blaðið

Ulloq

blaðið - 09.05.2005, Qupperneq 2

blaðið - 09.05.2005, Qupperneq 2
mánudagur 9. maí 2005 I blaðið Blaðið komið í dreifingu í tilefni af útgáfu Blaðsins síðastliðinn föstudag mætti starfsfólk þess snemma í vinnuna um morguninn. Það kom sér fyrir við gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar og dreifði blöðum í bíla. Uppátækinu var vel tekið og hafði fólk ekkert nema gott um Blaðið að segja. í framtíðinni mun þó íslandspóstur sjá um þennan þátt. Krabbameinsfélagið skortir fé „Það mætti vera meiri innrás“, segir Guðrún Agnarsdóttir Frekara fjármagn þarf að renna til rannsóknarstofu Krabbameinsfélags- ins ef félagið á að geta haldið starfinu gangandi. Stofan hefur unnið merki- legt starf í rannsóknum á brjósta- krabbameini og látið að sér kveða á alþjóðavettvangi. Með því að taka þátt í að finna gen sem tengist ættlægu brjóstakrabba- meini hefur rannsóknarstofan sýnt að hún er að vinna brýnt starf í þágu almennings og mikilvægt er að halda fjármögnun hennar áfram. „Nýlega endurnýjaði Krabbameinsfélagið samning við Háskólann en það vant- ar enn talsvert fjármagn til þess að hægt sé að tryggja þennan mikilvæga rekstur áframsegir Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélags- ins, og bætir við að verið sé að leita að samstarfsaðilum til þess. Aðspurð hvort Guðrún hafi áhyggjur af fram- tíðinni svarar hún þv£ játandi. „Það vantar fé til þess að geta haldið þessu gangandi. Það virðast vera miklir pen- ingar í íslensku samfélagi og mikil út- rás í gangi. Það mætti kannski vera meiri innrás. Það er bæði spennandi og mikilvægt að fjárfesta í þekkingu á þessu sviði," segir hún að lokum. Samkirkjuleg bænastund fór fram í Hallgrimskirkju í gær til þess að minnast þess að 60 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Þar var fórnariamba helfararinnar minnst með því að rabbíni tónaði Kaddish, hina hebresku bæn, og beðið var fyrir friði og frelsi í heiminum. Halldór Ásgrimsson forsætisráðherra verður viðstaddur minningarathöfn striðslokanna í Moskvu í dag. www.Milljon.com Einföld netviðskipti fyrir alla. Gríðarlegir tekjumöguleikar. Skoðaðu afar góða kynning- armynd á www.Milljon.com Sáttur við siðareglur DV Róbert Marshall, formaður Blaða- mannafélags íslands, segist ánægður með nýjar siðareglur DV, sem litu í fyrsta sinn dagsins ljós í gær. Hann telur þær ekki bijóta í bága við almennar siðareglur Blaðamannafélagsins. „Ég get ekki betur séð en siðareglur Blaða- mannafélagsins nái yfir öll þau mál sem þarna eru tekin til með einum eða öðrum hætti. Ég lít ekki svo á að þetta sé í neinni andstöðu við þær,“ segir Róbert. Fullur á þinginu er almenningsmál í greininni „Einkamál" í hinum nýju siðareglum, segir að DV hyggist ekki „birta upplýsingar um persónulega einkahagi fólks á heimih þess, svo sem um viðkvæm atriði á borð við kynhegðun þess, lyfjanotkun, vímuefnanotkun og félagsleg vandamál nema heimilið lendi í útistöðu við umhverfið eða fólk". Ljóst er að hugtökin „félagsleg vandamál" og „vímuefnanotkun“ varða með einum eða öðrum hætti samfélagið og að skilgreining DV á einkamálum sé því nokkuð víðfeðm. Aðspurður sagðist Róbert þó ekki telja þetta á skjön við almenn vinnubrögð fjölmiðla. „Við metum á hveijum degi hvenær málefni varða almannahag og hvort þau eigi erindi við almenning eða ekki. Við höfum rými innan tjáningarfrelsis til að túlka það og það er því réttur DV. Öllum réttindum fylgir ábyrgð en við höfum alltaf fjallað á gagnrýninn hátt um opinberar persónur - fullur á þinginu er almenningsmál en fullur heima er einkamál," segir Róbert. Ekki stefnubreyting 16. f brúar sl. tilkynnti Jónas Kristj nsson, þáverandi leiðara- höfundur og núverandi ritstjóri DV, að hann hygðist semja siðareglur fyrir blaðið. í kjölfarið átti sér stað hörð umræða um nafna- og myndbirtingastefhu DV sem ætlar að birta nöfh og myndir fólks sem er í fréttum blaðsins „svo framarlega sem [þaðj kemst yfir þessar upplýsingar". Róbert segist telja að með hinum nýju siðareglum sé heldur um formlega staðfestingu á núverandi starfsháttum að ræða fremur en hugmyndafræðilega stefhubreytingu. „Ég les í sjálfu sér enga stefnubreytingu út úr þessu og ég veit ekki hvort að það hafi verið markmið þeirra.“ SEATING Cambridge 3ja sæta 119.900 Laugavegi 97 O Helöskfrt (3 Uéttskýjað ^ Skýjað £ Alskýjað '\ J Rlgning, lítilsháttar ” Slydda 'Í' Snjókoma * V Slydduél v Snjóél Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Oriando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow -•// / 5// cf TS /// 6°1// J-i df Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 6°\7 . m V A morgun o 6‘V 0 6° 6°

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.