blaðið - 14.07.2005, Side 19

blaðið - 14.07.2005, Side 19
 _m matur 19 Rómantískir lystaukar svanhvit@vbl.is Á síðkvöldum er fátt rómantískara en að sitja með ástvini sínum og tala um daginn og veginn. Ekki er verra ef vínglas er við hönd og góðgæti í skál. Matur ýtir undir skynjun auk þess sem einstaka tegund- ir ýta undir kynhvöt. Læknisfræðilegar kann- anir sýna að ánægt fólk lifir lengur og þar af leiðandi getur hófleg notkun góðs matar einungis verið af hinu góða. Hér eru nokkrir lystaukar sem hreyfa ekki aðeins við bragð- laukunumheldureinn- ig skynjuninni. una af hjartasjúkdómum. Þrátt íyrir að súkkulaði sé fitandi þá hafa kann- anir sýnt að það hækkar ekki blóð- þrýsting. Hver sagði svo að súkkulaði væri ekki hollt? ir Súkkulaði Súkkulaði er nautna- fullt og bragðgott og í því er minna koffin en í kaffi. Rannsóknir sýna fram á að einstaklingur sem borðar súkkulaði er rólegri og einbeittari. Til að mynda geta þrír munnbitar af súkku- laði bætt einbeitingu um 30%. Þrátt fyrir að súkkulaði er ekki kyn- örvandi þá eru í því efni sem kalla fram sömu við- brögð í líkamanum og þegar við erum ástfang- in. Súkkulaði getur líka bætt skap þar sem það eykur endorfín í heil- anum en það er sama efni og losnar þegar einstakling- Þrír munn- bitar af súkkulaði geta bætt einbeiting- una um 30% ur hreyfir sig. Að sama skapi hefur súkkulaði áhrif á myndun serótíns í heilanum sem hefur jákvæð áhrif á þunglyndi auk þess sem súkkulaði inniheldur töluvert af fenóli sem minnkar áhætt- Jarðaber Jarðaber eru rómantískur ávöxtur enda í laginu eins og hjarta og er álitið vera tákn ást- arinnar. Sumir tala um að jarðaber sé besti ávöxtur í heimi og áður voru berin not- uð sem lyf gegn niðurgangi og meltingartruflunum. í um hundrað grömmum af jarðaberjum eru aðeins um 50 hitaeiningar. Jarðaber geta líka hvítt tennur því sýran í ávextinum fjarlæg- ir bletti á tönnum auk þess sem jarðaber eru full af sér- stöku efni sem getur kom- ið í veg fyrir krabbamein. Úr átta jarðaberjum fæst meira C-vítamín en úr einni appels- ínu og þar með 140% af áætluðum dags- skammti einstaklings. Ólífur Ólífur eru forn ávöxtur sem er til margs nýti- legur og mikið lofaður. Ólífa fullnægir mis- munandi bragðlauk- um, sætt, súrt, salt og bitur. Vegna þess að ólífur eru ræktaðar í hlýju umhverfi og ávöxturinn þarf að vernda sj álfan sig fyr- ir hita og sólarljósi inniheldur hann tölu- vert af fenóli. Fenól getur komið í veg fyrir blóðtappamyndun og æðahersli. Ólífur eru fiillar E-vítamíns og í tíu svörtum ólífum eru 50 kaloríur og 4 grömm af fitu. Grillkjötið frá Goða er heitast á grillið í sumar! GOÐI -alltaf góður

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.