blaðið - 01.07.2005, Side 8

blaðið - 01.07.2005, Side 8
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið ísraelsher lokar landnema- byggðum á Gaza bjornbragi@vbl.is ísraelski herinn einangraði land- nemabyggðimar á Gaza-svæðinu í gær og lýsti því yfir að þær væru nú „lokað hersvæði". Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hafði lýst því yfir að átökin á Gaza-svæðinu, sem hafa átt sér stað síðustu daga, }Tðu bæld niður, sama hvað þyrfti til. Á miðvikudag bmtust út hörð átök þar sem þjóðernissinnuðum ísraelsmönnum lenti saman við bæði öryggissveitir ísraela og palestínska borgara. Talsmaður ísraelshers sagði að herinn yrði í viðbragðsstöðu á Gaza-svæðinu í kjölfar átakanna á miðvikudag en að lokunin væri tíma- bundin. sraelskir lögreglumenn bera unga stúlku frá Palm Beach hótelinu á Gaza-svæðinu í gær. Þjóðemissinnaðir gyðingar hafa síðustu daga mótmælt harðlega ákvörðun ísra- elsstjórnar þess efnis að gyðingar skuli yfirgefa Gaza-svæðið. Allt að 570 þúsund ólöglegir innflytjendur í Bretlandi bjornbragi@vbl.is Samkvæmt tölum frá innanríkisráðu- neyti Bretlands búa allt að 570.000 ólöglegir innflytjendur þar í landi. Þá er ekki meðtalið það fólk sem sótt hef- ur um landvistarleyfi eða hefur áfrýj- að því að vera meinað um slíkt leyfi. Árið 2001 var áætlað að um 430.000 ólöglegir innflytjendur byggju í Bret- landi, eða um 0,7% af íbúafjöldan- um. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins sagði að tölunum bæri þó að taka með fyrirvara, fjöldinn gæti vel verið mun lægri. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hefur ekki sjálfur viljað gefa upp hversu margir ólögleg- ir innflytjendur eru taldir búa í land- inu en síðastliðna daga hefur verið deilt um breytingar á innflytjenda- lögum. David Davis, þingmaður íhalds- manna, sagði tölur Innanríkisráðu- neytisins vera áfellisdóm yfir stefnu Verkamannaflokksins í innflytjenda- málum og sakaði Blair um að hafa afvegaleitt bresku þjóðina sér til framdráttar með því að leyna upplýs- ingum og gefa upp rangar staðreynd- ir. "SSrá"" \ W W w w w w w w f l w w ■<jr _ \ 1 Jk v#' m w \ \- ORÐLAUS KEMUR UT A LAUGARDAGINN NÝTT BROT, ALVEG SVAKALEGA DJÚSÍ... I m — \ \ o Nixon kallaði Gandhi „gamla norn“ bjornbragi@vbl.is Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallaði fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, Indiru Gandhi, „gamla norn“ samkvæmt eftirritum. Aðstoðarmaður Nixons, Henry Kissinger, var litlu skárri í um- mælum sínum og talaði um Indverja sem „óþokka" í samtali árið 1971. Eftirritin, sem koma frá forseta- skrifstofu Hvíta hússins í Washing- ton, lýsa í smáatriðum fundi Nixons og Kissingers sem átti sér stað þar stuttu eftir að Nixon fundaði með Gandhi. Indverski leiðtoginn var þá í Washington til að ræða hið eldfima ástand sem ríkti milli Indlands og Pakistans og hugsanlegt stríð sem gæti verið fram undan milli ríkjanna. Indland var þá náinn bandamaður Sovétríkjanna en Pakistan var stutt af Bandaríkjamönnum. „Við smjöðruðum algerlega fyrir gömlu norninni," sagði Nixon og tal- aði um Indveija sem útsmogið og svikult fólk. Kissinger svaraði með því að segja: „Indverjar eru óþokkar. Þeir eru frekasta fólk sem þú finnur." Stríðið milli Indlands og Pakistans braust út skömmu síðar og hafði í fór með sér að ríkið Bangladesh var myndað. Eftirritin voru birt um það leyti sem Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, og indverski kollegi hans, Pranab Mukherjee, skrifuðu undir hemaðar- sáttmála sem markaði þáttaskil og greiddi götuna fyrir sameiginlegri vopnaframleiðslu ríkjanna. Banda- ríkjamenn