blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö Leirvogsá: Miklu betri en Ásarnir Veiðimaður rennir fyrir fisk í fossunum fyrir neðan þjóðveginn við Leirvogsá fyrir nokkrum dögum en 300 laxar hafa veiðst í ánni. Útsölustaðir Loop vörunnar fyrir utan Útivist og veiði er Sjóbúðin á Akureyri og Veiðiflugan á Reyðarfirði Sértilboð Útivist og veiði býður í þessu sambandi Gray-iine stöng fyrir línu 6 á sérstöku tilboði með 30% afslætti ef keypt er Loop-hjól og Loop-Opti skotlína með. ^ Vegna mikillar eftirspurnar og sölu á Gray-line stöngunum Loop ákveðið í samvinnu við Útivist og veiði að lækka verð á stöngunum um 20% hefur sCV” OPIÐ f SUMAR: 'S laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 Sfðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sfmi: 588 6500 • www.utivistogveidi.is Idýrustu laxveiðiá landsins Laxá á Ásum eru komnir rétt innan við hundrað laxar á land, þrátt fyrir að Erik Clapton og félagar hafi veitt um 30 laxa þá daga sem þeir veiddu fyrir skömmu. Dýrasti dagurinn ( ánni er seldur á 200 þúsund fyrir stöngina í sumar. Leirvogsá hefur gefið 300 laxa og í fyrradag veiddust 45 laxar í ánni en hún er smekkfull af fiski eins og einn veiði- maðurinn orðaði það sem veiddi í ánni fýrir fáeinum dögum. „Það var lax við lax í sumum hyljum ár- innar,” sagði veiðimaðurinn. Um þúsund laxar hafa gengið í gegn- um teljarann í Leirvogsá. Áin var frábær í fyrra en líklega bætir hún sig á þessu ári, á milli ára. Leirvogsá er besta laxveiðiá landsins en aðeins er veitt á tvær stangir í henni, enda ekki hægt að fá veiðileyfi í henni í sumar. Það væri líklega hægt að selja hana, sex, sjö sinnum á hverju ári, öll veiðileyfin. Laxá á Ásum er greinilega fallin af magn- stallinum, en ekki verðstallinum. ■ Langá: Stórganga. „Við erum komnir yfir 500 laxa núna og erum með þetta um 30 laxa á daga, sem er mjög gott,“ sagði Ingvi Hrafn jónsson við Langá á Mýrum í gærdag. Gangurinn er víða feiknagóður í lax- veiðinni þessa dagana og reyndar mok- veiði á stundum. „Leiðsögumenn sáu hundruð laxa í röstinni fyrir neðan Sjávarfossinn og það eru laxar að koma á hverju flóði. Hit- sið og Snælda eru að veiða jöfnum hönd- um,” sagði Ingvi Hrafn ennfremur. ■ Þingvellir: Allir geta veitt „Það góða við Þingvelli og Þingvallavatn er að allir geta veitt þar. En auðvitað er veiðin misjöfn þar eins og annarsstaðar, allavega veiðist murta,” sagði veiðimað- ur sem var að koma af Þingvallasvæð- inu og var með þrjár fallegar bleikjur í skottinu og helling af murtu. Aðstaðan hefur verið stórbætt fyrir veiðimenn og Veiðikortið er hægt að nota þegar maður vill fara að veiða á Þingvöllum. Veiðimaður sem var að koma frá Kolbeinn Ingólfsson með fina veiði úr Þingvallavatni. Úlfljótsvatni veiddi ágætlega og annar sem var í Meðalfellsvatni veiddi vel en fiskurinn hefði mátt vera stærri. Lax veiddist fyrir fáeinum dögum í vatninu. „Fyrir nokkrum dögum veiddi ungur veiðimaður lax hérna við brúna á Elliða- vatninu,” sagði Einar Óskarsson veiði- vörður við vatnið en næstu daga gætu veiðst fleiri slíkir. Enda bullandi veiði í Elliðaánum. [ Veiðimenn á öllum aldri geta veitt I Þing- vallavatni en hún Brynja Maren Ingólfs- dóttir var þar fyrir fáeinum dögum Flugi»verslunin www.frances.is Landsins mesta úrval af laxa-og silungaflugum Eitt kort 20 vatnasvæði VEIÐIKORTIÐl 2 0 0 5

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.