blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 4
fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Ungur ökumaöur tekinn Á tvöföldum hámarkshraða innanbæjar Rúmlega tvítugur maður var mæld- ur á ofsahraða á nýjum kafla Hring- brautar í fyrrakvöld. Mældist hann á 164 kílómetra hraða en það er rúm- lega tvöfalt hraðar en leyfilegt er á þessum stað. í raun keyrði maðurinn það hratt að refsilöggjöf nær ekki yfir brot hans svo refsingin verður ákveð- in fyrir dómstólum. Búast má við því að sektin verði rúmar hundrað þús- und krónur, auk þess sem viðkom- andi var sviptur ökuleyfi á staðnum. Viðurlög verði endurskoðuð í fyrra var svokallaður ofsaakstur þriðja algengasta orsök banaslysa. Rannsóknamefnd umferðarslysa hefur beint þeirri ábendingu til sam- gönguráðuneytisins og dómsmála- ráðuneytisins að sérstök rannsókn fari fram á viðurlögum við umferð- arlagabrotum vegna ofsaaksturs á undanfómum 5 árum og spurt hvort ekki sé tilefni til endurskoðunar að þessu leyti á umferðarlögum og reglu- gerð um sektir og öðmm viðurlögum vegna brota á umferðarlögum. ■ Listahátíð í Reykjavík: Ungt ffólk hlynntara Ungu fólki líkar betur við þá hugmynd að Listahátíð í Reykjavík sé haldin árlega heldur en þeim sem eldri eru. Þá er hálaunafólk og langskólageng- ið hlynntara Listahátíðinni. Þetta kemur fram í Gallup könnun sem Listahátíð Reykjavíkur lét gera fyrir sig en í ár var hátíðin í fyrsta skipti haldin á oddaári. Greinilega má sjá að menntun skiptir máli þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt því að hátíðin sé haldin árlega. Munaði þar tæpum 15% og er háskólagengið fólk mjög hlynnt árlegri hátíð í rúmlega 42% tilfella. Þá er greinilegt samhengi milli þess að eftir því sem fólk eldist því minni áhuga hefur það á hátíð- inni. Tæp 50% aðspurðra á aldrinum 16 - 24 ára er mjög hlynnt hátíðinni meðan tæp 28% þeirra sem em á ald- ursbilinu 55 -75 ára er sama sinnis. Hreindýraveiðar hefjast á morgun Aðeins helmingur umsækjenda fær leyfi Veiðitímabil hreindýra hefst á morg- un, fimm dögum fyrr en venjulega. Fyrstu dagana er þó aðeins heim- ilt að veiða tarfa sem eru meira en tveggja vetra, en þetta fyrirkomulag stendur fram til 1. ágúst. Ennfremur er til að byrja með ekki leyfilegt að veiða tarfa sem em í fylgd með kúm og passa skal að veiðar trufli ekki kýr og kálfa fram að mánaðarmótum. Þetta árið verður leyfilegt að veiða alls 800 dýr, 392 tarfa og 408 kýr. Þetta er sami heildarfjöldi dýra og í fyrra, en samsetningin hefur breyst nokkuð, því í fyrra mátti veiða 368 tarfa á móti 432 kúm. Ekki veiði fátæka mannsins Hreindýraveiði hefur breyst mjög mikið undanfarin ár, frá því að hana stunduðu nær eingöngu bændur á austurlandi. Þeir áttu venjulega jarð- ir sem lágu að hreindýraslóðum eða þá að hreindýrin gengu hreinlega á jörðum þeirra. í dag getur hinsvegar hver sem er sótt um veiðileyfi á hrein- dýr, svo lengi sem hann er með byssuleyfí og gilt veiðikort fyrir hreindýraveið- ar. Mikil ásókn er í veiðarnar, og hefur hún sífellt verið að aukast. Þann- ig sóttu um 1600 manns um þau 800 leyfi sem út- hlutað var þetta árið, sem þýðir að annar hvor um- sækjandi hefur ver Aðeins 23 erlendir veiðimenn Ásókn erlendra veiðimanna í hrein- dýraveiði hér á landi hefur lítið breyst undanfarin ár. Á þessu ári var 23 er- lendum veiðimönnum úthlutað leyfi, en alls sóttu 30 um. Meirihluti veiði- manna er nú sem áður karlmenn, en þó slæðast alltaf nokkrar konur með. Að sögn Jóhanns