blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 2
2 innlent fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Ekkert lát á bílainnflutningi Um 99 prósent bílalána í skilum Tæplega 600 fólksbílar voru skráðir hér á landi í síðustu viku, auk87sendi- bíla, vörubfla og hópbfla. Ekkert lát virðist því vera á bflainnflutningi til landsins um þessar mundir. Alls hafa verið fluttir til landsins um 10.300 fólksbflar á þessu ári, sem er um 35% aukning frá sama tíma í fyrra. Lang mest er flutt inn af Toyota bflum, en um 25% af öllum innfluttum bflum eru af þeirri tegund. Hyundai er með næst mesta markaðshlutdeild, eða tæp 8% og í þriðja sæti er Volkswagen með um 7,6%. Mikið að gera hjá lánadeild Glitnis Að sögn Indriða Jónssonar, ráðgjafa í bflafjármögnun hjá Glitni hefur mikið verið að gera hjá lánadeild fyrirtækis- ins að undanfómu. Hann segist ekki hafa orðið var við breytingar á lána- markaði að undanfómu, þ.e. lán em ekki að hækka né hlutfóll að breytast - eini munurinn sé að lánin séu hrein- lega fleiri nú en áður. „Það er nú sem áður upp og ofan hversu háa lánaprósentu fólk velur. Við bjóðum upp í 75% lán en það em dæmi um að við séum að lána niður í um 20% af kaupverði" segir Indriði. Hann segir ennfremur að vanskil í bflalánum séu í dag, og hafi raunar alltaf verið lítil, en um 99% lána eru í skilum. „Það virðist vera ofarlega í forgangsröð að halda bflnum í lagi en það hefur einn- ig áhrif að ef fólk reisir sér hurðarásum öxl og getur ekki borgað af láni, þá em bflar í eðli sínu hrað- seljanleg vara. Það er því ekki Mjög góð sala hefur verið á notuðum bílum að undanfömu. erfitt að selja bfla og einfaldlega borga upp lán ef menn sjá fram á einhver vandræði, ef í óefni er komið". Einnig mikið selt af notuðum bílum Mikil sala er einnig um þessar mundir á notuðum bflum. Þeir bflasalar sem Blaðið ræddi við í gær segjast vart muna eftir öðm eins og að salan í júní síðastliðnum hafi verið verulega yfir sölunni í sama mánuði í fyrra. Indriði seg- ist einnig kannast vel við þetta. „Einn bflasali sem ég talaði við segist aldrei hafa selt meira í einum mánuði. Sá sagðist hafa selt 120 bfla í júní síðastliðnum, en metið var 80 bflar áður“. Nýjar íslenskar kartöflur komnar í búðir -og farnar aftur Sælkerar landsins gátu glaðst um stvmd í gær þar sem að fyrsta sending sumarsins af nýjum íslenskum kart- öflum kom í verslanir. Þær runnu þó út úr verslununum eins og heitar lummur og seldust upp á nokkmm klukkustundum. Það kemur þó ekki að sök því von er á nýrri sendingu upp úr hádegi í dag. Þetta árið verða þau nýmæli að búið er að pakka kartöfl- unum í sérmerktar neytendaumbúðir sem innihalda um 700 grömm. Þess- ar kartöflur em sérstaklega merktar sem nýuppteknar en kartöflubænd- um hefur lengi dreymt um að koma afurð sinni í verslanir samdægurs. Ferskar á hverjum degi Bændur vona að þessi nýbreytni falli vel í kramið hjá íslendingum svo hægt verði að bjóða nýuppteknar ís- lenskar kartöflur á hveijum degi með- an uppskeran stendur sem hæst. Eðli málsins samkvæmt sé um takmarkað magn að ræða svo menn þurfi því að hafa hraðar hendur til að tryggja sér bestu soðninguna. Aron Pálmi fær hálfa milljón í afmælisgjöf viðkvæmu stigi og því sé rétt