blaðið - 14.07.2005, Page 18

blaðið - 14.07.2005, Page 18
18 matur PERFECTSLIM EFTIR 24 TÍMA MINNI APPELSÍNUHÚÐ + STINNANDI ÁHRIF ■ PerfectSlim inniheldur niðurbrjótandi efni gegn fitu, vinnur gegn appelsínuhúð sem safnast hefur fyrir á lærum og rassi. ■ Bætt meö Par-Elastyl™, sem sléttir og stinnir húðina stig af stigi. , Árangur: / Eftir 8 daga: +41% þéttari, +89% stinnari" / Eftir 15 daga: -1 cm minna ummál á lærum* Viltu vita meira: www.lorealparis.com Body-Expertise. Þín eigin fegrunaraðgerð, Því ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. Apctekið V Lyf & heilsa Apótekarinn lOréal PARiS Qjlyfja HA6KAUP si y*rf/+ Lyfjaval m- í dag ætla ég að fjalla um hvemig mér finnst að það eigi að marinera fisk. Það er hægt að marinera fisk á margan hátt. Það sem þarf að hafa í huga er að mikil sýra í mareneringu getur byrjað að elda fiskinn. Ef ætl- unin er að hafa sítrusbragð, eins og súraldin, sítróna eða appelsína, þá er bara að rífa börkinn útí og nota síðan safann eftir eldun. Til dæmis er hægt að kreista hann yfir fiskinn. Síðan eru til aðferðir eins og að nota jógúrt eða þurrkrydd en mér persónulega finnst best að nota ferskar kryddjurt- ir og góða ólívuolíu. Ekki láta appelsínuhúðina í friði: raunhæfur árangur hjá 85°/o* 'ý-.d Verö í Vínbúöum er 1190.- MOR Morandé Cabernet Sauvignon Vín úr Cabernet Sauvignon þrúgum eiga það til að vera talsvert ákveöin, þetta vín er ánægjulega flauelsmjúk undantekning. Vínið er með góðu sólberjabragði sem þróast yfir í bragð af dekkri berjum og endar í súkkulaðikeim. Vínið er fallega rautt að lit. Þetta vín er eitt það besta sem hægt er að hugsa sér með grillmat. Það kallar á létta matargerð og hentar sérlega vel með lamba- og kálfakjöti. Til að fullkomna máttíðina er gott að hafa smá sætu í matnum, til dæmis sultu eða sykurbrúnaðar kartöflur. Morandé Chardonnay Gulliö og með fylltan ávöxt. Vínið hefur talsvert þroskaðan ávaxtakeim, sérstak- lega af perum og rauðum eplum. Vínið er ristað og aðeins reykt í enda. Það myndast mikill þroski í munni sem verður til þess að víriið verður aðeins sætt í endingu. Mikið fiski- og sjávar- rétta vín sem er kjörin valkostur fyrir þá sem vilja fyllt og bragðmikil vín með mat MOR fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Hér er ein uppskrift af súraldin og rósmarín-marineruðum skötusel Fyrir fjóra 800 gr. Skötuselur, beinhreinsaður, roðhreinsaður og skorin í ca.100 g bita rifinn börkur af 1 súraldin 3 stilkar rósmarín 3 dl ólífuolía (ekki extra virgin) 1 stk hvítlauksgeiri (kraminn) Héma er einnig couscous salat sem er tilvalið meðlæti eða sem aðal- réttur. Fyrir fjóra 250 grömm couscous 3 dl. Kjúklingasoð (sjóðandi vatn leyst upp með teningi) 1 tsk paprikuduft ¥2 tsk karríduft V2 tsk kúmen duft Aðferð: Blandið öllu saman og látið liggja í lágmark 2 tíma (10-12 tímar væri toppurinn). Þá er fiskurinn steiktur á heitri pönnu með rósmarínstilkunum og öllu, í svona 3 mín. ó hvorri hlið. Smakkað til með salti og pipar. Og þá er rósmarínið tekið író og fiskurinn borinn fram með uppáhalds meðlæti og súraldin-ávöxturinn kreistur yfir, Þessu er öllu blandað saman í skál og hrært vel í. Þá er þetta látið standa undir plastfilmu í að minnsta kosti tíu mínútur til að komin mýk- ist. Það má bæta hvaða grænmeti sem er í þetta ljúffenga salat, svo sem papriku, brokkolí og sveppum. Þið getið treyst þessari!!! Kveðja Raggi Blaðið/Steinar Hugi Hvernig á að geyma vín Léttvín er lífræn vara sem þroskast og eldist eins og öll lífræn vara ger- ir. Þegar keypt er vín með það í huga að geyma það í nokkra mánuði eða jafnvel lengur þá verður að hugsa um hvemig og hvar vínið á að geymast. Hér em nokkrar einfaldar reglur fyr- ir þá sem vilja fara vel með vínið sitt en em ekki í stakk búnir að kaupa dýr kælitæki eða skáp. 1. Látið flöskuna liggja, kork- tappinn í vínflöskunni verður að haldast blautur annars þomar hann og skreppur saman. Ef það gerist þá kemst of mikið loft í vínið og það eld- ist of hratt fyrir vikið og skemmist mun fyrr. 2. Helst á að geyma vín á dimmum og svölum stað sem held- ur sama hitastigi. Vín er viðkvæmt fyrir birtu og enn viðkvæmara fyrir hita sveiflum. Þó það sé æskilegt að geyma vín í 12 til 14 gráðu hita, er betra að geyma vín á stað sem heldur alltaf sama hitastigi ( en ekki meira en 20 til 22 gráður) en að geyma það þar sem hiti sveiflast alltaf upp og niður um 10 til 15 gráð- ur. Ef það gerist þá þenst tapp- inn út við hitann t WWW.SMAKKARINN.IS skreppur saman við kuldann og hleypur of miklu lofti í gegnum sig. 3. Ekki geyma vínið þar sem sólin skín, ef vínið er sífellt í snert- ingu við sólina þá getur vínið hrein- lega bakast í hitanum og þá færðu edik í staðinn fyrir vín. 4. Ekki geyma vín í eldhús- inu! Það er enginn staður í húsinu þar sem er eins miklar hitasveiflur, raka- sveiflur og lykt og eldhúsið. Of mikill raki getur valdið því að korktappinn getur molnað og lyktin af matnum getur orsakað breytingu á bragði víns- ins. Ef eldhúsið er eini staðurinn sem hægt er að geyma vínið þá er betra að geyma vínið á gólfinu heldur en uppi í skáp eða fyrir of- an ísskápinn. Hita og rakasveifl- ur eru ekki eins miklar nálægt gólfinu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.