blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 30
30 hver & h fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið LsVW/... Orðræða um aðför Nú ríkir vargöld um íslenskan viðskiptaheim um heim allan, og ekki er einungis barist með papp- ír og pennum, heldur og með and- legum vopnum - áróðri. í þessum andlega vopnaburði virðist fyrst og fremst lögð á það áhersla, að tilætlaður árangur náist í barátt- unni gegn óvinunum, en minna á hitt, með hvaða vopnum er vegið, hvort sagt er satt eða ósatt, hvort dómgreind manna er efld eða svæfð, hvort áhrifin eru til góðs eða ills - eins og Gylfi Þ. heitinn Gíslason hefði líklega orðað það. Allir muna þá herkænsku er brúkuð var Hafskipi til bana. Grimmdarlegri aðfór ríkisstjórn- arinnar lauk ekki fyr en fyrirtæk- ið lá brotið og bramlað á ónefnd- um hafsbotni. Böðullinn sökkti hinu fallega Hafskipi með manni og mús og hrækti ofan á vatns- borðið - Uss! Hafskipi var fargað fyrir hags- muni Eimskips sem er nú fátt annað en liðið lík fyrri frægðar. En hví þessi aðfór að Baugi? Hví sýnir dómsvaldið nú svo miklu miskunnarlausari klær en voru notaðar í Olíufurstamálinu? Get- ur það verið vegna þess að einn olíufurstinn var svo klókur að sænga með þáverandi dómsmála- ráðherra? - Sá fann sér trausta og blíða pólítík! í það minnsta skiptir vingott samband við rík- isstjórnina augljóslega sköpum sé verið að kæra menn fyrir spill- ingu á annað horð - en Jón Ásgeir Jóhannesson er augljóslega ekki hollt að vera í kompaníi við. Það vita allir að ríkisstjórn- in hefur haft horn í síðu Baugs- manna frá því 10-11 var keypt. Þá tilkynnti þáverandi forsæt- isráðherra að Baugurinn væri orðinn of stór fyrir sinn fingur. En Bakkavör er ekki of stór fyr- ir forsætisráðherra og greinilega eru Björgúlfsfeðgar ekki taldir til viðskiptarisa enda hafa þeir gætt sín á því að styggja ekki stjórnina - það voru jú auðvitað allir saman í soranum í Bankasölumálinu. Niðurstaðan; Vertu góðu við stjómina og hún gælir við þig á móti. Einu sinni var til orð fyrir þess lags stjórnmál: Fyrir- greiðsla. Johnny Depp þarf ekki hjónaband Johnny Depp hefur sagt frá því að hann sé að bíða eftir að kona hans til margra ára, Vanessa Paradis, muni biðja hann um að giftast sér - en hann segist bíða með hjónaband útaf einni ástæðu. Hann hefur viðurkennt að honum þætti mjög leitt ef hún yrði að gefa eftir eftimafn sitt, Paradis, færi svo að þau myndu gifta sig. “ Það væri mjög leitt að skemma síðara nafnið hennar! Það er svo fullkomið - Vanessa Paradis. Svo fallegt”, segir hann. En fyrir utan nafnamálið finnst leikaranum að þau séu alveg eins og eiginmaður og eiginkona, eftir að hafa verið saman í sjö ár og eiga sam- an tvö böm. „Það er alveg eins og við séum gift. Við eigum tvö böm saman og hún er konan í lífi mínu. En ef hún myndi segja: Hey, giftum okkur!“, myndi ég auðvitað játa því strax", segir hann. lan Mckellen aðdáandi Beckhams SU DOKU Su Doku - 9. gáta 4 9 8 2 7 2 5 7 1 6 3 8 6 7 6 3 1 1 6 2 2 5 9 8 4 9 7 1 6 5 Su Dok J - I ausn við 8. gátu Laus 5 3 1 4 9 8 2 7 6 4 7 9 1 6 2 3 5 8 2 6 8 7 5 3 4 1 9 3 "ö1 7 6 1 4 8 " 9 2 6 8 2 5 3 9 7 4 1 1 9 4 2 8 7 6 3 5 8 2 3 9 4 5 1 6 7 7 1 5 3 2 6 9 8 4 9 4 6 8 7 1 5 2 3 Lausná 9. gátu verður að finna í blaðinu á morgun. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar em upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri Lausn á 8. gátu þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju- boxinu. Ef möguleikamir em tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Sir Ian McKellen, sem að lék Gandalf í Lord of The Rings myndunum, er nýjasti aðdáandi David Beckham, en þeir hittust baksviðs á Live 8 í Lond- on. „David Beckham er fallegur mað- ur. Hann er með sætt bros. Eg talaði við hann í samkvæmi. Hann er goð hjá samkynhneigðum og ég veit að honum finnst það fínt“, segir Ian, sem er þekktur fyrir að vera opinskár með samkynhneigð sína. Heimildir herma að David hafi verið mjög upp með sér þegar Ian sagði honum hvað hann væri vinsæll, og að David sé mikill að- dáandi Lord of the Rings. Hann hafi því tekið hrósinu vel. Sir Ian birtist í þáttunum Coronation Street nýlega sem lævís svindlari - en hann hefur meðal ann- ars leikið í Shakespeare leikriti og stórmyndum eins og X Men. Michael Caine efast um Tom og Katie Stórleikarinn Michael Caine hefur opinberlega lýst yfir efasemdum um samband Tom Cruise og Katie Holm- es, og er hann ekki að tala um til- finningar þeirra í garð hvors annars, heldur að Tom sé ein- faldlega of lítill fyrir