Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 4

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 4
Vidtöl við foringja og nokkra Ijósalfa í Reykjavík LAUGARDAGINN seinastan í janúar átti ég leið fram hjá Hallveigarstöðum í Reykja- vík, og glennti þá upp eyrun því ég heyrði berast hljóð frá mörgum röddum, og datt mér nú allt í einu í hug að athuga þetta nánar og fór því inn. Jú, það var sem mér datt í hug, að þarna væru ljósálfar á fundi. Eg náði tali af foringjum sveitarinnar og lagði nokkrar spurningar fyrir þær: Blm.: Hvað heitið þið og hvað hafið þið verið lengi skátar? Þœr: Ég heiti Guðfinna Oskarsdóttir, og hef verið sex ár í skátahreyfingunni, og ég lieiti Iris Vilbergsdóttir og er búin að starfa í þrjú ár, og gekk ég inn í dróttskátasveitina Morgunstjörnur. Blm.: Og nú eruð þið ljósálfaforingjar ásamt því að starfa í dróttskátasveit? Þœr: Já, við erum með þessa sveit ásamt tveimur öðrum. Blm.: Hvað heitir félagið, sem þið starf- ið í, hver er félagsforingi og hvar er aðal- aðsetursstaður félagsins? Þær: Félagið lieitir ÆGISBÚAR, félags- foringi er Tómas Grétar Ólafsson, og starf- semin fer fram á tveimur stöðum, allir strákarnir og sumt af stelpunum er í Haga- skólanum, en meiri ldutinn af stelpunum eru hér. 4 — SKÁTINN Blm.: Jæja, snúum okkur nú að ljósálfa- sveitinni, hvað heitir hún og hvað eru marg- ir ljósálfar í henni? Þær: Sveitin heitir nú eins og er Hnyðr- ur, en því verður sennilega breytt og þá liaft í samræmi við nafn félagsins, um áramót voru 15—20 stúlkur í sveitinni, en nú eru að bætast við um það bil annað eins svo að í sveitinni eru nú í kringum 40 ljósálfar. Blm.: Hvernig fer ljósálfastarfið fram í sveitinni hjá ykkur? Þær: Það eru haldnir fundir vikulega á laugardögum annaðhvort inni eða úti og svo eru farnar dagsferðir, bæði upp í Lækj- arbotna og að Hafravatni, en það er ekki farið í útilegur. Blm.: Hvernig stendur á því, að ekki er farið með Ijósálfa í útilegur? Þær: Það er víst ekki leyfilegt samkv. lögum BÍS, en okkur finnst nú samt að ljós- álfar megi fara í útilegur, þ. e. a. s. ef for- eldrar leyfa. Blm.: Það væri kannski ekki úr vegi að fá að heyra hvernig einn fundur fer fram hjá ykkur inni? Þœr: Já, við setjum fundinn á þann hátt, að allir ljósálfarnir standa í hring nema þrjár, sem frammi eru, þær koma síðan með logandi kertaljós, sem þær setja í kerta- stjakann okkar og síðan fer ein með ljós-

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.