blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 18
18 IGOLF ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaðið Golfari af guðs náð ■ Hefur sex sinnum orðið íslandsmeistari Björgvin Þorsteinsson er einn af betri golfurum landsins, en hann hefur hamp- að Islandsmeistaratitlinum sex sinnum. Sjálfur segist hann hafa verið með delluna frá því hann var krakki, en 8 ára byrjaði hann að reyna fyrir sér í íþróttinni og hef- ur allar götur síðan stundað golf af kappi. „I dag fer ég reyndar ekki eins mikið og ég myndi vilja, þetta er auðvitað tímafrekt og ekki alltaf hægt að skella sér,“ segir Björgvin, sem fer þó eins oft og mögulegt er. Aðspurður segist hann þess fullviss að gífurleg aukning hafi verið i golfi hérlend- is síðustu 20 árin og að gamla lumman um að golf sé íþrótt ríka fólksins eigi alls ekki við rök að styðjast lengur. „Árgjald og stofnkostnaður er reyndar talsverður en eftir það er þetta ekkert svo dýrt. Þetta er í rauninni engu dýrara en t.d. skíða- mennskan." Björgvin vill þó meina að ísland standi vel að vígi sé það borið saman við aðrar þjóðir og að golfíþróttin sé almennari hér en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Við erum mjög dugleg að iðka golf hér, enda sést það best á tölum félaga í klúbb- umogbiðlistum," Góð kennsia í byrjun er iykilatriði „Það eru þó nokkrir góðir vellir á Islandi. Ég held hvað mest upp á Vestmannaeyja- völlinn, Grafarvogsvöllinn og Jaðarsvöll- inn á Akureyri. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að skella sér til Flórída eða annarra landa í golfferð," segir Björgvin aðspurður um hans helstu velli á íslandi. Hann segir þó sumarið í ár ekki hið væn- legasta fyrir golfara, enda hafi veður ekki verið með besta móti. „Það mætti auðvit- að vera betra. Vellirnir komu ekki nógu vel undan vetri, en það fer batnandi núna og vonandi verður veður gott það sem eftir erafsumri." Björgvin segir lykilatriði fyrir byrjend- ur að haga spilum rétt strax frá grunni. „Það er mjög mikilvægt að fá góða grunn- kennslu, auk þess sem þetta krefst ástund- unar rétt eins og með allt annað. Til þess að verða góður golfari er mikilvægt að leggja mikla áherslu á fyrstu sporin," segir hann, og bætir við að varla sé hægt að fá betra sport - það sé heilbrigt og félagslegt og fyrir flesta að iðka. Þá sé þetta afar snið- ugt fyrir fólk sem hætt er að vinna og vill eyða tíma sínum á skemmtilegan hátt hálldora@vbl.is Græjaðu þig upp fyrir golfið á og þekkt vörumerki og fatnað. Svo er líka til mikið af flottum og vönduðum golffatnaði i dag. Margir ganga alla leið og eru í flottustu fötunum og með flott- ustu græjurnar - en yfirleitt eru það þeir sem eru komnir eitthvað á leið og spila mikið.“ Getur verið árs bið eftir inngöngu í klúbb Ef fólk hefur útvegað sér sett, skó, kúl- ur, tí og kerru er það vel í stakk búið og getur haldið út á golfvöll. Þá er hægt að bæta við dóti eftir þörfum hvers og eins. Það sem kannski er dýrast í þessu er sjálfur kostnaðurinn við að spila, en stakur tími á flestum helstu völlum er á bilinu 3-4000 krónur. Þeir eru ófáir sem fjárfesta í árgjaldi sem er að meðaltali á 50.000 krónur en þá er gengið í ákveð- inn klúbb og spilað eftir hentugleika. Hins vegar komast færri að en vilja og er það eflaust vegna aukins áhuga á golfi. „Það eru held ég langir biðlistar á flest- um völlum. Þeir geta auðvitað bara selt ákveðið magn af heils árs pössum. Marg- ir sem eru að byrja geta þurft að bíða í ár eftir inngöngu í þann klúbb sem þeir vilja ganga í,“ segir Gunnar að lokum halldora@vbl.is Golfkúlur kosta 100-200 kr. stykkið. Skórnir kosta allt frá 5.000-20.000 kr. en mikilvægt er að vera í góðum grófbotna skóm sem styðja vel við spilarann. Þeir aftra því að fólk renni ef mikil bleyta er og gera sveifluna auðveldari. Þá eru þeir flestir vatnsþéttir sem er gott ef lengi er spilað í bleytu. Byrjendasett er hægt að fá á um 24.000 kr., en einnig er hægt að fjárfesta í hálfu setti á 16.000 kr. ræðna um þær fúlgur fjár sem íþróttin krefst. Það hefur þó komið á daginn að raunin er önnur og hægt er að byrja án þess að það kosti um of. Margir landsmenn stunda golf- íþróttina af kappi og það fær- ist sífellt í vöxt að fólk gefi því gaum að gaman gæti verið að byrja. Það er ósjaldan sem það gerist að golfið verður líf og yndi manna, en að því er virðist er auðvelt að fá delluna áður en langt um líður. Það er afar heilsusam- legt að stunda golf, aukþess sem það hef- ur mikið félagslegt gildi. Fólk arkar út á golfvöll í hópi góðra vina, fjölskyldu eða með vinnufélögum og gerir sér glaðan dag undir berum himni. Því hefur ósjaldan verið fleygt fram að ástundun golfs sé mjög dýr og án efa hætta einhverjir við að prófa í ljósi um- Ekki of dýrt miðað við önnur sport ,Þú getur fengið byrjendasett, skó og flesta aukahluti sem til þarf í kringum 35.000 krónur,“ segir Gunnar Þór Gunn- arsson, starfsmaður Hole in One. „Það er meira að segja nóg að byrja á hálfu setti sem kostar um 16.000 og bæta svo við skóm og kúlum. Það er óþarfi að hella sér strax út í allt það dýrasta og í raun lítið á því að græða þegar fólk er að byrja,“ segir hann og bætir við að hægt sé að fá stærri og dýrari sett fyrir upp undir 25o.ooo.krónur. Gunnar vill meina að golfið sé alls ekki dýrt miðað við aðrar tómstund- ir sem fólk tileinki sér og óþarfi sé að gera sér grillur um himinháar upphæð- ir í þessu samhengi. „Fólk stundar hesta- mennsku, skotveiði og fleira sem krefst auðvitað líka fjár- magns, þannig að ég held að það eigi enginn sem á ann- að borð vill stunda skemmtilega íþrótt að sniðganga golfið peninganna vegna. Auðvitað eru svo margir sem eru komnir með delluna og kaupa sér allt það flottasta og dýrasta. Það er lika alveg eðlilegt þegar viðkomandi er farin að stunda . þetta af kappi og ná árangri. Svo er hægt að faraútíglæsileg- an golffatnað ef maður vill vera fínn í þessu, en það er auð- vitað voðalega gaman,“ segir Gunnar, en að hans mati þykir flott að stunda golf. „Þetta er að mörgu leyti tískutengt og mikið um flott Hanska er hægt aö fá á 1.100 kr. og upp úr mmm ■ ■ Tenerife Loksins fyrir (slendinga www.sumarferdir.is 575 1515ÞBÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN urnAR FErlDlrl ALLTAF Aréttuverði

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.