Katie. Caine lék í Batman Begins með Katie, sem er 1.75 cm há. Michael sagði að Katie væri aðeins of hávaxin fyrir Tom, sem er um 1.70 cm. Og Michael hætti ekki þar, hann fór að hrósa leikkonunni Nicole Kid- man, fyrrverandi konu Tom. „Nic- ole hefur þessa köldu ímynd en hún er stórkostleg - ég dýrka hana. Og Katie er skemmtileg Uka. Ég er alltaf að heyra að hún sé næsta frú Cruise. Hún er frekar hávaxin“. Michael, sem hefur leikið í myndum eins og Alfie og Get Carter, var samt mjög alvar- legur - og viðurkenndi að Tom hefði rosaleg áhrif á nýju unnustu sína. „En égman eftir Katie sem hljóðri lít- illi stelpu sem sagði ekki neitt, segir hann. “ „En það hefur orðið eitthver breyting þar á“. Hvað segja stjörnurnar? ©Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú ert of upptekin í vinnu þinni tii að sjá hvað er að gerast fyrir framan þig. Það er ekkert gríðarlega mikilvægt en samt eitthvað sem þú þarft að vita. V Stundum er auðvelt að taka vini sína sem sjálfsagðan hlut, sérstaklega ef þeir eru alltaf til staðar. Vertu viss um að þeir viti hve yndislegir þeir eru. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) S Taktu þér krók til að leita uppi öðruvísi skoðun á málinu, eins fjarlægt og það virðist vera. Þú ertu opin/n fyrir nýjum hugmyndum núna og hver veit nema þú dettir í lukkupottinn. V Heilinn þinn er að þrenna yfir. Það er al- varleg sálarskoðun í gangi og þú veist að það er kominn timi á að prófa eitthvað nýtt. Það er enginn þetri kennari en reynslan sjálf. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Lífið í vinnunni er bara alltaf að verða betra og betra. Það er kominn tími til að deila því með öðrum. Þú muntfá það launað síðar. V Þú vilt að allir séu sáttir og öllum komi vel saman. Ekkert að því. En örlitlir árekstrar þurfa ekki að vera svo slæmir. OHrútur (21. mars-19. apríl) S Notaðu brosið og þú færð það sem þú leit- ar að. Hvort sem það er homskrifstofa eða nýtt verkefni. Þokki greiðir leiðina. V Vertu viss um að þú takir tillit til ástvinar þíns og tilfinninga hans í dag. Það er auðvelt að hugsa bara um sjálfan sig og sínar eigin tilfinn- ingar en í dag skaltu einbeita þér að öðrum. ©Naut (20. apríl-20. mal) S Taktu þér tíma til að sitja hljóð/ur og end- urskoða vinnuna og samband þitt við vinnufélag- ana. 1F Leti er yfirráðandi í dag. Taktu því rólega og það kemur þér á óvart hve margir vilja vera latir með þér. Tvíburar (21. maí-21. júní) S Nánir vinnufélagar og viðskiptafélagar eru þér mikilvægir í dag. Einbeittu þér að þeim og þeirra þörfum og reyndu að skilja hvað þeim gengur til. V Hræðistu því sem þú getur ekki lokið? Hik gæti komið í vecj fyrir rómantíkina sem þú bíður eftir. Slakaðu á i hræðslunni og taktu þátt í gam- aninu. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) S Það verða einhverjir árekstrar í vinnunni í dag, mestmegnis skoðanamunur. Það kemur þér ekki beint við en þú getur nýtt innsæið til að aðstoða. V Þig vantar nýtt verkefni eða áskorun. En það er eitthvað ósætti í loftinu sem þú þarft að leysa úr fyrst. o Ljón (23. júlf- 22. ágúst) S Taktu stjórnina, þú ert rétti aðilinn til þess. Vinnufélagar munu verða ánægðir með að einvher tekur stjórnina. V Stjörnurnar segja að rómantík sé á næsta leyti. Ef það er ekkert nú þegar í gangi þá skaltu fara að lita í kringum þig. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Notaðu hluta dagsins til að ræða við vinnu- félaga. Þú munt fá skýrari mynd af því hvernig fyrirtækið virkar. V Ástin er út um allt. Það eina sem þú þarft að gera er að finna hana. Kannski erfiðara sagt en gert en þú getur það. Vog (23. september-23. október) $ Röltu um vinnustaðinn og reyndu að tengj- ast elns mörgum vinnufélögum og mögulegt er. Þú verður mikilvægur starfskraftur án þess að gera nokkuð. V Þú virkar á fólk sem feimin/nn þegar þú ert í raun bara athugandi. Notaðu þetta þér í hag í málum hjartans. Horfðu, bíddu og gerou atlögu þegar rétti tíminn er. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Notaðu vinnufélagana til að henda hug- myndum á milli þar til áætlunin myndast. V Bfddu lengur ef þig vantar skýr- leika. Þú hefur um margt að hugsa og þú þarft að leyfa þessu að þróast. Þolin- mæði, ró og næði ættu að bjarga málunum. G Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú tekur á móti mörgum fyrirspumum I dag en þú getur leyst úr þeim öllum með skiln- ingi. V Þú hefur verið frekar stressuð/aður und- anfarið. Farðu út og fáðu þér ferskt loft.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.