Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 6

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 6
búr úr pappakassa, með gluggum á úr sello- fani og fiskarnir eru líka úr pappa. Blm.: Þetta var nú reglulega skemmtileg hugmynd, en ætlar þú ekki að vera skáti eins lengi og systir þín? Hún: Jú, kannski, ég veit það ekki. Kvaddi ég hana síðan og þakkaði fyrir. Næsta var níu ára stúlka, sem kvaðst heita Sigrún Gunnarsdóttir, og vera búin að vera tvö ár ljósálfur. Blm.: Hvað er nú það skemmtilegast, sem þú manst eftir? Hún: Það er leikur, sem við förum stund- um í og heitir, æ, nú man ég ékki livað hann heitir, en við förum í kapp yfir gólfið og göngum þá eins og köngulær. Blm.: Þetta var sniðugt, en langar þig ekki á Landsmótið í sumar? Hún: Jú, mig langar mikið, mikið. Blm.: Ætlar þú ekki að vera skáti lengi? Hún: Jú, lengi, lengi. Blm.: Eru foringjarnir ekki skemmti- legir? Hún: Jú. Blm.: Ertu ekki komin langt með verk- efnin í ljósálfabókinni? Hún: Ja, ég er að verða búin með ljós- álfaprófið. Blm.: Segðu mér nú frá einhverri ferð, sem þið hafið farið í. Hún: Já, við fórum í fyrra sumar upp í Lækjarbotna með strætó, og þegar við konr um þangað fórum við í leiki, en í drekku tímanum reyndum við að setja súkkulaði í banana og steikja síðan, en það brann nú hjá mörgum og líka mér, sagði hún hlæj- ándi. Blm.: Og hvað svo meir? Hún: A eftir fórum við svo að tína jurtii til að þurrka og pressa, en margar gleymdu nú að pressa þær, svo fórum við að borða pylsur og jafning og fórum svo heim. Sigrún hafði seinasta orðið að þessu sinni, og þgar ég var að fara heyrði ég að einhverjar stúlknanna spurðu Sigrúnu 6 — SKÁTINN hvort hún hafi ekki verið hrædd. Ég vona nú, að svo hai.fi ekki verið. Um leið og ég bi^ Hnyðrur að afsaka þetta ónæði, sem ég gerð.i þeim, vil ég þakka þeim kærlega fyrir. Óska þeim síðan öllum góðrar ferðar upp skátabrautina, svo og öðrum ljósálfum hvarvetna um land, eins vona ég, að foringjar fái kaxinski einhverj- ar nugmyndir úr þessu spjalli. XNAR. Dreyri frá liðnum tíma í fornöld á meðan íslendingar blótuðu goðin af eldmóði, bæði Óðin, Þór, Freyju og fleiri, að margar sögur spunnust um náttúruleg fyrirbæri, svo sem regnboga- þrumur og eldingar o. fl. Og þar sem for- feður okkar voru mjög hjátrúarfullir, þá voru sögur þessar oftast á þá leið, að goðin voru að refsa mönnum á þennan hátt. Regnboginn var eins og áður segir eitt af þessum fyrirbærum, sem sögur spunnust um, og hér er stutt saga um hann. Forfeður okkar kölluðu regnbogann Bifröst og áttu jötnarnir að riðjast inn Ás- garð og fara eftir brúni Bifröst eins og kall- að var og áttu að verða endalok goðanna og alls heimsins með. Ekki hafa jötnarnir komizt þessa leið, því enn er ekki kominn dómsdagur og vafalaust langt undan. En að þessi orð eru rituð, er til þess gert, að ein- hverjir hugvitsamir skátaforingjar færi sér það í nyt á Landsmótinu að Regnboginn (rammi mótsins) var kallaður Bifröst. Xnar. Maggi: Hvar sefur 3ja tonna gorilluapi? Jón: Ég veit það ekki. Maggi: Hvar sem hann vill.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.