blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 12
fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu, sem veitir íbúum og fjölda annarra atvinnu. Ferðaþjónusta er í örum vexti og verslun og léttur iðnaður þrífst vel. í Grindavík er skrúðgarðurinn Sólarvé, rétt við sundlaugina, en hann er hlaðinn í fomum stíl og ber vitni um horfna menningu landsins. Strandhögg Tyrkja í Grindavík 1627 er vel þekkt meðal þjóðarinnar en áður kom þar oft til ófriðsamlegra aðgerða, t.d. þegar íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust egn Englendingum árið 1532. Svartsengi við Grindavík er mikill jarðhiti og hefur þar verið reist öflugt orkuver sem þjónar Suðumesjum og mun væntanlega þjóna fleiri byggðum í nánustu framtíð. Affallsvatn frá orkuverinu myndar Bláa Lónið, sem var nýtt til baða áður en aðstaðan var færð til nútímahorfs. VeiðivötnínágrenninueruDjúpavatn, Kleifarvatn, Hlíðarvatn og Seltjörn. Þorbjamarfell, í daglegu tali nefnt Þorbjörn. Stakt móbergsfell (243 m.y.s) fyrir norðan Grindavík. Af því er mikið útsýni yfir stóran hluta Reykjanesskaga. Norðaustan í fellinu er mikil jarðhitamyndun og norður og norðaustur af því er allvíðáttumikið jarðhitasvæði. Uppi á fellinu er gjá eða sprimga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum, sem höfðust þar við og stálu fé Grindvíkinga. Þeir vom loks unnir með prettum, að því er sagan segir. í síðari heimsstyijöldinni fórst C. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður- Atlantshafssvæðinu í flugslysi ásamt fleiri háttsettum foringjum. Þeir voru að koma frá Bandaríkjunum til lendingar á Keflavíkurflugvelli en flugvélin hefur að öllum líkindum flogið of lágt. Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring. Bláa Lónið - heilsulind Heilsulindin er vel þekkt víðsvegar um heiminn og hefur meðal annars fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims og einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims. í lóni heilsuhndarinnar eru 6 milljónir lítra af jarðsjó sem leiddur er í lögn frá uppsprettunni að lóni heilsulindarinnar. Jarðsjórinn í lóninu endumýjast á rúmum sólarhring. Auk þess að slaka á í hlýju lóninu hafa gestir aðgang að eimböðum og sauna auk þess sem þeir geta bmgðið sér undir foss og upplifað nóttúrulegt herðanudd. Spa-meðferðir og nudd sem fram fer í lóninu er einnig fáanlegt. Veitingar eru fáanlegar í kaffiteríu þar sem boðið er upp á létta hressingu og á veitingastað þar sem gestir geta notið matarins og einstaks umhverfis. Góð áhrif böðvmar í jarðsjónum við húðsjókdómnum psoriasis er þekkt. Meðferðin hefur verið veitt um árabil. í júní á þessu ári var tekin í notkun ný og glæsileg lækningalind. Auk lóns eingöngu ætlað meðferðargestum er innilaug og gisting fyrir allt að 30 gesti. Margir dvelja á Northern Light Inn, sem er hótel rétt við Blá lónið og nota heilsu- og læknalindina, fara í gönguferðir, veiða í vötnum og fara í golf en á Reykjanesi em fjórir golfvellir, einn 18 holu og þrír 9 holu. Það er því hægt að velja sér margs konar aðstæður og umhverfi í nágrenni Grindavíkur og við Bláa lónið. Gjáin í Eldborg í Eldborgargjánni stendur yfir sýning Hitaveitu Suðurnesja um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar við orkuverið í Svartsengi. Leiknir sem lærðir njóta sýningarinnar sem leiðir gesti um almenna jarðfræði jarðarinnar, jarðfræði landsins, Reykjaness og Svartsengis og skýrir tengsl skyldra fræðigreina með forrannsóknum og eftirliti á háhitasvæðum. Jarðboranir á slíkum svæðum eru einnig skýrðar og farið í gegnum framleiðsluferli rafmagns og hitaveituvatns í orkuverinu í Svartsengi. Tæknibúnaður sýningarinnar er mjög fullkominn. Unnt er að sýna margar myndir í einu og tengja þær ýmsum hljóðum samtímis. Myndir em m.a. sýndar á 42” plasmaskjám og geymdar á stafrænum MPEG mynd- og hljóðgrunnum. Allar myndir eru með víðómi. í enda Gjárinnar er stærra sýningartjald í hvelfmgu. Það er tengt kvikmyndahljóðkerfi fyrir Dolby-umhverfishljóð, sem eru geymd á stafrænum hljóðkerfum, og ljósum, sem er stýrt í samræmi við viðburðina. Ár hvert koma þúsundir gesta í Svartsengi til að kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Þarna koma ferðamenn, skólafólk, fjölskyldur og sérfræðingar á ýmsum sviðum jarðvísinda. Hitaveitunni þótti tímabært að skapa aðstöðu til gestamóttöku og veita nokkra innsýn í undur íslenskrar náttúru og aðferðirnar, sem er beitt við breytingu náttúruaflanna í birtu og yl fyrir byggðimar á Suðurnesjum. Eldborg, kynningar- og mötuneytishús Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og Gjáin, eru kjörin vettvangur fyrir þessa kynningu auk kynningar á sögu Hitaveitunnar, Bláa lónsins og samfélagsins á Suðurnesjum. Festarfjall (190m) er skammt austan Grindavíkur og rís þverhnípt úr hafi en vestan þess er Hraunsandur eða Ægissandur í lítilli vík. Fjallið er úr móbergi en í því er grágrýtis- gangur, sem það dregur nafn af. Þessi gangur var gerður að silfurfesti tröllkerlingar í fornri þjóðsögu. Margir stansa við víkina til að huga að fugli, s.s. skarfi, fyl, ritu, æðarfugli o.fl. í Grindavík er félagsheimili, sem ber nafn fjallsins, Festi. Á Selatöngum, miðleiðis milli Krýsuvíkur og Gríndavíkur, er gömul verstöð, sem ennþá sjást merki um og er þess virði að skoða. Þar var mikið útræði, sem lagðist niður um 1880. Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar en byggð lagðist af á hinu forna höfuðbóli á 20. öldinni. Þar var talsverð gróðurhúsarækt og refabú í restina. Bærinn stóð fyrrum nokkuð vestar, upp af núverandi Hælisvík. Hann tók af, þegar Ögmundarhraun rann yfir mikið af gróðurlendi jarðarinnar. Þar var samt stórbýli fram á 19. öld og heil kirkjusókn vegna fjölda hjáleigna. Kirkjan, sem stendur enn, var reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu. Á jarðhitasvæðinu var borað eftir gufu til virkjunar fyrir Hafnarfjörð, en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum enn þá. Hverasvæðið er athyglisvert Áskriftartilboð! Þú færð PowerStretch húfu eða hálskraga að verðmæti 1.990 kr. um leið og þú gerist áskrifandi að Útiveru 66 NORÐUR Skráðu þig á vefnum okkar www.utivera.is eða hringdu í síma 897 1757 W UTSALA A LINUSKAUTUM Línuskautar ABEC 5 legur SC: 27-29, 30-33, 34-36 Línuskautar ABEC7 legur St.: 37-45 Hjálmur St.: L-XL Hlífar Olnbogi, úlnliði & hné Stærðir: S-L Faxafeni 8 • 108 Rei www.skatabudin.com

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.