blaðið - 14.07.2005, Page 8

blaðið - 14.07.2005, Page 8
fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið 24 börn deyja í sprengjuárás íröksk fjölskylda harmi lostin vegna dauða bams í bílsprengjunni í gær. bjornbragi@vbl.is Minnst 26 írakar, nær eingöngu börn, létust þegar bílsprengja sprakk í suðausturhluta Bagdad í gær. Einnig lést bandarískur hermaður í sprengingunni og þrír aðrir hermenn særðust. Bíl, hlöðnum sprengiefni, var ekið upp að bifreið bandaríska hersins og sprengdur. Bandarískir hermenn voru að dreifa sælgæti til barna og fógnuðu með íbúum al-Jed- idah svæðisins vegna nýopnaðrar vatnsvinnslu á svæðinu. Sprengingin, sem var svo kröft- ug að nærliggjandi hús eyðilögðust, særði minnst 25, marga hveija al- varlega. Voru þeir ásamt þeim látnu fluttir á Kindi-sjúkrahúsið sem er staðsett ekki fjarri árásarstaðnum. Þar voru og komin hundruð flöl- skyldna og ættingja sem ráfuðu um blóði drifna spítalaganga í leit að upp- lýsingum um ástvini sína sem lentu í sprengingunni. Abu Hamed, sem missti 12 ára son sinn í sprengingunni, sagði við AFP-fréttastofuna að hann hafi ver- ið á heimili sínu þegar hann heyrði sprenginguna. „Ég hljóp út til að reyna að finna son minn, en ég fann bara hjóhð hans“, sagði Hamed. Hann sagðist hafa fundið son sinn í líkhúsinu á Kindi-spítalanum, þar sem að sögn talsmanns sjúkrahúss- ins voru flutt lík 24 barna í gær. „Ég gat aðeins þekkt höfuðið hans. Aðrar líkamsleifar voru algerlega brunnar", sagði Hamed. Á al-Jedidah svæðinu, þar sem sprengjan sprakk í gær, búa súnní- og sjía-múslimar í bland við kristna. í september í fyrra sprakk önnur sprengja á sömu slóðum en þá lágu 34 böm eftir í valnum. Hundruð lr- aka hafa látið lífið í árásum uppreisn- armanna síðan sjía-múslimastjómin tók við völdum í Bagdad fyrr á þessu ári. VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA OTRULEGT VERÐ! AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS ....... i KB .J Fjölskylda árásar- mannsins eyðilögð bjornbragi@vbl.is Bashir Ahmed, frændi Shehzad Tan- weer, 22 ára gamals manns sem sagð- ur er einn þeirra sem frömdu hryðju- verkaárásirnar í Lundúnum í síðustu viku, hefur tjáð sig við fjölmiðla. Segir hann fjölskyldu sína eyðilagða eftir fréttirnar og ekki geta trúað því að Tanweerhafimögulegagetaðstað- ið fyrir sprengjunum. „Það var ekki hann. Það hljóta að hafa verið öfl að baki hans“, sagði Ahmed. Aðspurður hvemig honum þætti að heyra að frændi sinn hefði að öllum líkindum ekki verið fómarlamb heldur gerandi sagði Ahmed niðurbrotinn: „Við höf- um misst allt sem við eigum." Ahmed greindi frá því að Tanweer hefði farið til Pakistan fyrir tveimur mánuðum að læra trúarbrögð. Hann hafi svo séð hann síðast degi áður en árásimar vom gerð- ar. A.m.k. þrír árásarmannanna eru taldir vera breskir menn af pakistönskum uppruna. Fjórði árásarmaðurinn hefur ekki enn ver- ið nafngreindur af lögreglu en heimild- armenn segja að vitað sé hver hann er. Lögregla leitar nú fimmta manns, sem tal- inn er hafa skipulagt árásirnar og tel- ur ekki ólíklegt að sá sem það gerði sé sá hinn sami og skipulagði hryðju- verkin í Madrid á síðasta ári. Bashir Ahmed, frændi eins hinna grunuðu, tjáir sig við fjölmiðla í gær. Ekki á vegum íslam Tony Blair forsæt- isráðherra vill nú taka upp ný lög til að meðhöndla öfga- sinna og vill sam- stöðu heimsins alls „gegn hinni illu hugmynda- fræði á bakvið sprengjuárásirnar í höfuðborginni“. Þá hefur Blair sagt að hin „hófsama og réttláta rödd í s- lams“ þurfi að koma fram. Lögregl- an nafngreindi í gær 6 fórnarlömb í viðbót og hafa því 11 af þeim 52 sem létust í árásunum verið nafngreind- ir. Þó eru, eins og áður hefur verið greint frá, hundruð annarra særðir og nokkrir í lífshættu. Iqbal Sacranie, fulltrúi í Múslima- ráði Bretlands, sagði ráðið hafa tek- ið fréttunum um árásarmennina af „angist, hneykslun og skelfingu". „Það lítur út fyrir að æska okkar hafi átt þátt í hinum hræðilegu árásum gegn saklausu fólki í síðustu viku“, sagði Sacranie. „Ekkert í íslam gæti nokkurn tímann réttlætt hinar illu gjörðir árásarmannanna." Auglýsingadeilrl 510-3744 blaðið= SUMARIÐ ER KOMIÐ! VAPONA FLUGNA- & GEITUNGAVÖRURNAR SÖLUAÐILAR OLÍS • ELLINGSEN • FJARÐARKAUP • HAGKAUP • BYKO • BYGGT OG BÚIÐ • HÚSASMIÐJAN • ESSO • SAMKAUP • SHELL • KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR • ÞÍN VERSLUN • HLÍÐARKAUP SKAGAFIRÐI • HÓTEL SKAFTAFELL • VERSLUNIN BRYNJA • VALBERG • NETTÓ - 10-11 • SÖLUSKÁLINN SKAGASTRÖND • VERSLUNIN KASSINN ÓLAFSVÍK Dreifing: OLÍS Sími: 515-11

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.