Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 16

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 16
Matur í álpappír Mat skal vel fram bera. Þangað til þú hefur borðað mat, sem hef- ur verið eldaður í álpappír, þá hefur þú raunverulega ekki borðað. Reyndu það næst þegar þú ferð í útilegu. Að elda mat í álpapPír er hægur vandi og þetta lieita, ljúf- fenga fæði, er ólýsanlega bragðgott. Annað gott við það er, að ekki þarf að þvo neina diska á eftir, ef borðað er beint úr pappírnum. Langflestar matartegundir getur þú vafið í pappír heima hjá þér, svo að þú lendir ekki í tímahraki. Það er hezt að hafa pappírinn tvöfaldan, svo að hann rifni ekki. Undirbúðu og lag- aðu matinn eins mikið og þú getur heima hjá þér. Fyrir það sem þú getur ekki undir- búið heima, þá skerðu mátulegt stykki af álpappír og brýtur saman lauslega, taktu ekki alla rúlluna með þér. Eldurinn er mjög þýðingarmikill í sambandi við matreiðsl- una. Allar eftirfarandi upPskriftir eiga að vera eldaðar yfir glóð. Leyfðu eldinum að brenna út svo að hann verði að glóðarfleti. Yttu glóðunum frá miðjunni og settu svo matinn sem vafinn er í álpappír í miðjuna og ýttu glóðunum aftur yfir. Fyrsta uppskriftin heitir Fyrirtaks steik. Þú tekur beinlausan kjötbita, svona 1—2 cm. á þykkt. Tkur ferkantaðan álpappír og setur smávegis smjör á miðjuna og eina teskeið af pakka-lauksúpu og 1/4 teskeið af rauðum pipar ef hægt er. Settu svo kjöt- bitann yfir þetta. Breiddu svo aðra teskeið af lauksúpu yfir og settu smávegis smjör ofan á og stráðu svo salti og piPar yfir. Helltu að lokum rjóma-sveppasúpu úr dós yfir og lokaðu álpappírnum. Brjóttu end- ana með tvöföldu broti, snúðu svo brotunum upp, til þess að vökvinn renni ekki út. Gættu þess vel, að öll fjögur hornin séu vel lokuð. Eldað í 40—50 mínútur við hægan hita.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.