blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 24
fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Harry Potter á leið til íslands Eins og öllu bókmenntafóUd hlýtur að vera kunnugt kemur ný Hany Potter bók út um helgina, Hany Potter and the Half-Blood Prince. Búist er við að bókin muni slá sölumet. Hér á landi er bókarinnar vissulega beðið með óþreyju. Um 2000 eintök hafa verið pöntuð en salan hefst í Penn- anum Eymimdsson í Austurstræti, bókabúð Máls og menningar Lauga- vegi og Pennanum Bókval á Akureyri, klukkan eina mínútu yfir tólf á fóstu- dagskvöldi, sem er fyrsta mínúta á taugardegi - svo rejmt sé að koma tíma- setningunni tU skila á sem einfaldast- an hátt. Bókaverslanimar verða opnar meðan viðskiptavinir láta sjá sig. Boð og bönn „Ég veit ekki hvað ég er búinn að skrifa upp á marga tugi síðna frá lög- fræðingum breska útgefandans um það hvað ég má gera og hvað ég má ekki gera í sambandi við þessa bók,“ segir Óttarr Proppe vörustjóri er- lendra bóka hjá Pennanum Eymunds- son. „Það er mikill leyndardómur í kringum útgáfuna sem menn halda fáránlega vel utan um. Maður má varla horfa á bókakassana, hvað þá opna þá fyrr en á réttum tíma.“ í Kanada voru eintök af bókinni sett í bókaverslun fyrir misskilning en voru fljótlega fjarlægð. Nokkurein- tök voru þá seld en ef kaupendur skila II--------~1 Sala á nýju Harry Pott- er bókinni hefst í Pennanum Austur- stræti, bókabúð Máls og menningar Laugavegi og Bókval á Akureyri, klukkan eina mín- útu yfir tólf aðfararnótt laugar- dags. I kolbrun@vbl.is bókinni fá þeir hana áritaða af höfundinum J.K. Rowling. Dreifingaraðili bókarinnar í Kanada fékk dómsúrskurð um að óleyfi- legt væri að vitna í bók- ina eða segja fráefnihenn- ar fyrr en eft- ir útgáfudag- inn 16. júlí. Árið 2003 fór Rowling í mál við bandarískt dagblað sem hafði skýrt frá söguþræðinum í Harry Potter og Fönixregl- unni fyrir út- gáfu bókarinn- ar. Fjölmiðlar í ham Fjölmiðlar í Bretlandi eru í miklum ham vegna útgáfunnar. Sérstök spum- ingakeppni var haldin í útvarpi þar í landi um Harry Potter bækumar. Sigurvegar- inn var Owen Jones sem er einungis 14 ára. Verðlaunin eru ekki af verri endanum því hann fær að taka viðtal við J.KRowling á fóstudagskvöld. Owen segist vilja spyija Rowling að því hvað muni _ gerast í næstu Potter bók og hvem- ig til- finn- Nýja Harry Potter bókin, Harry Potter and the Half- Blood Prince, kemur út um helgina og búist er við að bókin muni slá sölumet. haldi að það verði að ljúka við bóka- röðina. Blaðamenn breska blaðsins Gu- ardian þykjast nokkuð öruggir um að prófessor Dumbledore muni láta lífið í nýju bókinni. Blaðið stendur fyrir samkeppni meðal lesenda sinna þar sem þeim býðst að skrifa dauðasenu prófessorsins í stíl ffægra rithöfunda. Á netsíðu blaðsins er að finna nokkr- ar snjallar lýsingar frá lesendum, þar á meðal í stíl Jane Austen, Enid Bly- ton, Hemingways, Edgar Allans Poe, Samuels Becketts og James Joyce. Einnig eiga sögupersónur P.G. Wode- house, Bertie og Jeeves, orðastað um dauða Dumbledore og einn lesandi lætur sögupersónu Agötu Christie, belgíska leynilögreglumanninn Poir- ot, leysa morðgátuna. Úrslit í þessari sérstæðu samkeppni verða tilkynnt eftir útkomu bókarinnar. Jákvæð áhrif Potters Skoðanakönmm hefur verið gerð með- al barna og kennara í Bretlandi. 