blaðið - 26.05.2005, Page 25

blaðið - 26.05.2005, Page 25
blaðið I fimmtudagur, 26. maí 2005 ísraelskir listamenn vilja elska araba Tveir samkynhneigðir ísraelskir listamenn hafa sett upp stefnumóta- dagskrá við araba í galleríi sínu í New York. Þeir biðja einmana arab- íska karlmenn um að senda þeim myndir af sér ásamt tölvupóstfangi. Síðan verða þeir í sambandi við arabana í gegnum póst og mála af þeim vatnslitamyndir. Myndirnar, sem listamennimir áætla að verði um 400, verða á sérstakri sýningu í galleríinu. Á sýningunni verður einnig komið íyrir rúmi íyrir þrjá. Þar munu listamennirnir Gil og Moti eiga í ástarleikjum við þann ar- aba sem fallið hefur þeim best í geð. Reyndar ekki fyrir allra augum því sérstakt tjald verður sett í kringum rúmið ásamt skilti sem á stendur „ónáðið ekki“. Þeir félagar segja að þeim sé fullkomin alvara og listasýn- ingin snúist ekki um subbulegt hóp- kynlíf heldur raunverulega ást. „Þegar við vorum skólakrakkar var okkur kennt að hata araba. Okk- ur fannst við verða að gera eitthvað sem gæti yfirstigið pólitíkina svo við ákváðmn að verða ástfangnir af ar- aba,“ segir Gil. Sýningin nefnist því ágæta nafni Sleeping With the Enemy. Síðasta sýning á Draumleik Síðustu forvöð til að sjá Draumleik, útskriftarverkefni Leiklistardeildar Listaháskóla íslands árið 2005, er fóstudagskvöldið 27. maí. Leikritið er eftir August Strindberg og er sett upp á Stóra sviði Borgarleikhússins í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. í Draumleik segir frá Agnesi, dóttur Guðs, sem ferðast til jarðarinnar til að athuga hvernig mönnunum líður. Hún tekur þátt í störfum þeirra, leikj- um og daglegu amstri, og kemst að ýmsu um þessa útvöldu dýrategund. Alls taka 16 leikarar þátt í uppfærsl- unni, níu ungir leikarar og sjö af leik- urum Borgarleikhússins. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson. Umdeildur útgáfulisti Breska Penguin-útgáfan fagnar 70 ára afmæli sínu í ár. í tilefni afmælis- ins sendir útgáfan frá sér 70 kiljur af alls kyns tagi. Þar eru bækur eftir höf- unda á borð við D.H. Lawrence, Nick Hornby, Albert Camus, P D. James, Roald Dahl, Homer, Önnu Frank, Michael Moore, George Orwell, Sig- mund Freud, John Steinbeck, P.G. Wodehouse, Virginiu Woolf og Gabrí- el Garcia Marquez, svo einhver fræg nöfn séu nefnd. Nú hafa hins vegar risið deilur um útgáfuna vegna þess að allir höfundarnir á útgáfulistanum eru hvítir, fyrir utan blökkumennina Zadie SmithogHari Kunzru. Sérstak- lega sakna menn Bandaríkjamanns- ins James Baldwin af listanum en hann var afar áhrifamikill höfundur á sínum tíma og baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna. Markaðs- stjóri Penguin-útgáfunnar svarar gagnrýninni með því að forlagið hafi ekki viljað nota kvóta af neinu tagi við valið á höfundum og hvað James Baldwin varði hafi hann aldrei verið metsöluhöfundur í Bretlandi. Er Dumbleplor.p feigur? Sjötta Harry Potter bókin kemur út í Englandi 16. júlí. Höfundurinn J.K Rowling hefur gefið í skyn að þar muni ein aðalpersónan deyja. Veð- bankar í Englandi tóku samstund- is við sér og menn kepptust við að giska á hver myndi falla í valinn að þessu sinni. Veðbanki á netinu segist nú búinn að upplýsa málið. Starfs- menn tóku eftir því að óvenju mikið Ný Harry Potter bók er á leiðinni og talið er að þar muni Dumbledore láta lífið. var um veðmál frá bænum þar sem prentsmiðjan sem prentar bókina er. Þaðan var nær undantekningalaust veðjað á að Dumbledore, skólastjóri Hogwarts-skólans, myndi deyja. Veð- bankar segja að svo virðist sem ein- hveijir hafi lesið bókina, viti leyndar- málið og ætli sér að græða á því. Af J.K. Rowling er það helst að frétta að hún mun vera að íhuga að skrifa bækur fyrir fullorðna. Hún hef- ur mikinn áhuga á sakamálasögum og vinur hennar, glæpasagnahöfund- urinn Ian Rankin, telur að þar gæti henni tekist vel upp. Hún hefur skrif- að tvær skáldsögur fyrir fullorðna en þær hafa aldrei komið út. V/SA HEILSTÆÐ LAUSN FYRIR STAFRÆNA SKEMMTUN HEIMILISINS! HORFÐU A MYNDBOND/MYNDIR/TONLISTI SJONVARPINU EÐA SKJAVARPA AN ÞESS AÐ TENGJASTTÖLVU. TENGDU STAFRÆNU MYNDAVELINA BEINTVIÐ RAPSODY HVAR SEM ER AN ÞESS AÐ TENGJASTTÖLVU! USB2 FLAKKARI! VERÐ AÐEINS: LITILOG NETT GRÆJA - TASKAOG FJARSTYRING FYLGIR MEÐ! TAKMARKAÐ MAGN! HDD FYLGIR EKKIMEÐ VijeTalk2.0 Pro README 15IN 1 QUAFE X-POINTER II (ÞRÁÐLAUST) WEBCAM KORTALESARI FYRIRLESTRARTOL VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: 9.900 kn 1.500kr. ERTOLVAN AÐ GERA ÞIG BRJALAÐA(N)? HVER ÞJONUSTAR ÞIG? KOMDU MEÐ GÖMLU VÉLINA OGVIÐ RAÐLEGGJUM ÞÉR HVAÐ GERASKAL! TASK ÞJONUSTA ER FYRIRÞIG.... - USB 2.0 interface l 1 LES: LASERBENDILL - VIRKAR SEM > 1 ALVÖRU ORKUDRYKKUR FYRIR - 1.2MEGA Pixelsupport 1 MMC, SD, SM, MD, CF, XD, MS • l MÚS/LYKLABORÐ! -TILVALIÐ í t l ALVÖRU GAMERS! - Innbyggður hljóðnemi 1 t OG MSPRO. 1 1 POWERPOINT KYNNINGAR 1 ■ -12 í KIPPU 152j8wS8r *. ?f í% Hju. IWWÍiWUI. la;=' • \ yí 1 EatntgSSSfi t? 2 2j.-‘ ]

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.