Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 5

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 5
álfaheitið, önnur með ljósálfalögin og sú þriðja með kjörorð ljósálfa, það er að sjálf- sögðu skipt um stúlkur á hverjum fundi í þetta atriði. Síðan er farið að kenna þeim söngva, leiki og verkefnin úr ljósálfabókinni, einnig er sungið og þær teikna líka oft eftir sögum, sem við segjum þeim, farið er í spurninga- keppni o. fl. Slitin fara fram á þann hátt, að við syngj- um saman Tendraðu lítið skátaljós og för- um að lokum með Faðir vor. Blm.: En hvernig með útifundi? Þœr: Það fer nú fram á ýmsan hátt, t. d. fórum við síðast niður að tjörn og gáfum öndunum brauð, síðan fórum við upp í Þjóðminjasafn og skoðuðum það og oft er svo farið í leiki á eftir á sléttri flöt. Blm.: Hvað með eitthvað nýstárlegt, sem ekki er kannski algengt meðal skáta nú í dag. Þær: (Eftir dálilta umhugsun.) Kannski þú teljir það nýstárlegt, að allir Ægisbúar ætla að fara á skauta í Skautahöllinni nú um helgina? Blm.: Jú, ég tel þetta vissulega nýtt a. m. k. fyrir þá, sem ekki hafa Skautahöll til að fara í. En hvað um Landsmótið í sumar, haldið þið að ljósálfarnir og ylfingarnir fái að fara á það eða að heimsækja það ein- hvern dag? Þær: Við vitum það nú ekki enn, en telj- um það sennilegt, þar sem að þau fengu að heimsækja Landsmótið 1966 og á Botns- dalsmótinu var leyft að ljósálfar og ylfing- ar dveldu á því móti. Blm.: Eg þakka ykkur kærlega fyrir, en hadið þið að ég mætti tala við einar tvær, þrjár stúlkur áður en ég fer? Þœr: Þakka þér sömuleiðis, og það er al- veg sjálfsagt, bíddu aðeins. Og um leið hurfu þær úr augsýn þessar blómarósir höfuðstaðarins, en ekki leið á löngu þar til birtist ein rósin enn, hún var töluvert yngri að sjá, en samt nokkuð snagg- araleg og ákveðin á svip. Blm.: Komdu nú sæl, viltu ekki segja mér hvað þú heitir og livenær þú varðst ljós- álfur? Hún: Eg heiti Ruht Melsted og er 10 ára gömul og á heima á Nesvegi 61. Blm.: Finnst þér ekki reglulega gaman að vera ljósálfur? Rulit: Jú. Blm.: Alveg viss. Ruht: Já. Blm.: Jæja, en hvað er það skennntileg- asta sem þú manst eftir? Hún: (Án þess að hika.) Það er lang skemmtilegast að fara í skrúðgönguna á Sumardaginn fyrsta. Blm.: Hvaðan gangið þið og hvert farið þið. Hún: Við förum frá Hallgrímskirkju og löbbum upp í Háskólabíó til að vera við skátaguðsþjónustu. Blm.: IJvernig gengur þér með verkefn- in í ijósálfabókinni og hvað ertu komin langt með þau? Hún: Eg veit ekki, en ég er að verða bú- in með II. stjörnu. Blm.: Þá finnst mér þú bara vera dugleg, og þakka þér nú vel fyrir. Næsta kom strax á eftir.en nokkuð hik- andi. Hún kvaðst heita Ingibjörg Öskars- dóttir og vera 10 ára, bætti síðan við: Eg er systir hennar Guðfinnu. Blm.: Jæja, Ingibjörg, er ekki gaman að vera ljósálfur? Hún: Jú, og alveg sérstaklega gaman þeg- ar við fáum að teikna. Blm.: Er þá lang skemmtilegast að teikna? Hún: Já, og líka er gaman að spurninga- keppnum. Blm.: Þú veizt, að það er Landsmót í sumar, langar þig ekki á það? Hún: Jú, mig langar á það. Blm.: Manstu ekki eftir einhverju skemmtilegu, sem þið hafið útbúið á fund- um? Hún: Jú, við erum nú að búa til fiska- SKÁTINN — 5

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.