að forð- ast að gera eitthvað sem styggt getur yfirvöld Texas. Sökum þessa verður málinu fylgt eftir með „ítrekuðum og kurteisislegum bréfaskriftum" eins og sagt er í tilkynningu frá stuðnings- hópnum. Þar er áhersla lögð á að Ar- on Pálmi fái sem fyrst heimfararleyfi til íslands eftir átta ára fangelsi og bætta aðstöðu þar til að því kemur. Fjölskylda Arons Pálma tekur við gjöfinni. Lítið atvinnuleysi um þessar mundir Hætta á auk- inni verðbólgu Lítið atvinnuleysi mun að líkindum auka verðbólgu hér á landi á næst- unni. Þetta kom fram í morgunkorni íslandsbanka í gær. Þar segir að spenna á vinnumarkaði, þ.e. minna atvinnuleysi, muni að líkindum leiða til þess að laun hækki á næst- unxú sem aftur auki líkur á hækk- andi verðbólgu. Skráð atvinnuleysi í júní mældist 2,1% og hafði minnkað um 0,1% milli mánaða. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið að undanfórnu en til samanburðar var það 3,1% í júní í fyrra. Þessar tölur sýna að spenna á vinnumarkaði er að aukast. ís- landsbanki bendir á að þetta hljóti að hvetja Seðlabankann til frekari vaxtahækkunar á næstunni, en stýrivextir bankans eru nú 9,5%. Spáir íslandsbanki að stýrivextir verið væntanlega hækkaðir í 10% fyrir árslok. ■ Hækkun á gjaldskrá leigubíla Unnið að útreikningum þessa dagana Rekstrarkostnaður leigubíla hækkar um hundruð þúsunda króna á ári eft- ir að olíugjald var sett á um síðustu mánaðamót. Að sögn Daníels Björns- sonar hjá Bifreiðastjórafélaginu Frama má gera ráð fyrir að hækkun- in nemi á bilinu 120 til 440 þúsund króna á ársgrundvelli eftir stærð bfla og akstri. Þessa dagana er unnið að því að reikna kostnaðaraukann ná- kvæmlega út og verður því væntan- lega lokið á næstu dögum. í kjölfarið verður Samkeppnisstofnun send til- laga að verðhækkunum á gjaldskrá leigubíla, en samþykki stofnunarinn- ar þarf að hggja fyrir áður en slíkar breytingar taka gildi. „Það er hækkun framundan en ég veit ekki ennþá hversu mikil hún verður“ segir Daníel. Aron Pálmi Ágústsson á afmæli í dag og af þvf tilefni hefur stuðningshóp- ur hans (RJF-hópurinn) ákveðið að leggja hálfa milljón króna inn á reikn- ing í hans nafni. Er þessi stuðningur hugsaður sem eins konar námssjóð- ur fyrir Aron Pálma. Fjármagnið er ávöxtur fjáröflunar sem RJF-hópur- inn hefur staðið fyrir undanfarið og er þess vænst að þetta verði til þess að efla honum þrótt til að takast á við sínar erfiðu aðstæður í Texas meðan hann bíður lausnar. RJF fer ekki utan Ekki verður úr fyrirhugaðri Texasfór fulltrúa RJF-hópsins að svo stöddu. Telur fjölskylda Arons Pálma málið á vinkœlar Ver6 25.000 krJ /Ca ís-húsid 566 6000 OHeiískirt O Léttskýjaö ^ Skýjað | Alskýjaí -• ' Rigning, litilsháttar '// Rigning ’ ’ Súld Snjókoma * ^J Slydda ^~j Snjóél ^j Skúr Amsterdam 22 Barcelona 27 Berlin 25 Chicago 22 Frankfurt 29 Hamborg 23 Helsinki 25 Kaupmannahöfn 22 London 26 Madrid 35 Mallorka 29 Montreaf 22 New York 23 Orlando 25 Osló 22 París 27 Stokkhólmur 25 Þórshöfn 12 Vín 23 Algarve 25 Oublin 22 Glasgow 17 0 17° 13lQ V;.Sö 12°J w 16° Veðurhorfur í dag ki: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt é upplýsingum Irá Veéuretofu Islands 13"/; I morgun 12°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.