Skátinn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skátinn - 01.02.1970, Qupperneq 18

Skátinn - 01.02.1970, Qupperneq 18
POP-síðan Ég var á förnum vegi og mætti Helga Hannesar gítarleikara í Skapta og tók hann tali. Blm.: Hvað eruð þið margir í Skapta? Helgi: Við erum fimm. Blm.: Þið voruð að spila á bekkjarkvöldi fyrir fimmta bekk M. A. um daginn, var það ekki í fyrsta skiptið, sem þið komuð fram. Voruð þið ekki dálítið taugaóstyrkir. Helgi: Jú, en það leið hjá. Blm.: Hvernig tónlist flytjið þið aðal- lega? Helgi (hugsar sig um og svarar svo): Við flytjum ah.... sambland af kúlityggjó- músik og progessive. Blm.: En hvaða tónlist hefur þú aðallega áhuga á? Helgi: Aðallega progessive, t. d. DeeP Purple og Led Zeppelin. Blm.: Hefurðu ékki spilað á gítar í nokk- ur ár? Helgi: Jú, jú, ég man það ekki, svona í þrjú — fjögur ár. Við göngum svo inn til hans og fáum okk- ur sæti og hlustum á „A nótum æskunnar“. Blm.: Hvernig finnst þér þátturinn „A nótum æskunnar“? Helgi: Þetta er ágætis þáttur, en þau eru bara svolítið lengi að koma með lögin. Blm.: Jæja, nóg um það. Ætlið þið ekki að halda þessu áfram í vetur? Helgi: Jú, að minnsta kosti meðan skól- arnir eru, nema við verðum búnir að gefa upp öndina áður. Blm.: Svona til þess að ræða um eitthvað annað spu rði ég hann hvað honum fyndist um drykkjuskap unglinga? Helgi: Ég er persónulega á móti því. Ég álít að unglingar hafi ekki gott af því að 18 — SKÁTINN drekka sig fulla á böllum og verða viti sínu fjær. Það er líka leiðinlegt að spila á böll- um þar sem mikil ölvun er. Framhald á bls. 20. Helgi Hannesson.

x

Skátinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.