höfðu, síðan 1998, beitt refsiaðgerðum gegn Indverjum og neitað að eiga hernaðarleg tengsl við þá eftir að Indverjar gerðu tilraunir með kjarnorkuvopn. Auga fyrir auga í íran Dómstóll í Teheran, höfuðborg írans, hefur staðfest dóm upp á að augun verði stungin úr 28 ára manni. Mað- urinn var að vinna á ávaxtamarkaði í Teheran þegar hann lenti í deilum við annan mann. Kastaði hinn dæmdi þá rafgeymi í manninn sem hann deildi við, með þeim afleiðingum að sýra fór í andlit hans og gerði hann blindan. Þessi atburður átti sér stað fyrir 12 árum, þegar hinn dæmdi var 16 ára. Maðurinn, sem hefur verið í fangelsi síðan atburðurinn átti sér stað, hef- ur ætíð haldið því fram að um slys hafi verið að ræða - lok hafi losnað af rafgeyminum en það hafi aldrei ver- ið ætlun hans að valda svo miklum skaða. Dómur mannsins, sem hefur verið harðlega gagnrýndur af mann- réttindasamtökum, er eftir lögmáli úr sjaría-löggjöfinni, sem byggist á forskrift Kóransins. Hlaut skaðabætur fyrir kynferðislega misnotkun sem barn Hæstiréttur í Birmingham í Englandi dæmdi í gær 35 ára manni tæpar 75 milljónir íslenskra lcróna í skaðabæt- ur íyrir kynferðislega misnotkun af hálfu kaþólsks prests. Presturinn er sagður hafa misnotað manninn yfir tíu ára tímabil, frá því drengurinn var átta ára. Maðurinn hefur þjáðst af geðklofa og áfallaröskun. Prestur- inn flúði undan lögreglunni þegar ásakanir gegn honum komu fyrst upp fyrir nokkrum árum og dó svo í Ástralíu árið 1998. Talið er að dóm- urinn geti haft í fór með sér að ein- staklingar, sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi af hálfu kirkjunnar manna, muni í auknum mæli leita réttar síns. Kaþólska lcirkjan gæti því staðið frammi fyrir svimandi há- um útgjöldum í skaðabótakostnað. Unglingsstúlkur stela sem aldrei fyrr bjornbragi@vbl.is Innbyrðis samkeppni milli unglinga um að vera fyrstir til að eignast það nýjasta og flottasta þvingar þá út í þjófnað. Þetta segir félagsráðgjafinn Linda Kruger-Nielsen við danska dagblaðið Frederiksborg Amts Avis. Vilja tolla í tískunni „Þeir segjast einungis vilja falla í hópinn og vera eins og hinir. Að þeir steli vegna þess að það geri þá jafn- sérstaka og vinina og vinkonurnar,” segir Rriiger-Nielsen. „Þeir reyna að vekja sérstöðu með því að vera fyrst- ir til að eignast það nýjasta og finnst þeir óeðlilegir ef þeir tolla ekki í tísk- unni.“ Samkvæmt tölum lögreglunn- ar í Lyngby fer þjófnaður unglinga sífellt vaxandi. Þá sýna tölurnar að stúlkur undir 15 ára aldri eru í mikl- um meirihluta þeirra unglinga sem stela. Árið 2002 voru 63 unglings- stúlkur kærðar fyrir búðarþjófnað, en árið 2004 hafði þessi tala rúmlega tvöfeldast því þá voru 139 stelpur kærðar. Röng viðbrögð foreldranna Allan Nyring, aðstoðarlögreglustjóri Lyngby-lögreglunnar, segir að ung- lingsstúlkur steli í raun hverju sem er. „Það eru ekki bara þær sem eiga ekki pening sem stela,“ segir Nyring. Hemn segir að foreldrar sem þurfa að sækja börn sín, sem tekin eru fyrir þjófnað, niður á lögreglustöð sýni oft kolröng viðbrögð. „Sumir verða bara vandræðalegir og aðrir bálreiðir en stórum hluta virðist því miður vera alveg sama.“ Barnasálfræðingurinn Gideon Zlotnik segir að böm frá vel stæðum fjölskyldum séu síst sjaldnar þau sem leiðist út í þjófnað. „Samkeppnin um veraldleg gæði er mun meiri meðal þeirra unglinga sem koma frá góðum heimilum. Ef maður t.d. byggi í tjaldi hefði maður lítið til að keppast um en þeir sem búa í fínu húsi í góðu hverfi munu alltaf hafa fleiri og dýrari hluti til að keppa um.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.