Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 15

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 15
mínu að nýju, þá myndi ég vilja vera innan um fólk, sem hefði eitthvert takmark, ástundaði vingjarnlega samhúð og með hverju, væri hægt að vinna að góðum áhuga- málum, — ég myndi hafna í skátahreyfing- unni að nýju. Því að það sem gefur lífinu gildi, er viðkynning við fólk, sem maður skilur og sem skilur mann. Andstðan við þetta er einmanaleikinn, sem áhyggilega marga þjáir nú til dags. Eg mun ábyggilega verða eins önnum kafinn eins og í fyrra lífi — þar er andstaðan leiðindin og það er einnig kvilli sem er alltof algengur.“ Skyldi ekki felast mikill sannleikur i orðum þessa aldna heiðursmanns. Með auknum þægindum nútímans aukast frítím- arnir og gera marga að hlutlausum áliorf- endum að lífinu og þá er einmanaleikinn og leiðindin þeir kvillar, sem fleirum verða að fótakefli en annríkið. Farsælastir eru áreiðanlega þeir, sem eru starfssamir og lifa lífi sínu í sátt og sam- lyndi við aðra. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað það er sem maður hefir áhuga á, — aðalatriðið er að maður hafi áliuga á því að vera með —- langi til þess að lifa. Tekið saman af Dúa Björnssyni. Skíði og* wetrarferðir Skátastarfið var eins og við öll vitum, skipulagt sem útistarf, enda þótt stefna vorra tíma hafi mótað alltof marga „stofu- skáta“. Það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt, að þessu verði breytt og það sem fyrst. Dróttskátar hér í bæ hafa margir sýnt dugnað og atorku. Þeir geta þó ekki hælt sér af því að eiga þann ferðaútbúnað, sem nauðsynlegur er í vetrarferðum og margir vita varla hvað vetrarútbúnaður er. Um síðustu áramót var farin ferð á veg- um dróttskáta í miðstöð vetraríþróttanna hér „Skíðahótelið í Hlíðarfjalli“. Ekki virt- ust menn hafa skihiing á að nota sér það tækifæri til frama. Einu áhöldin, sem með voru og höfðu þann eiginleika að fljóta of- an á snjónum voru snjóþotur. Hvernig eru þá þessi áhöld, sem nú virð- ast alveg gleymd og hvaða drauga er verið að vekja upp? Veit ekki maðurinn, að það er kalt og erfitt að ferðast úti á veturna? Þau áhöld, sem einna helzt kemur til greina að nota eru SKIÐI. Ef enginn kann- ast við orðið, þá merkir það: klofinn viður, sveigður upP í annan endann. Reyndar eiga margir eftirlíkingu af skíð- um. Á ég þar við alls konar plast-, ál- eða stál-skíði. Skíði, sem hægt er að nota til göngu jafnt upp í mót, sem niður á við og aðlaga mismunandi færi með smurningu, eiga fáir skátar. Kröfur sem við gerum til slíkra skíða eru þessar: létt, með skörpum köntum, góðum beygjum og spennu, liprum bindingum, sem hægt er að losa í hælinn, þannig að gangur- inn verði eðlilegur. Skíðastafirnir þurfa að vera vel stórir þannig að ganga megi með beint bak. Smurning skíðanna fer eftir ýmsu, en Ijyggist á því að minnka viðnám þeirra við snjóinn. Ef blanda á saman áburðum, þá er sá harðasti borinn á fyrst. Ef þú, sem þetta lest, eða þín sveit, fengj- uð áhuga á að reyna þessi áhöld (skíðin) og nota þau í þeim tilgangi að létta ykkur vetrarútistarfið, þá óska ég ykkur góðrar ferðar. Varðandi spurninguna um kuldann í vetrarferðum minni ég á að: „Fjör kenn oss eldurinn, frostið oss herðir.“ Hallgrímur Indriðason. SKÁTINN — 15

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.