blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 16
16 hö fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Með hæstu einkunn í dönskum fatahönnunarskóla - Dröfn Jóhannsdóttir stendur sig vel í Kaupmannahöfn halldora@vbl.is Útrás íslendinga erlendis er ekki einungis bundin við viðskipti en margir ungir íslendingar hafa rutt sér til rúms á erlendum vettvangi, hvort sem er í leiklist, hönnun, söng eða öðru námi. Dröfn Jóhannsdóttir er ein þeirra en hún kláraði á árinu nám í þekkta einkaskólanum Margrethe- Skolen í Kaupmannahöfn, en þar hefur hún lagt stund á fatahönnun. Námið stendur einungis yfir í tvö ár og er þess mun erfiðara og hratt er hlaupið yfir sögu. Dröfn, sem er nýorðin 24 ára, stóð sig með stakri prýði í skólanum, en ásamt danskri bekkjarsystur sinni mældist hún með hæstu einkunn í lok skólans og verður það að teljast ansi gott, sér í lagi þegar tekið er mið af þyngd námsins. „Eg fékk 11 í lokaeinkunn, en það má segja að það sé hæsta einkunn sem hægt er að fá. 13 er næst fýrir ofan, en það er eiginlega aldrei gefið og oft talað um 11 fyrir besta árangurinn. Námið var líka mjög erfitt og það var mikið að gera allan tímann. Mér gekk samt mjög vel þannig að ég var auðvitað hæstánægð með þetta og er enn,“ segir Dröfn, en hún kláraði Kvennskólann í Reykjavík árið 2002 og flutti svo til Danmerkur ári seinna. Aðspurð segir hún það hafa tekið eilítið á að leggja land undir fót og bjarga sér ein í nýju umhverfi. „Þetta var jú svolítið erfitt fyrst, maður þurfti sinn tíma til þess að komast inn í málið og kerfið. En ég er auðvitað búin að læra helling af því og hef haft gott af,“ segir Dröfn, sem nú talar dönskuna reiprennandi. Mary krónprinsessa og Bene- dikta komu á lokasýninguna í lok júní var haldin sýning á prófverkefnum útskriftamemenda í Vega sýningarhöllinni í Kaupmannahöfn, en þar var margt um manninn og fjölmiðlar flykktust að í stríðum straumi til þess að sjá hönnun nemenda. Þá heiðruðu þær Mary krónprinsessa og prinsessa Benedikta, sem er systir Margrétar Danadrottningar, einnig mannskapinn með nærveru sinni, en Benedikta *var nemandi í skólanum hér á árum áður. „Þetta var voða mikið blásið upp héma úti, sérstaklega þar sem þær létu vita af komu sinni. í ijölfarið varð þetta viðameira og sýmngin hreint út sagt glæsileg, allir voða ánægðir með þetta og við auðvitað líka.“ Dröfn segir stíl sinn sportlegan og litríkan, en hún hannar allt mögulegt í þeim stíl. „Ég elska liti og nokkurs konar „street wear“. Prófverkefnið voru tvö vetreu-sett og tvö sumarsett, auk þess sem ég þurfti að gera eitt fínt dress sem mátti vera frjálst. Ég heklaði topp úr silkiböndum og gerði pils úr silkiborðum, en það féll Fyrirsæta í fatnaði sem Dröfn hefur hannað. Sumartilboð! m Vöndud rafmagnskerra Sterkbyggð og afar einföld í notkun. Þessi aðstodar þig að fara hraðar yfir og alla leid. Verð: 23.920,- Verð áður 29.900.- Hole in One GOLFVERSLUN r Qpnunartími: Mán - fös .10 - (9 Laugantaqa JO - Í6 Sunmníaga ..ia -16 í mjög góðan jarðveg og ég var alsæl með það,“ segir hún, en til liðs við sig fékk hún vinkonu sína, írisi Þöll Hauksdóttur, sem hún notaði sem fyrirsætu og Gunnlaug Sölvason, sem tók myndir fyrir hana. „Það má segja að ég hafi verið með fagfólk með mér, en íris hefur áður starfað sem fyrirsæta og Gunnlaugur er alveg rosa góður ljósmyndari. Þetta gekk því allt saman mjög vel upp.“ Langar að starfa hjá íslensku fyrirtæki „Hvað gerist í framhaldinu er ekki alveg ákveðið. ísland er reyndar farið að tosa svolítið í mig og ég væri vel til í að starfa hjá íslensku hönnunarfyrirtæki. Annars kemur Köben líka sterklega til greina. Ég er náttúrulega búin að vinna núna þannig að mikið er lagt í hverja flík og það ætti því að vera mér mjög auðvelt að fara út í fjöldaframleiðslu. Við höfum lagt mikið upp úr okkar eigin stíl á einni og einni flík, þannig að maður kann þar af leiðandi alveg að fara út í slíka framleiðslu þar sem að það er mun auðveldari saumaskapur." Dröfn er nú að vinna að viðbótum á prófverkefni sínu en í kjölfarið hyggst hún fara á stúfana og sækja um vinnu með góða umsókn í fórum sínum. „Ég ætla að gera aðeins meira úr því sem ég er með svo að þetta verði viðameira og flottara. Svo náttúrulega bara sækir maður um starf á góðum vinnustað, nú eða þá bara að ég sel þetta,“ segir Dröfn sem ætlar sér ekki strax aftur í skóla. „Ég er komin með alveg það sem þarf í fatahönnun, þetta nám dugar mér vel í allt sem máli skiptir. Svo getur auðvitað vel verið að maður sérhæfi sig einhvem tímann seinna í einhverju ákveðnu. En þetta er allavega nóg í bili.“ Útsalan í fullum gangi! Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi Súni 554 ííii

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.