blaðið

Ulloq

blaðið - 14.07.2005, Qupperneq 25

blaðið - 14.07.2005, Qupperneq 25
blaðið I fimmtudagur, 14. júlí 2005 menning 25 W.B.Yeates. I nýrri bók er því haldið fram að hann hafi haft asperger heilkenni. Shakespeare á næsta ári The Royal Shakespeare Company í London hefur ákveðið að standa ræki- lega undir nafni og setja næsta ár á svið öll leikrit Shakespeares, en þau eru 37. Frægir leikarar munu stíga á svið, þar á meðal Judi Dench, Ian McKellan og Patrick Stewart. Bresk- ir listamenn munu þó ekki einoka sviðið því indverskur leikhópur sýnir Draum á Jónsmessunótt og arabísk- ir listamenn munu sýna útgáfu sína á Ríkharði 3. Bandarískir listamenn munu einnig leggja sitt af mörkum. Bókabúðir munu hafa verk eftir og um Shakespeare á áberandi stöð- um og ekkert lát er á vönduðum og áhugaverðum bókum um skáldið og verk hans. Þar má nefna Will in the World eftir Stephen Greenblatt, 1599 eftir James Shapiro, sem fjallar um örlagaríkt ár í lífi leikskáldsins, og Peter Ackroyd, sem áður hefur skrif- að ítarlega ævisögu Charles Dickens, sendir frá sér ævisögu Shakespeare nú f haust. það sem áður hafi verið mönnum ráð- gáta í háttum skáldsins. Þegar mið er tekið af því hvaða snillingar hafa átt að vera með asper- ger heilkenni samkvæmt kenningu Fitzgeralds, þá vaknar sú spurning hvort það sé hreinlega ekki eftirsókn- arvert að hafa þessi heilkenni. Fitz- gerald hefur sjálfur sagt að ef foreldri kæmi til hans og segði: „Barnið mitt er með greindarvísitölu upp á 150 - gæti það unnið til Nóbelsverðlauna?" þá yrði svarið að möguleiki væri á því ef barnið væri einnig með asperger heilkenni. Annars ekki. Fitzgerald heldur því ekki fram að allir snillingar hafi asperger heil- kenni, hann er einungis að benda á að sterkt samband sé á milli asperger og snilligáfu. Bók hans nefnist The Genesis of Artistic Creativity: Asper- berger’s Syndrome and the Arts Snillingar með asperger Snillingar eru ekki eins og annað fólk - sem betur fer fyrir mannkyn- ið myndu líklega flestir segja, því nóg er af meðalmennum. Nú hefur írskur prófessor í sálfræði, Michael Fitzgerald, skrifað bók þar sem hann tengir saman asperger heilkenni og sköpunargáfu. Menn með asperger hafa mikla einbeitingarhæfileika á ákveðnum sviðum en verða gagntekn- ir af smáatriðum og mynstrum. Þeir eiga oft í erfiðleikum með hreyfingar og hafa barnslegt viðhorf til heimsins og annarra. Fitzgerald nefnir til sögu rúmlega tuttugu snillinga sem hann segir hafa haft asperger heilkenni. Þar á meðal eru Andy Warhol, Moz- art, Beethoven, Van Gogh, George Orwell, Jonathan Swift, Emmanu- el Kant og H.C. Andersen. Á öðrum vettvangi hefur Fitzgerald nefnt Michelangelo, Einstein, Wittgenstein og Newton sem menn með asperger heilkenni. Höfundurinn nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Hann segir söguna af því þegar H.C. Andersen, 17 ára gamall, hóf samræður við mann á eft- irfarandi hátt: „Þú hefur þýtt Shake- speare. Ég dáist mjög að honum en ég hef líka skrifað harmleik. Á ég að lesa hann fyrir þig?“ Fitzgerald segir: „Aðeins manneskj a með asperger heil- kenni hefði hafið samtal á þennan hátt.“ Fullyrðing sem einhverjir hljóta reyndar að setja spurningamerki við. Prófessorinn tekur dæmi um ljóð- skáldið WB Yeates sem korraði lágt áður en hann hóf að semja ljóð. Hann gaf einnig frá sér hljóð þegar hann gekk um götur í Dublin og veifaði handleggjunum í æsingi sem vakti athygli lögreglumanna. Þetta, segir Fitzgerald vera dæmigerða hegðun manns með asperger heilkenni. Ævi- sagnaritari Yeates hefur haldið því fram að margt í fari hans megi skýra með því að móðir hans elskaði hann ekki. Fitzgerald heldur því hins veg- ar fram að asperger heilkenni skýri

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.