G. Gunnarsson- ar, starfsmanns Hreindýraráðs leggst komandi veiðitíma- bil vel í menn eystra. „Það sem skiptir kannski mestu máli með veiðarnar er aðfágottveður og því krossa menn fingur og biðja til veðurguðanna um hagstætt veður á tímabilinu" sagði Jóhann að lokum. ■ ið í hópi hinna heppnu. Umrædd leyfi eru mjög misdýr, bæði eftir því hvort veiðimaður vill skjóta kú eða tarf - en einnig skiptir miklu máli á hvaða svæði á að skjóta dýrið. Ódýr- asta leyfi á kú, þ.e. á ódýrasta svæð- inu, kostar 35 þúsund krónur en það dýrasta 55 þúsund. Mun dýrara er að skjóta tarfa. Þar kostar ódýrasta leyf- ið 65 þúsund krónur, en það dýrasta 110 þúsund. Símasalan Almenningur ennþá inni Síminn Sex fjárfesta- hópar eru eftir í kapp- hlaupinu um Símann samkvæmt Viðskiptablaðinu í gær. Áður hafði verið sagt frá því að einkavæðinganefnd hefði hleypt tólf af þeim fjórtán aðilum eða fjár- festingahópum sem lögðu upphaflega fram óbindandi tilboð í Símann í gegn, og veitti þeim í framhaldi að- gang að ítarlegum upplýsingum um félagið. Einn af þessum hópum var fjárfestingahópur í kringum Almenn- ing, sem Agnes Bragadóttir, blaða- maður, fór fyrir. í samtali við Blaðið í gær staðfesti Agnes að sá hópur væri ennþá inni í myndinni með kaup Sím- ans. Möguleikar Almennings að aukast? Draga má þá ályktun að ef áður- nefndar upplýsingar Viðskiptablaðs- ins eru réttar þá hafi möguleikar Almennings að hreppa hnossið auk- ist verulega. Almenningur skilað á sínum tíma tilboði í 98,8% hlut ríkis- ins í Símanum, í samvinnu við Burð- arás, KEA, Ólaf Jóhann Ólafsson, Talsímafélagið ehf og Tryggingamið- stöðina. Almenningur ehf. mun eiga allt að 30% í tilboðinu og verður öll- um íslendingum gefinn kostur á að kaupa þann hlut. Samkvæmt tilboð- inu verður enginn fjárfestanna með meira en 35% hlut eftir að 30% hafa verið seld til almennings á mark- aði. ■ HEIT SUMARLESNING! Rigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur segirfrá óvæntu ferðalagi um skrýtið ísland. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda: „Frábærlega stíluð, stælalaus, selðandi, spennandi, dularfull, öðruvísi, fyndin, áhrifamikil, erótísk, falleg, ögrandi... gerir mann hamingjusaman. “ „einnathyglisverðastiíslenskihöfundursem ég heflesið lengi." (F.B. Mbl.) Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004 Tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum í febrúar2005 Sérstakt sumartilboð: 1.690 krónur Kver með 47 skáldsögulegum mataruppskriftum og einni prjónauppskrift fylgir. www.salkaforlag.is - forlag mcd sál Salka Karlmaður dæmdur í héraðsdómi Vestfjarða 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður um fertugt var í gær dæmdur til 18 mánaða fangelsisvist- ar fyrir nauðgun. Fómarlamb manns- ins var átján ára þegar brotið átti sér stað í júní í fyrra. Frá því nauðgunin átti sér stað hefur stúlkan sagt að henni finnist hún skítug og aldrei hrein, sama hversu mikið hún hafi þvegið sér. Hún hafi átt erfitt með að treysta fólki eftir atburðinn, sérstak- lega strákum. Þá hafi hún átt erfitt með svefn. Vaknaði við verknaðinn Stúlkan var ætíð samkvæm sjálfri sér fyrir dómi en hún sagðist hafa vaknað við að nauðgarinn lægi ofan á sér og hafði við hana samfarir. Hún hafi þá verið milli svefns og vöku og varla áttað sig á að þetta væri raun- verulegt. Þegar hún vaknaði var hún komin úr pilsi og nærbuxum en þegar hún sofnaði var hún fullklædd. Hinn dæmdi hafi „lokið sér af“ og hún varla vöknuð til fulls fyrr en