Skátinn


Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 9

Skátinn - 01.02.1970, Blaðsíða 9
skírð Olave. Sem barn átti hún sér mörg áhugamál. Hún hafði gaman af dýrum og var mjög músíkölsk. Fjölskylda hennar skipti oft um aðsetur og í uppvextinum ferðaðist hún mikið með föður sínum. I einni slíkri ferð kynntist hún „hetjunni frá Mafeking“. í lok ferðarinnar voru Olave og skemmtilegasti maðurinn um borð (eins og hún kallaði hann) trúlofuð og giftust sama árið 1912. Þau eignuðust 3 börn: Peter, Heather og Betty. Lady B. P. tók við störfum sem alheimsforingi kvenskáta árið 1918. Asamt manni sínum heimsótti hún skáta í ótal löndum og alls staðar var að- stoðað við uppbyggingu og kvatt til dáða. Þau hjónin heimsóttu Island 1937, en eftir að Baden Powell lézt 1941 hefur Lady Baden Powell heimsótt íslenzka skáta tví- vegis. Það var 1957 og 1962. Hún hefur verið talin ein víðförlasta kona heims, enda orðin rúmlega liálf öld siðan hún hóf skáta- starf ásanit manni sínum. Hvarvetna hefur hún verið velkominn gestur, enda liafa heimsóknir hennar ævinlega haft mikil á- hrif. íslenzkir skátar senda Olave Baden Powell beztu hamingjuóskir á þessum 81. afmælisdegi hennar. , Svo skemmtilega vill til eins og áður er getið að þau hjónin eiga bæði sama afmæl- isdag, 22. febrúar, og hefur sá dagur verið haldinn bátíðlegur af flestum skátum heims um langt skeið. Siggi: Hundurinn þinn spangólaði í alla nótt. Steini: Táknar það ekki fyrirboða dauðans? Fyrir hvern ætli það sé? Siggi: Hundinum þínum, ef hann spangólar í nótt. Ef þú giftist mér ekki, þá mun ég deyja sagði ungi biðillinn. Honum til vonbrigða svaraði stúlkan neitandi og ungi biðillinn dó — 65 árum seinna. Til miiiiii* fyrir flokk§forins:jja 1. Hann vinnur að því öllum árum, að gera úr skátum sínum góða, duglega og skyldurækna skáta, og skal œtíð ganga á undan þeim með góðu eftirdæmi. 2. Hann skal veita nákvæma eftirtekt hvernig skátar hans koma fram bæði á fundum, ferðum, útilegum og utan skáta- starfs, og leiðbeina á bezta hátt. 3. Hann hvetur þá til að vinna sér til frægð- ar, með því að vinna að því, að ná góð- um prófum og vinna til afreksmerkja og viðurkenninga og leitar hann jafnan að- stoðar sveitarforingjans, og fer eftir hans ákvörðunum og leiðbeiningum. 4. Fundi og ferðir hefur hann með flokkn- um hæfilega oft, eftir nánari ráðfærslu við sveitarforingjann, og skal hann halda nákvæma bók um alla fundi og ferðir, hve marga fundi eða ferðir, hve margir mæti, og hvað unnið sé í hvert sinn. Hann leggur áherzlu á að skátarnir temji sér stundvísi, reglusemi og gætir stranglega eftir hvort þeir séu rétt búnir, hvort þeir séu hreinir, og að öll þeirra áhöld séu vel fáguð. Hann kennir þeim kurteisi í allri framkomu. 5. Hann kýs sér til aðstoðar einn úr flokkn- um, en sá verður þó að hafa lokið II. fl. prófi. 6. Hann lætur þá, sem vinna á eigin hönd að því starfi, sem þeim er falið, svo að þeir verði sJálfráðir, eftirtektarsamir og snarráðir. 7. Hann brýnir ætíð fyrir þeim, að hjálpa bágstöddum, jafnvel þó þeir lendi sjálfir í háska við það. Þessar minnisgreinar eru teknar upp úr „Skátablaðinu“, 5. árg. 1939. Þar sem við teljumþær í fullu gildi enn í dag, rúmum 30 árum síðar, þá létum við þær flakka. SKÁTINN — 9

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.