blaðið - 01.07.2005, Side 10

blaðið - 01.07.2005, Side 10
föstudagur, 1. júií 2005 I blaðið erlent ís' 30 ára fangelsisdómur yfir nauðgara og morðingja staðfestur bjornbragi@vbl.is Franskir dómstólar hafa staðfest fyrri dóm yfir Spánveija sem nauðgaði og myrti síðan 13 ára breska stúlku ár- ið 1996. Hinn 55 ára Francisco Arce Montes var dæmdur í 30 ára fangelsi, en hann áfrýjaði dómnum á þeim for- sendum að hann hafi myrt stúlkuna af slysni. Stúlkan, Carohne Dickinson, var í skólaferð í Frakklandi og var stödd á farfuglaheimili fyrir ungt fólk þeg- ar flakkarinn Montes réðst á hana, nauðgaöi henni og kæfði hana síðan til dauða. Montes kvaðst aldrei hafa ætlað sér að myrða stúlkuna og bað Dickinson-flölskylduna ítrekað afsök- unar á gjörðum sínum. „Það sem ég gerði var skelfilegt. Það var hryllilegt og ég á mér engar málsbætur. Eg biðst afsökunar og ég sé eftir því sem ég gerði en það var aldrei ætlun mín að drepa dóttur ykkar.“ Eftir vikulöng réttarhöld þurfti kviðdómurinn klukkustund til að komast að niðurstöðu. John Dickin- son, faðir Carohne, sagði það hafa verið „sársaukafullt að endurupplifa atburðina" og sagðist vona að leit fjöl- skyldunnar að réttlæti fyrir Caroline væri loks lokið og hún gæti fengið að hvíla í friði. Montes vill áfrýja dómn- um á ný, þrátt fyrir að lögfræðingar hafi sagt að það geti orðið til þess að dómurinn yfir honum verði þyngdur. Francisco Montes á leið út úr réttarsal- num. 12 ára fangelsi fyrir manndráp Danskur maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að drepa vændiskonu með því að stinga hana 22 sinnum með hníf. Morðið átti sér stað 4. ágúst í fyrra. Maður- inn hafði farið niður á Vesturbrú í leit að vændiskonu. Fór hann með hina 36 ára Carinu Reimer í kjallar- ann á Frederiksberg-sjúkrahúsinu, þar sem hann vann, og endaði á því að myrða hana. Lögreglan var fljót að hafa hendur í hári morðingjans sem játaði sekt sína frá upphafi. Bar hann því við í rétti að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja þegar hann framdi verknaðinn. omsTumHusiD Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Spænska þingið lögleiðir hjónabönd samkynhneigðra Elskhugar fallast í faðma fyrir utan spænska þingiö í gær eftir að frumvarp, sem hefur í för með sér griðarlega réttindaaukningu fyrir samkynhneigða, var samþykkt. Spænska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp sem heimilar samkyn- hneigðum pörum að ganga í hjóna- band. Þá felur frumvarpið einnig í sér að samkynhneigðum hjónum verði leyft að ættleiða börn og erfa eig- ur hvort annars. Af 338 þingmönnum sem sátu kosninguna voru 187 fylgj- andi, 147 andvígir en fjórir sátu hjá. Samkynhneigðir og aðrir talsmenn réttinda þeirra fógnuðu ákaft fyrir ut- an þinghúsið og sendu þingmönnum fingurkossa. Spánn er þar með þriðja Evrópurík- ið sem lögleiðir hjónabönd samkyn- hneigðra, á eftir Belgíu og Hollandi. Þá samþykkti neðri málstofa kanad- iska þingsins á þriðjudag frumvarp um að hjónabönd samkynhneigðra verði leyfð, frumvarp sem öldunga- deildin þarf síðan að samþykkja. Tal- ið er fullvíst að það muni ganga eftir og að Kanada verði þar með fyrsta ríkið utan Evrópu til að leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra. Umdeilt frumvarp Kaþólska kirkjan á Spáni mótmælti því ákaft að frumvarpið yrði sam- þykkt og þá sagði leiðtogi eins stjórn- arandstöðuflokkanna að samþykkt- in gæti haft í fór með sér klofning í spænsku samfélagi. Jose Luis Zapat- ero, forsætisráðherra Spánar, var þó á öðru máli. „Við erum að auka ham- ingju fyrir nágranna okkar, vinnufé- laga, vini og ættingja. Þótt þetta sé ekki nema ein viðbótarmálsgrein í lagasafhið hefur þetta gríðarmikla þýðingu í lífi margra þúsunda," sagði Zapatero eftir að frumvarpið var sam- þykkt. „Við erum ekki fyrsta ríkið og ég er viss um að við erum ekki það síðasta. Á eftir okkur munu fylgja fjölmörg önnur lönd, knúin áfram af tveimur óstöðvandi öflum: Frelsi og réttlæti." NHTUZZI FUOTUST FRÁ 20.JÚNÍ TIL 10.JÚLÍ ER HAGSTÆTT AÐ MÆTA MEÐAL ÞEIRRA FYRSTU Natuzzi býður núna upp á sérstaka útsölu með allt að 30% afslætti á völdum sófum, hæginda- stólum og öðrum aukabúnaði. ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda á leðursófum. GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU - Vottaö ISO 9001-14001 Fáöu frckari upplýsingar eöa ókcypis cintak af Natuzzi baeklingnum. Hringdu gjaldfrjálst í síma 800-4477 cöa smelltu á www.natuzzi.com NHTUZZI It’s how you live Natuzzi vcrslunin: SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 Verslunin cr cinnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.