Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 10

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 10
VID VARDELDINN Leikendur: Foringinn, 6 skátar, víkingur- inn, riddarinn, indíáninn og drengurinn. Leiksviðið er við varðeldinn. Leikendur mynda hálfhring við eldinn. Helzt þurfa að vera tveir míkrofónar á sviðinu og leikend- ur ganga að þeim þegar þeir tala. Búningar í samræmi við hlutverkin. Foringinn: I hringnum við bálsins brakandi eld birtast oss verur hér í kveld, er segja frá löngu liðnum dögum er lifa í söngvum og sögum. 1. skáti: Frá Baden-Powell er hóf vort merki og hugsjón skátans í orði og verki gaf æsku um allan heim. 2. skáti: Þær segja sögur af þeim, er vísuðu B. P. til vegar og veittu honum hugmyndir þegar hann liljunni lyfti að hún. Foringinn: Margs er að minnast, og margar vörður finnast, en tíu eru hæstar, traustar, ljóma glæstar og á þær letruð lög vor öll. 3. skáti: Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak orða sinna. 4. skáti: Skáti er tryggur. 5. skáti: Skáti er hæverskur í hugsunum orðum og verkum. 6. skáti: Skáti er hlýðinn. 1. skáti: Skáti er glaðvær. 10 — SKÁTINN Tryggvi Þorsteinsson. 2. skáti: Skáti er þarfur öllum og hjálp- samur. 3. skáti: Skáti er drengilegur í allri hátt- semi. 4. skáti: Skáti er sparsamur. 5. skáti: Skáti er dýravinur. 6. skáti: Allir skátar eru góðir lagsmenn. Foringinn: Þau ungling gera að manni þótt ekki neitt þau banni, og hver einn sveinn og svanni mun sækja fram í sólarátt og setja markið hátt, ef skátalögin vísa veg. Víkingurinn (gengur inn á sviðið og heilsar virðulega): Heilir sveinar. Hér er ég. Foringinn: Velkominn andi frá voru landi. Vér bíðum og á þig hlýðum. Víkingurinn: Hörð var lundin, hraust var mundin, hjartað heitt er undir sló.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.