Dagsbrún

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagsbrún - 01.09.1942, Qupperneq 3

Dagsbrún - 01.09.1942, Qupperneq 3
DAGSBRÚN 1. árgangur September 1942 3. tölublað Einingarstefnuskrá „Dagsbrúncr" 1. VerkamannafélagiS Dagsbrún álítur, að það sé lífsnauSsyn fyrir verkamannastéttina, að öll verklýðsfélög Iandsins sam- einist nú þegar í einu óháðu verklýðssambandi — Alþýðu- samb. Isl. — og fái rétt til að senda fulltrúa á næsta þing þess, að þau verklýðsfélög, sem sundr- uð eru, verði tafarlaust sam- einuð og að hin sameinuðu fé- lög gangi í Alþýðusambandið og fái rétt til að senda fulltrúa á næsta þing þess, að allir meðlimir verklýðssamtak- anna séu jafn réttháir, án til- lits til afstöðu þeirra til pólit- ískra flokka, og að valið sé í trúnaðarstöður verklýðssamtak- anna, eftir hæfni meðlimanna, til að efla samtökin og veita hagsmunabaráttunni örugga og skynsamlega forystu. 2. Verkamannafélagið Dagsbrún álítur, að öll verklýðsfélög Iands- ins verði nú að taka höndum saman til þess, að fá Dómnefnd í kaup- gjaldsmálum (gerðardóminn) úr lögum numda, eigi síðar en á næsta hausti. 3. Verkamannafélagið Dagsbrún álítur, að sameinaður verkalýður íslands búi yfir ósigrandi afli, og að því afli eigi að beita til þess að koma í framkvæmd markmiði verk Iýðshreyfingarinnar: frjálsir verka- menn í frjálsu landi, þar sem at- vinnuleysi og fátækt sé ekki til. 4. Verkamannafélagið Dagsbrún skorar á öll verklýðsfélög og alla verkamenn landsins að fylkja sér fast um þessa stefnu og kjósa sem fulltrúa á næsta Alþýðusambands- þing þá eina, sem eru eindregnir fylgjendur hennar. Þannig samþykkt í trúnaðarráði Dagsbrúnar 14. júlí 1942 Dagsbrúnarfundur samþykkir Ein- ingarstefnuskrána. Fundur í Vmf. Dagsbrún, hald- inn 26. ágúst 1942, samþykkir Ein- ingarstefnuskrá þá, er stjórn og trúnaðarráð félagsins hafa samið. Um leið skorar fundurinn ein- dregið á stjórn Alþýðusambands Is- lands að veita nú þegar Vmf. Hlíf í Hafnarfirði og öðrum þeim verk- lýðsfélögum, er utan þess standa, upptöku í Alþýðusambandið, án annara skilyrða en þeirra, er lög sambandsins ákveða. Loks skorar fundurinn á stjórn Alþýðusambands íslands að beita öllum áhrifum sínum til þess að sameina hin klofnu verklýðsfélög á Akureyri og í Vestmannaeyjum fyr- ir næsta Alþýðusambandsþing. DAGSBRÚN 3

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.