hann hafi ver- ið kominn ofan af henni og legið við hlið hennar. Stúlkan var mjög ölvuð þegar brotið átti sér stað en við blóð- mælingu fljótlega eftir nauðgunina mældist áfengismagn 0,40 prómill. Einn skilaði séráliti Nauðgarinn neitaði sök fyrir dómi og sagði að stúlkan hafi verið vel vak- andi þegar nauðgunin átti sér stað. Framburður hans greinir þó á við framburð allra annarra sem að mál- inu koma. Þá þykir framburður stúlk- unnar trúverðugur auk þess sem hún beri augljós merki þess að hún hafi orðið fyrir áfalli. Hinn dæmdi þarf að sitja átján mánuði í fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur auk vaxta, sem og allan sakarkostnað. Einn dómari skilaði séráliti en honum þótti ekki slegið fóstu hvort vitni hefðu sagt rétt frá. Landspítali-Háskólasjúkrahús: Starfsmenn verða fyrir ofbeldi Tilkynnt var um 200 atvik í fyrra þar sem starfsmenn Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss voru þolendur ofbeldis. Langflestar tilkynningamar bárust frá geðsviði eða 187 sem jafhgildir 93%. í skýrslu starfsmannastjóra segir að á undanfómum árum hafi verið lögð áhersla á að skrá ofbeldi gegn starfsmönnum á geðsviði og út- skýri það hluta þess munar sem er á geðsviði og öðmm sviðum. Þá vekur athygli að tilkynnt var um þrjú tilvik frá skrifstofu tækni og eigna. Alls bárust 307 tilkynningar um slys eða atvik til skrifstofu starfs- mannamála spítalans í fyrra og er það fækkun um 64 frá árinu 2003. Ófaglærðir starfsmenn sem starfa í umönmm lentu oftast í slysum og öðr- um óhöppum eða 65 sinnum. Þá lentu konur mun meira í þessum atvikum en það skýrist líklegast af því að kon- ur em 79% starfsmanna spítalans. ■ OgVodafone: Verðhækkun hjá sumum Gjaldskrár- breyting var gerð á þjón- ustunni Einn sími hjá Og- vodafone. Á heimasíðu félagsins segir að hún sé gerð til þess að samræma verð vegna heimasíma en sú samræming verður til þess að mánaðargjald hækkar úr 1.200 krónum í 1.340 krónur, mín- útugjald hækkar úr 10 krónum í 13,9 krónur og upphafsgjald hvers sím- tals hækkar um 0,25 krónur í 3,75. Mínútugjald í fastlínusíma verður eftir sem áður 1,50 krónur. Ódýrara til útlanda Viðskiptavinum OgVodafone býðst hins vegar að nota nýja þjónustu sem nefnist 1010. Með henni geta þeir hringt ódýrara til útlanda með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er. Samkvæmt tilkynningu OgVodafone geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá með því að nýta sér þjónustuna. Hún gildir bæði fyrir heimasíma sem og gsm-síma í áskrift hjá félaginu en ekki fyrir Frelsi. Samtímis þessu ákvað OgVodafone að lækka verð enn frekar í tveimur flokkum. í langflestum tilfellum er um að ræða lækkun á verði símtala til landa utan Evrópu og Norður-Am- eríku en verð þangað helst óbreytt. Sú breyting gildir fyrir alla viðskipta- vini OgVodafone. SPRON býður 50% afslátt af gengismun Sökum þess að SPRON Verðbréf hafa bætt fjórum verðbréfasjóðum við þann sem þegar er boðið upp á, hefur félagið ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem kaupa í sjóðun- um 50% afslátt af gengismun til 1. september. Nýju sjóðirnir eru stuttur og langur skuldabréfasjóður, íslensk- ur hlutabréfasjóður og Alþjóðlegur hlutabréfasjóður. Koma þeir til við- bótar við Áskriftarsjóð ríkisverðbréfa sem starfræktur hefur verið í fjögur ár. HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITABORÐINU Sóltún 3 Bæjarlind 14-16 S 562 9060 S 564 6111

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.