Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 11
Páll Valdimarsson skrifar:
STAÐA DAGSBRÚNARINNAN
VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR
Staða Dagsbrúnar hefur lengi verið sterk. Ýmislegt
bendir þó tU að hún sé að veikjast. Það er verulegt
áhyggjuefni einmitt þegar viðfangsefni nánustu
framtlðar krefjast sterkrar Dagsbrúnar.
Dagsbrún hefur ávallt haft mjög sterka
stööu innan verkalýöshreyfingarinnar.
Þrjár ástæður hafa þar ráðið úrslitum
öðrum fremur. í fyrsta lagi er Dagsbrún
mjög fjölmennt félag, sem er byggt á
traustum grunni. í öðru lagi er félagið
mjög sterkt í þeim skilningi, að félags-
menn þess starfa í mörgum mikilvæg-
ustu og viðkvæmustu atvinnugreinum
landsmanna, þannig að verkfallsvopn
okkar er beittara en flestra annarra. í
þriðja lagi hefur Dagsbrún notið
starfskrafta sumra hæfustu forystu-
manna íslensks verkalýðs; manna, sem
hafa verið miklir áhrifamenii innan mið-
stjórnar ASÍ, þingmenn og formenn
Verkamannasambandsins.
Þessar þrjár ástæður hafa í samein-
ingu gert Dagsbrún að afli, sem við-
semjendur þess ættu réttilega að virða
og óttast. Ég hygg þó, að ýmislegt bendi
til þess að nú þegar sé farið að draga úr
þessum styrk. Dagsbrún á ekki lengur
fulltrúa á Alþingi og formaður Dags-
brúnar hefur lýst yfir, að hann muni
ekki gefa kost á sér aftur til embættis
formanns Verkamannasambandsins á
hausti komanda.
Sameiginlegir hagsmunir
Að mínu mati væri það óheillavænleg
þróun, bæði fyrir Dagsbrún og Verka-
mannasambandið, ef nýr formaður sam-
bandsins kæmi ekki úr röðum Dags-
brúnarmanna. Hér kemur margt til. í
fyrsta lagi er Dagsbrún fjölmennasta
félag sambandsins, þó það eitt gefi ekki
sjálfvirkt tilefni til formannssætis. Meira
kemur til. Dagsbrún hefur sterkustu
verkfallsstöðu allra félaga sambandsins
og samningar við félagið hafa iðulega
verið mótandi fyrir önnur félög. Þá hygg
ég, að mikilvægt í þessu sambandi sé sú
staðreynd, að Dagsbrún gæti á allra
næstu árum beitt-sér fyrir málum, sem
ekki snerta aðeins félagsmenn þess,
heldur einnig alla verkalýðshreyfinguna
og forsenda árangurs er náin og góð
samvinna Dagsbrúnar og Verkamann-
asambandsins. Hagsmunir sambandsins
og Dagsbrúnar fara því saman.
Á allra næstu árum verður Dagsbrún
að beita sér fyrir mikilvægum baráttu-
málum, sem að mörgu leyti eru af öðr-
um toga spunnin en þau, sem hingað til
hafa verið í brennidepli. Nokkur dæmi
um þetta:
Helstu framtíðarverkefni
Að fá þá staðreynd metna að verðleik-
um, að verkamannavinna nútímans er
að lang stærstum hluta orðin sérhæfð
verkamannavinna. Tækniframfarir síð-
ustu ára hafa alls ekki skilað sér til laun-
þega þrátt fyrir að starf verkamannasins
sé nú farið að krefjast bæði þekkingar
og ákveðinnar ábyrgðar, sem áður var
ekki farið fram á. Starf hafnarverka-
mannsins er t.d. mjög nærtækt dæmi.
Þessi grundvallarbreyting á eðli verka-
mannastarfsins hefur alls ekki verið
metin að verðleikum í kaupi eða öðrum
kjörum.
Að vinna markvisst að því að félags-
menn Dagsbrúnar geti lifað mannsæm-
andi lífi af dagvinnunni einni ekki síðar
en um næstu aldamót og ná þannig
sömu kjörum og starfsbræður okkar í
Evrópu náðu fyrir nokkrum áratugum.
Að vinna að sameiningu Dagsbrúnar
og verkakvennafélagsins Framsóknar,
sem hlýtur að vera sjálfsögð leiðrétting
á alvarlegri tímaskekkju, sem var verj-
anleg í upphafi þessarar aldar en alls
ekki í lok hennar. Slíkt sameinað félag
yrði án nokkurs efa sterkasta verkalýðs-
félag landsins.
Sterk Dagsbrún er forsendan
Hér hef ég aðeins nefnt þrjú atriði af
fjölmörgum, sem Dagsbrún þarf að
beita sér fyrir, bæði beint við viðsemj-
endur sína svo og innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hagsmunir félagsins og
Páll Valdimarsson er verkamaður hjá Reykj-
avíkurborg. Hann á sæti í varastjóm Dagsbrún-
ar.
Verkamannasambandsins fara hér aug-
ljóslega saman.
Sterk Dagsbrún er forsenda þess, að
íslenskir verkamenn geti lifað
mannsæmandi lífi. Að mínu mati eru
þau baráttumál, sem Dagsbrún gæti
beitt sér fyrir á allra næstu árum svo
mikilvæg, að það er nauðsynlegt að
styrkja félagið þannig að það verði jafn
áhrifamikið innan verkalýðshreyfingar-
innar og það hefur verið.
tJÖ-
VEHX1ESL4
-góð vöm gegn
veróhækkuiium
DAGSBRÚN 11