blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 1
Hive.is Þjónustusími 414 1616 Hiveute I Þráðlaust internet 4GB niðurhal 8Mb tenging 3.990 ÁMÁNUÐI* Sumarleikur blaðsins slær í - bls. 11 Hvernig á að Með hæstu einkunn í fatahönnun gefur góð ráð Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is Potter á leiö 48. TBL . 1. ÁRC. ÓKEYPIS til Islands blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Sími 510-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 FRJALST OG OHAÐ FIMMTUDAGUR, 14. JULI. 2005 Breyttar forsendur hjá íslenskri erfðargreiningu íslenski piparsveinninn Nær öll bílalán í skilum - bls. 2 I ! íslenskar kartöflur komnar og farnar - bls. 2 Lególand selt - bls. 10 Siggi stormur spáir í veðrið - bls. 6 Höfuðborgarsvæðið meðallestur 73,0 55,6 44,4 16,0 Samkv. fjölmiðlakönnun Galiup Júnl 2005 Ekkert varð af því að tugir starfa flyttust til Akureyrar í desember árið 2000 skrifuðu íslensk Erfðagreining (ÍE) og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) undir samning um viðamikil samstarfs- og þróunarverkefni sem byggja átti upp í tengslum við starfsemi FSA. Gert var ráð fyrir að ÍE myndi setja upp hugbúnaðardeild á Akureyri sem átti að fást við að þróa lausnir á sviði upp- lýsingatækni fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Vegna samningsins var gert ráð fyrir að tugir nýrra starfa myndu skapast á Akureyri og var mikið fjall- að um málið á sínum tíma. Hópur fyr- irmenna mætti til Akureyrar þegar skrifað var undir samninginn, meðal annarra Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgríms- son, þáverandi utanríkisráðherra og mikið var fjallað um málið í fjolmiðl- um. Ekkert bólar á störfunum Nú, tæpum fimm árum síðar hefur enn ekkert bólað á umræddum störf- um. Að sögn Halldórs Jónssonar, for- stjóra FSA gekk sáralítið eftir af því sem í samningnum var. ,J>að breyttist ýmislegt en það sem hafði mest áhrif var að gagnagrunn- urinn víðfrægi varð aldrei til“. Byggja átti 1.600 fm. húsnæði nyrðra í tengsl- um við verkefnið og var kostnaður við það áætlaður um 250 milljónir króna. Halldór viðurkennir að það hafi orðið vonbrigði að ekkert yrði af verkefn- inu enda hefðu fulltrúar FSA komið að verkefninu af fullum heilindum. „Það er ekki hægt að segja að ÍE hafi hlaupið frá verkefninu - það sem gerðist var einfaldlega að forsendur breyttust. Rétt er þó að taka ffam að hluti af þessum verkefnum hafa lifað eftir öðrum formerkjum. Þannig er í dag m.a. unnið að raffænni sjúkra- skár og hluti af þeirri vinnu fer fram hér nyrðra. Það hafa því einhver störf orðið til í framhaldi af þessum samn- ingi, en aldrei í því umfangi sem von- ir stóðu til” sagði Halldór að lokum. 365 Ijósvakamiðlar: Ný fréttastöð í smíðum 365 ljósvakamiðlar hyggjast hrinda úr vör nýrri sjónvarpsstöð í haust og ber hún vinnuheitið Fréttastöðin. Dagskrárefni stöðvarinnar á - eins og vinnuheitið ber með sér - fyrst og ffemst að vera fréttir, innlendar sem erlendar, í bland við viðtöl, ff éttaskýr- ingar og umræðuþætti. Það er Róbert Marshall, sem stýr- ir verkefninu af hálfu 365 miðla, en hann vildi ekki tjá sig um hina nýju VERSLUN • VORUHUS stöð þegar Blaðið leitaði til hans. Blaðið hefur heimildir fyrir því að dagskrárvinna stöðvarinnar sé kom- in á góðan rekspöl, en það er ffétta- maðurinn Þór Jónsson, sem annast hana. í fjölmiðlaheiminum þykja hug- myndir þessar mikil dirfska, enda sjónvarpsrekstur dýrt fyrirtæki og fféttaefni ffemst í flokki kostnaðar- samra dagskrárliða. Fréttastöðin mun á hinn bóginn nýta sér nýjustu tækni hvað varðar tökur, klippingar og útsendingar og á þannig að halda starfsfólki í lágmarki. Mestu nýmæl- in felast þó sjálfsagt í því að til stend- ur að láta blaða- og fféttamenn 365 miðlanna klippa fréttimar sjálfir og hafa námskeið staðið yfir undan- fama daga. Að jafnaði er gert ráð fýrir að um 30 manns vinni að ffétta- ffamleiðslu. STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is Hundruð vilja komast í þáttinn Undanfarið hefur Skjár einn auglýst grimmt eftir ungum konum og körl-. um til að taka þátt í nýrri veruleika- þáttaröð um íslenska „bachelorinn" - sem þýða má íslenski piparsveinn- inn. Það verður Saga Film sem ffam- leiðir þættina fyrir Skjá einn og að sögn Maríönnu Friðjónsdóttur hjá Saga film hafa þegar hundruð ein- staklinga sett sig í samband og sýnt því áhuga að komast í þáttinn. Nokkrir piparsveinar komast í forval Einn piparsveinn og tuttugu og fimm piparmeyjar munu taka þátt í hinum nýja þætti. Reyndar mun fara fram forval á piparsveininum og er gert ráð fyrir að velja þrjá til íjóra úr um- sækjendahópnum og úr þeim hópi mun þjóðin fá að velja þann álitleg- asta. „Við erum þegar komin með fólk sem við reiknum með að komist í lokaúrtak af báðum kynjum" segir Maríanna. Hún vil þó taka fram að ffestur til að skrá sig rennur ekki út fyrr en um miðjan ágúst þannig að óhugasamir hafa ennþá nægan tíma til að koma sér á framfæri. „Við erum ánægð með einlægnina og alvöruna hjá þeim sem hafa sótt um. Við bjuggumst alveg eins við að fólk myndi senda inn umsóknir í ein- hverju gríni, en það hefur lítið verið um það fram að þessu“ segir Mar- íanna. Ekki eins og ameríski þátturinn Hún vill ennfremur taka fram að þó fyrirmyndarinnar sé að leita í amer- íska þættinum „The bachelor" verði íslenska útgáfan nokkuð ffábrugðin. „Við erum að vinna í því að gera þáttinn meira að ævintýralegri upp- lifun en að einhverju rifrildi milli stelpnanna sem taka þátt“ segir Mar- íanna, en þar vitnar hún í amerísku útgáfuna sem oft á tíðum er mjög dramatísk og gengur mikið út á inn- byrðis átök milli þátttakenda. „í staðinn fyrir það viljum við búa til skemmtilegar ferðir og upplifanir fyrir hópinn þar sem keppnin er í fyr- irrúmi en rómantíkin er alltaf til stað- ar“ segir Maríanna að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.