Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 9

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 9
TÓNLISTIN 21 Péturs Guðjohnsens er getið um, að hann hafi átt píanó. Thorgrímsen kom með píanó að Eyrarhakka 18471). Ida Pfeiffer (þýzk ferðakona) telur 1845 sex pianó í Reykjavik og eitt í Hafnarfirði. Um 1888 telur Ól- afur Davíðsson talsvert af pianóum í Revkjavík og, ef til vill, i einstaka kaupstað, en aðeins eitt upp til sveita. Sjálfsagt hefir flutzt hingað all- mildð af nótnabókum í sambandi við pianóin, og mun sennilega sumt af þeim hókum vera enn til í eigu bæði aslta og einstaklinga. Aðeins eina hefi ég getað eignazt; er það dönsk útgáfa frá 1850. Arið 1872 er fyrst getið um harmó- níuin; kom það í Melstaðarkirkju i Miðfirði-). Úr því fjölgar þeim ört til aldamóta og eru þá komin í flestar kirkj ur og á fjölda heimilá. I kjölfar þeirra kom allmikið af útlendum uólnahókum; algengust liygg ég, að úti í sveitum landsins hafi verið Bergreensheftin, De Tusind Hjem Sange, Belmannssöngvar og Frið- þjófssöngvar. Vitanlegt er, að tvö eintök af kóralbók Breitendichs voru send hingað, sitl handa hvorri dóm- kirkju, i Skálholti og að Hólum3). Lúðrar — liorn fluttust lil Reykjavíkur (um 1876?) fyrir til- slilli Helga Helgasonar og um 1891 úl Hafnarfjarðar; var Jón Bjarnason, I) Þetta gamla hljóðfæri er nú í eigu háls ísólfssonar. Tclur Jón Pálsson það snúðað 1842. J) Hljóðfæri Jietta var i notkun við kirkjuna fram undir 1910. 1938 voru leifar l>ess á Síðu í Víðidal. 3) Bæði þessi eintök eru cnn til í góðu ástandi; annað í Lbs. í safni Jónasar Jóns- sonar en hitt i eigu þess, sem þetta ritar. kaupmaður, formaður þessa félags- skapar. Hvernig því félagi hefir reitt af, er mér óljóst. En í Reykjavik hafa Iúðrasveitir oftast verið slarfandi síðan og eru nú koninar í ýmsa kaup- staði landsins. Þá skal að síðustu getið í fám orð- um þeirra tveggja hljóðfæra, er ýms- ir hafa talið íslenzk að uppruna, en það er langspilið og tvístrengjaða fiðlan. Hljóðfæri þessi eiga sína sögu, en hún er of löng til að rekja hana hér. Það eitt er víst, að saga þeirra beggja hefst ekki hér á landi. Þau liafa, sem mörg sönglögin, horizt hingað og varðveitzt, jiar sem önn- ur fullkomnari hljóðfæri urðu lil þess að láta þau hverfa í skuggann í ætl- landi þeirra, þótt hvorugt þeirra sé þar gleymt. Hér voru skrásettar sögur af inn- lendum og útlendum athurðum og þeim bjargað frá glötun. Hingað barsl fjöldi sönglaga, er á hverjum tíma var efst á baugi með nágrannaþjóð- unum. Þessi gömlu menningarverð- mæti hafa vegna sérstöðu sinnar varðveitzt hér um aldir og ár, eftir að þau ýmist voru liorfin eða fallin í gleymsku í heimahögum. Revnslan virðist henda í þá átt, að ísland hafi verið geymslustaður menningarverðmæta, jafnt á sviði tónlistar sem öðrum sviðum, og sér- slaða landsins sannar, að Jiað var einmitt hún, sem skapaði þjóðinni möguleika — að minnsta kosti til loka 19. aldar — til að varðveita þjóð- menningu sina og þjóðhætti.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.