Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 8

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 8
22. febrúar Þann 22. febrúar 1857 fæddist lítill snáði í London í Englandi. Hann missti snemma föður sinn og ólst upp hjá móður sinni og 4 bræðrum. Hann gekk í enskan heimavistarskóla og síðan í herskóla. Gerð- ist síðan hermaður í brezka hernum og dvaldi þá tíðum í fjarlægum löndum brezka heimsveldisins, sérstaklega í Indlandi og ýmsum löndum Afríku. Þegar maður þessi er orðinn fimmtugur að aldri er hann einn af þekktustu og dáðustu herforingjum Breta, einkum fyrir frammistöðu sína í Búastríðinu svonefnda. Þegar svo er komið verða óvænt og sérkennileg þáttaskil í lífi þessa manns. Hann skrifar nú bók með leið- beiningum fyrir þjálfun hernjósnara (scouts), en á því sviði var hann sérfræð- ingur. En nú vill svo til að það verða fleiri til eti hermenn að veita þessari bók athygii. Fjöldi ungra stráka í Bretlandi fóru að reyna að rekja þær slóðir, sem sagt var frá í bókinni. Og þær tilraunir drengjanna urðu til þess að breyta lífsslóð þessa manns þannig að nú fór hann að leggja slóðir fyrir unga drengi og varð það smám saman lil þess að upp úr þessu starfi lians myndaðist vinsæl æskulýðshreyfing, sem varð mjög víðtæk og náði fljótlega fótfestu í mörgum löndum um allan heim. Nafn þessa manns var Robert Baden Powell. Þann 22. febrúar 1889 fæddist lílil stúlka í Deerbyshire í Englandi. Hún liafði reyndar átt að verða drengur og heita í höf- uðið á Ólafi Noregskonungi. En stúlkan var 8 — SKÁTINN r Ingólfur Ármannsson, félagsforingi. Sir Baden Powell. Lady Baden Powell. L

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.