blaðið - 01.07.2005, Qupperneq 20
20 helgin
• ■ r-5
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið
Margir á faraldsfæti um helgina
Fram undan er mikil ferðahelgi
og búist er við að margir leggi
land undir fót. Island er fagurt
land og það eru því ýmsir ferða-
möguleikar í boði. Hvort heldur
sem ferðast er með húsbíl, felli-
hýsi eða tjald, þá er auðvelt að fá
gistingu víðs vegar um landið.
Akureyri
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er á
góðum stað í miðjum bænum, rétt við
Sundlaug Akureyrar. Ásgeir Hreið-
arsson er umsjónarmaður tjaldsvæð-
anna á Akureyri og hann segist eiga
von á fjölda fólks. „Það er alltaf margt
fólk þessa helgi. Tjaldsvæðið við Þór-
unnarstræti fyllist oftast og það er
reytingur á tjaldsvæðinu við Hamra."
Á svæðinu er góð aðstaða fyrir felli-
hýsi og húsbíla, auk þess sem þar er
góð snyrtiaðstaða og sturtur. Nóttin
kostar 700 krónur fyrir 14 ára og
eldri og aðgangur að rafmagni kostar
200 krónur.
Atlavík
Náttúruperlan Atlavík er vinsæl á
sumrin og búist er við ansi mörgum
þar um helgina. Þór Þorfinnsson,
skógarvörður á Austurlandi, segir að
fólk elti yfirleitt sólina. Jíf veðurspá-
in verður okkur hliðholl þá býst ég
við að hér komi þokkalegur fjöldi." I
Atlavík er salemisaðstaða með heitu
og köldu vatni og góð aðstaða er fyr-
ir fellihýsi og húsbíla. Þar er einnig
rekin bátaleiga og skipið Lagarfljóts-
ormurinn hefur þar viðkomu. Tilvalið
er að fara í gönguferðir í Atlavík og
frá tjaldsvæðinu eru margar merktar
gönguleiðir. Nóttin kostar 650 krón-
ur fyrir 12 ára og eldri.
Margmenni á Arnarstapa um helgina. Jónas guðmundsson
Alltaf margt fólk á Akureyri fyrstu helgina í júlí.
í Skaftafelli er í boði sex hektara tjaldsvæði.
Atlavík er vinsæl á sumrin.
Skaftafell
í Skaftafelli er boðið upp á gistingu á
sex hektara tjaldsvæði með hreinlæt-
isaðstöðu.
Ragnar Frank þjóðgarðsvörður
segist búast við margmenni. „Hér er
alltaf fullt. Svo er líka Humarhátíð
á Höfn þannig að ég býst við nokkuð
hundruð manns. Reyndar fer það allt
eftir veðri hvort það verða hér bara
útlendingar eða líka íslendingar." Á
tjaldsvæðinu er sérstakt svæði sem
er ætlað fyrir húsbíla og fellihýsi.
Nóttin kostar 600 krónur fyrir 16-67
ára en ókeypis er fyrir aðra.
Arnarstapi
Snæfellsnesið er lokkandi staður og
hægt er að gista á tjaldsvæðinu á Arn-
arstapa. Tryggvi Konráðsson er fram-
kvæmdastjóri Snjófells, og samkvæmt
honum er nóg um að vera á Amar-
stapa um helgina. „Samkvæmt áætl-
un verður margmenni hér um helgina.
Það verða til dæmis nokkur stór fjöl-
skyldumót. Tjaldstæðið á Arnarstapa
er með salemis og snyrtiaðstöðu.
Nóttin kostar 800 krónur fyrir 12 ára
og eldri en rafmagn er ekki í boði. ■
Hvað á að gera um helgina?
„Ég er akkúrat núna staddur með pensil í hendi og er að mála íbúðina mína,”
segir Gísli Galdur Þorgeirsson tónlistarmaður. „Ég spila á Sirkusi um helgina
en ætla einnig, ásamt nokkmm vinum mínum, að halda flóamarkað sem verð-
ur á Laugaveginum, rétt við Kjörgarð. Á sunnudaginn væri ég svo alveg til í
að sjá nýju Batman-myndina."
Hljómsveit Gísla, „Trabant", heldur i tónleikaferð til Englands á næstu
misserum og stendur undirbúningur þeirrar ferðar nú yfir.
Skemmtilegar bílferðir
I neyð
í bílnum þarf líka að vera plastpoki
undir msl, sjúkrakassi, eldhúsbréf,
snarl og vatn.
Bílaleikir
Það em til alls kyns bílaleikir. Til að
mynda getur hver manneskja í bíln-
um valið sér ákveðinn bílalit og sá
vinnur sem sér flesta bíla með þeim
lit. Einnig getur hver og einn valið
sér staf og svo reynt að finna hluti
sem byrja á þeim staf.
Það er alltaf gaman að ferðast
í bíl en einstaka sinnum getur
myndast pirringur og
þá kannski einna
helst hjá yngstu
kynslóðinni.
Ef ferðin
er vel und-
irbúin er
hægt að
koma í
veg fýrir
pirring
og ferðin
verður öll
skemmtilegri.
Stoppa reglulega
Stoppið á tveggja tíma fresti. Full-
orðnir fá tækifæri til að teygja úr sér
og krakkamir geta hlaupið um.
Skemmtilegur poki
Búið til poka sem hvert barn fær. í
pokanum gæti til dæmis verið trélit-
ir, skæri, bækur, pappír, límmiðar,
fingurbrúður og spil. Notið ímynd-
unaraflið en takið tillit til aldurs og
fæmi.
Tryllt
Þeir sem eru í bænum um helgina
geta skellt sér á listasýninginu
„Welove", sem hefst í Nýlistasafn-
inu laugardaginn 2. júlí kl. 16.00.
„Welove" er hópur erlendra og ís-
lenskra listamanna, sem kemur
saman á íslandi í nafni vinátt-
unnar til að lifa, skapa og elska.
Hópurinn hefur dvalið síðustu
viku á Seyðisfirði og mun vinna
úr því sem þau fundu þar, jafnt
sem önnur áhrifum, eins og fant-
asíu, vináttu og pallíettudrauga.
í hópnum eru bæði villtir nátt-
úmunnendur og tryllt partídýr.
Listamennirnir eru Tammo Rist,
David Schumm, Piotr Wolf, Jan
Molzberger, Lisa c.b. Lie, Voin
de Voin, Joseph Marzolla, Julie
Coutureau, Berglind Ágústsdótt-
ir og Ásgrímur Már Friðriksson.
Innan hópsins er gjömingahóp-
urinn „Dreamachine" sem mun
flytja uppákomu á opnuninni.
Sýningin stendur til 24. júlí.
Utsalan í fullum gangi!
Nýhýtavegi 12 * 200 Kópavogi
Sími 554 4433
Opnunartími
mán - föst. 10-18
laugardaga 10-16