mundi há öðrum, er ekki standa í jafnföstum skorðum. „Brúnaljós þín blíðu“ við kvæði Arnrúnar frá Felli og „Leiðsla“ við Frh. á bls. 31.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.