blaðið - 26.05.2005, Side 12

blaðið - 26.05.2005, Side 12
fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið Barnarúm ernak@vbl.is Bamaherbergið er sú vistarvera heimilisins sem böm hafa mest um að segja. Þau eru gjarna björt og litrík, að barna smekk, og geyma ógrynni af kössum undir ýmislegt dót. Mik- ilvægasta húsgagn barnaherbergis- ins, líkt og annarra svefnherbergja, er rúmið og þykir ekki verra ef það býr yfir fleiri möguleikum en einum. f seinni tíð eru barnarúm gjarnan út- búin upphækkuð með leiksvæði und- ir svefnrými, eða geymslueiningum. Áður fyrr var vinsælt að hafa rúmin tvískipt svo draga mátti þau út og stækka eftir því sem börnin uxu og má meðal annars sjá nokkur þeirra á minjasafninu Húsinu á Eyrarbakka. Ný rúm Þessi rúm njóta nú aukinna vin- sælda, enda geta þau sparað heilmik- ið gólfpláss og hafa yfir sér róman- tískan blæ fortíðar. Nokkrar versl- anir á höfuðborgarsvæðinu hafa rúm sem þessi til sölu. Línan á Suður- landsbraut var að fá eitt slíkt, hvít- bæsað í antíkstíl. Það kostar 48.300 krónur og fylgir því dýna, 75x120. Aukalega fylgir 40 sm bútur sem má bæta við þegar barnið stækkar en rúmið má stækka allt upp í tvo metra. Hj á IKEA má einnig fá stækk- anlegt barnarúm með ögn nútíma- legri útfærslu. Vikare-rúmið er með uppbrettum gafli báðum megin en hann má leggja niður til að stækka rúmið, annars vegar í 80x130 sm og svo í lengstu stöðu 165/200 sm. Það kostar 9.900 krónur og dýnan kostar 4.900 krónur. Umhirða nuddpotta Margir telja það hápunkt sælunnar að geta teygt úr sér í heitum og freyð- andi nuddpotti í bakgarðinum en ekki jafnmargir átta sig á því að nuddpott- um fylgir viðhald og þá þarf að um- gangast af heilbrigðri skynsemi, eins og önnur heimilistæki. Blaðið spurði sérfræðinga hjá Tengi um góð ráð og þeir bentu á að það fyrsta sem færi loftkœling i Verö frá 49.900 áli vsk. ís-húsið 566 6000 úrskeiðis hjá nuddpottaeigendum væri einfaldlega að fylgjast með pott- inum. Langflestir pottar sem fara illa skemmast vegna vanrækslu. Al- gengast er að nuddpotturinn sé svo- kallaður rafmagnspottur, og þeim fylgir nokkur aukaráð. Það er gott að setja klór- eða brómín-töflur út í pottinn með reglulegu millibili til þess að halda vatninu hreinu. Einnig er nauðsynlegt að skipta vatninu út, a.m.k. á 2-3 mánaða fresti, eða eftir notkun. Ekki þykir gott að gleyma viðarvörninni, ef umgjörð pottsins er úr tré. Allt kann þetta að virðast sjálf- sagt en oft getur heilbrigð skynsemi og litlar aðgerðir, eins og að lesa leið- beiningarnar, bjargað furðumiklu. ■ H USGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrir fólk með sjálfstæðan smekk dú velur sófa dú velur stól dú velur áklæði dú velur lit dú hannar Hornsófi Áklæði frá kr 72.000 Leðurkr 134.000 Sófasett 3+1+1 Áklæði frá kr 86.000 Leður frá kr 204.000 Boröstofustólar Áklæði frá kr 7.200 Leður kr 12.500 Sessalong Áklæði frá kr 37.000 Leður kr 81.000 Sparaðu bensínið! Sameinaðu ferðir. Skipuleggðu ferðir þínar svo þú komist hjá því að keyra sömu leiðina aftur og aftur. Slakaðu á fótstigunum. Bremsaðu mjúklega og taktu rólega af stað þegar þú getur komið því við. Slepptu lausagangi. Ekki hafa bílinn í gangi þegar þú sérð fram á langa bið. Tæmdu skottið. Aukinn þungi þýðir meiri bens- íneyðslu. Aukin loftmótstaða þýðir líka aukna bensíneyðslu - geymdu því hluti inni í bílnum frekar en á toppgrindinni. minni og stærri Endurnýjun gamalla rúma Fyrir þá sem eiga slík rúm frá fyrri kynslóðum en vilja end- urnýja dýnur má benda á að Lystadún-Snæland sérsmðir hag- anlegar, stækkanlegar dýnur í bamarúm. Það þarf að sérpanta dýnurnar og kostnaður fer alveg eftir máli, en sem dæmi kostar dýna, sem er 60x120 að stærð, um það bil 5.900 krónur. Aðspurður sagðist sölumaður Lystadúns- Snæland ekki vita um aðra sem fram- leiddu svona dýnur en þær eru stækk- anlegar á tvo vegu - annaðhvort með því að festa búta á dýnurnar með frönskum rennilás eða að setja endann uppi við rúmgaflinn þann- ig að það brettist úr dýnunni þegar rúmið er stækkað. Dýnurnar eru úr mjög mjúkum svampi en hann þykir ákjósanlegur fyrir ung bök. Einnig er hægt að fá svokallaðar eggjabakka- dýnur ef þess er óskað. f Hvernig á að hreinsa fiður og dún? Mælt er með því að hreinsa dún- og fiðursængur á 2-3 ára fresti svo þær stuðli að hlýju og notalegheitum en séu ekki gróðrarstöð öndunarfæra- sjúkdóma. Þetta getur reynst snúin aðgerð vegna þess að dúnn dregur í sig ótæpilega mikið vatn þegar hann blotnar. Því verður dúnsæng mjög þung þegar hún er bleytt og dæmi eru um að sængur hafi skemmt þvottavél- ar í hreinsunum. Blaðið kannaði mál- ið og komst að því að sérverslunin Dúnn og fiður tekur að sér dúnhreins- un á afar góðum kjörum - 1.100 krón- ur fyrir sængina. Starfsmenn Dúns og fiðurs sögðu að alla jafna væri hægt að skila sænginni inn að morgni og fá hana aftur að kvöldi, og að það væri ekki líku saman að jafna þegar sængin kæmi úr hreinsun. Ástvinamissir Sófasett - sófar - hægindastólar - borðstofustólar - borðstofuborð - skápar Flestir þurfa að takast á við þá sorg sem fylgir í kjölfar ástvinamissis. Að mörgum hagkvæmnisatriðum er þó einnig að huga því andláti ástvinar fylgir ýmisleg umsýsla. Á vefsíðunni www.golskylda.is má finna ýmsar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru aðstandendum hins látna. Útfar- arþjónustur sjá um margvíslega til- högun og geta létt skipulagi af syrgj- endum. Auk upplýsinga um slíka þjónustu má finna ráðleggingar um aðra þætti, eins og dánartilkynning- ar og vottorð og fleira.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.