59 prósent bama telja að Harry Potter bækumar hafi aukið lestrarfæmi þeirra, 82 prósent bamanna vilja að skólinn þeirra líkist Hogwarts skól- anum og Hermoine er sú persóna bókanna sem þau vilja helst líkjast. 84 prósent kennara segja að Harry Potter hafi haft jákvæð áhrif á lestrar- fæmi nemenda og tveir þriðju þeirra sögðu að nemendur sem engan áhuga hefðu haft á bókum hefðu fyllst áhuga á lestri annarra bóka eftir að hafa les- ið Harry Potter. Harry Potter bækumar fimm hafa nú selst í rúmlega 265 milljónum ein- taka í 200 löndum og verið þýddar á 62 tungumál. g A' -T Kíktu á nýju helmasíiunal :) cífnjfjfj CASADA 2 og 4 manna tjöld Mikll og góð blrta ífortjaldl Pöddufrí tjald þar sem (fúkurog svefnálma \£ru sauniuð föstylð tjafd. CANTERA !** 4 og 6 manna tjöld Þyngd 4 manna: 18,2 $ kg. Vatnsheldnl: 4000mm salaj7 ~rr. 4,6 og S macínatj, ÞyngdAmanné: 16,5 kg: VatjnheldnlUooomm *Mlkllog CAST STAFACANGA 'stœrðlr. 110-135 [Með hertum oddl og ,ve/t/gúmfyfir. Par, tllboðsverð kr. 3.50Í ilKIÐ URVAI POTTASETTA CASLJÓSA PRÍMUSA SAKPOKM Sokkar Profeet sokkar, mlklð úrval Verð frá kr. 595 GÖNGUSKÓR "CÖNGUSKÓR Stærðir 36-43 Stærðlr 42-48 Kr. 16.JSS Kr. 18.JJ5 Svefnpokar Warmth dúnpokar Verðtrá kr. ií.jjs \ I Aztec fíberpokar f>J\ Verð M kr. 4-99S karrimor Bakpokar Miklðúrvalaf bakpokum ■ frá Karrímor ogW Aztec Sumaz HÖF UDKLÚTAR kr. 1.195 NOTHIAND Mjúk skel m/öndun kr.1j.9j5 Cigum einnig miklð. úrval af öndunarfatnaði I frá kr. 9.995 1 CASTSUPíRUTE göngustafir. Þrístœkkanlegir með hertum addi, svamph andfangi og svampfóðrun niður á staf. Par frá kr. 3.995 Mikið úrval af göngubuxum, fljótþornandi eða með öndun. Margirlitir. Verd frá kr. 4.995 ABUÐIN MIKIÐ URVAL AF DYNUM OC ÖÐRUM FYLCIHLUTUM í FERÐALA Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 www.skatabudin.com Kontrabassi og harmonika í Sigurjónssafni Á sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar þriðjudagskvöld- ið 19. júlí leikur dúóið The Slide Show Secret, sem skipað er Kristjáni Orra Sigurleifssyni kontrabassaleikara og Evu Zöllner harmonikuleikara, nútímatónlist eftir íslensk, þýsk og bandarísk tónskáld. Tónleikarnir heflast klukkan 20:30. Kaffistofa safhsins er opin eftir tónleika. Aðgangseyrir er 1500 kr. Metsölulistinn - erlendar bækur 1. Sunday Philosophy Club Alexander McCall Smith 2. Ultimate Hitchhiker's Guide Douglas Adams 3. He's Just Not That Into You Berendt & Tuccillo 4. Vince and Joy Lisa Jewell 5. Hat Full of Sky Terry Pratchett 6. Black Rose Nora Roberts 7. Ransom Danielle Steel 8. Night Fall Nelson DeMille 9. Kingdom of the Golden Dragon Isabel Allende 10. Whiteout Ken Follett Metsölulistinn - allar bækur 1. Móðir í hjáverkum - kilja Allison Pearson 2. Kleifarvatn - kilja Amaldur Indriðason 3. Fimmta konan - kilja Henning Mankell 4. Alkemistinn - kilja Paulo Coelho 5. Kortabók Máls og menningar Mál og menning 6. Útivistarbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson 7. Læknum með höndu- num Birgitta Jónsdóttir Klasen 8. Utan alfaraleiða Jón G. Snæland 9. íslensk fjöll Ari Trausti Guðmundsson 10. Englar og djöflar - kilja Dan Brown Listinn er geröur út frá sölu dagana 06.07.05 -12.07.07 Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum Listinn er geröur út frá sölu dagana 06.07.05 -12.07.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.